Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar 20. mars 2025 10:02 Töfrar félagslegra samskipta Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum. Félagslegum þörfum þess er sinnt í gegnum félagsleg samskipti sem leysa úr læðingi þá félagslegu töfra sem gera heildina að einhverju meiru og merkilegra en summu eininganna sem mynda hana (e. emergence), og lýsa má með jöfnunni 1+1=3. Þannig stuðla félagslegir töfrar að heilbrigði einstaklinga, gera hóp að liði og samfélag og samfélagi. Félagslegir töfrar spretta upp úr félagslegum samskiptum og myndast í gagnverkandi samspili félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Þeir eru forsenda heilbrigðis bæði einstaklinga og samfélags. Í gegnum samneyti við aðra – á milli tveggja einstaklinga eða hópa af fólki – verður fólk ekki einungis fyrir áhrifum af því sem sagt er, heldur ekki síður fyrir áhrifum af svipbrigðum, líkamstjáningu, lykt, snertingu, nánd og þeirri stemningu sem það skynjar í samskiptunum. Bein samskipti manna á milli hafa þannig mikla yfirburði yfir samskipti í gegnum skjái sem útmá mikilvægan hluta samskipta og áhrif þeirra. Rannsóknir í taugavísindum staðfesta mikilvægi beinna og heilbrigðra samskipta fyrir tengsl og líðan fólks. Slík samskipti hafa áhrif á heilastarfsemi fólks, og þar með líðan þess, þar sem þau örva myndun boðefna og hormóna, eins og dópamíns, oxytocíns, og endorfíns, sem auka vellíðan einstaklinga og samheldni manna á milli. Félagslegir töfrar eru þannig bæði raunverulegir og náttúrulegir þar sem áhrif þeirra eru allt í senn hugræn, tilfinningaleg, og líffræðileg. Félagsleg dvínun Félagslegum töfrum stendur ógn af ákveðinni þróun tengdri nútímavæðingunni, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir velsæld og hamingju fólks og heilbrigði samfélagsins. Sá tíðarandi sem svífur yfir vötnum þessi misserin einkennist af þeim ranghugmyndum að einstaklingar séu sjálfum sér nægir, þeir eigi ekki að ónáða aðra, að fólk sé vont, og að heimurinn sé hættulegur. Í slíkum tíðaranda þverra tengslin á milli fólks, sem skilur einstaklinga eftir meira einmana og utangátta. Þannig byggir hin svokallaða tæknilega skynsemisvæðing nútímans (e. technological rationalization) á upphafningu hugmynda um aukið hagræði og skilvirkni samfélagins á tæknilegum forsendum á kostnað félagslegra samskipta manna á milli, sem eru afgreidd sem óþarfa slæpingsháttur og tímasóun. Þessum hugmyndum óx fiskur um hrygg í Covid faraldrinum þar sem tæknilausnir fólu í sér meiri skilvirkni og áður óþekkt þægindi fyrir daglegt líf fólks. Fólk þurfti ekki lengur að fara út úr húsi til að vinna, versla eða eiga samskipti við aðra. En þessi þægindi hafa þær afdrifaríku aukaverkanir að það grefur undan þátttöku fólks í nærsamfélaginu og fólk einangrast heima hjá sér sem og innan bergmálshella internetsins. Þannig má almennt greina minni þátttöku fólks í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins nú en fyrir faraldurinn. Afleiðingar þess eru meðal annars aukin firring sem endurspeglast í auknum einmanaleika, angist og kvíða, og minni hamingju – sem fólk reynir þess í stað að kaupa af hinum ört stækkandi neysluiðnaði – sem og í auknum brestum í sjálfri samfélagsgerðinni. Í stóra samhengi hlutanna má halda því fram að á meðan hnattræn hlýnun ógnar öllu lífi á jörðinni, þá ógnar félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Félagsleg þátttaka sem forsenda hamingju Hamingja fólks getur falist í hinu og þessu. En grundvallarforsenda fyrir hamingju fólks liggur í félagslegum tengslum og félagslegu heilbrigði þess. Félagsleg þátttaka spilar þar lykilhlutverk. Félagsleg heilsa sem mótast af samveru, samvitund og samskiptum fólks, er ekki síður mikilvæg en líkamleg og andlega heilsa. Og jafnvel má segja að félagsleg heilsa sé forsenda annarrar heilsu. Samfélag þarf því að efla félagslega virkni fólks og skapa þannig forsendur fyrir myndun félagslegra töfra, með þvi að koma því saman en ekki einangra það. Það þarf að skapa fólki farveg til að tilheyra samfélagi með öðrum í gegnum aukna þátttöku í samfélaginu með tilheyrandi samveru og samskiptum. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra frekar en minni, þvert á það sem samfélagsþróunin gengur út á þessi misserin. Niðurstöður úr þekktri langtímarannsókn fræðafólks við Harvard háskóla á því hvað veitir fólki raunverulega hamingju í lífinu endurspeglar inntak þessarar greinar, en þar segir: „Góð samskipti gera okkur heilbrigðari og hamingjusamari. Punktur“. Til hamingju með Alþjóðlega hamingjudaginn! Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Viðar Halldórsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Töfrar félagslegra samskipta Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum. Félagslegum þörfum þess er sinnt í gegnum félagsleg samskipti sem leysa úr læðingi þá félagslegu töfra sem gera heildina að einhverju meiru og merkilegra en summu eininganna sem mynda hana (e. emergence), og lýsa má með jöfnunni 1+1=3. Þannig stuðla félagslegir töfrar að heilbrigði einstaklinga, gera hóp að liði og samfélag og samfélagi. Félagslegir töfrar spretta upp úr félagslegum samskiptum og myndast í gagnverkandi samspili félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Þeir eru forsenda heilbrigðis bæði einstaklinga og samfélags. Í gegnum samneyti við aðra – á milli tveggja einstaklinga eða hópa af fólki – verður fólk ekki einungis fyrir áhrifum af því sem sagt er, heldur ekki síður fyrir áhrifum af svipbrigðum, líkamstjáningu, lykt, snertingu, nánd og þeirri stemningu sem það skynjar í samskiptunum. Bein samskipti manna á milli hafa þannig mikla yfirburði yfir samskipti í gegnum skjái sem útmá mikilvægan hluta samskipta og áhrif þeirra. Rannsóknir í taugavísindum staðfesta mikilvægi beinna og heilbrigðra samskipta fyrir tengsl og líðan fólks. Slík samskipti hafa áhrif á heilastarfsemi fólks, og þar með líðan þess, þar sem þau örva myndun boðefna og hormóna, eins og dópamíns, oxytocíns, og endorfíns, sem auka vellíðan einstaklinga og samheldni manna á milli. Félagslegir töfrar eru þannig bæði raunverulegir og náttúrulegir þar sem áhrif þeirra eru allt í senn hugræn, tilfinningaleg, og líffræðileg. Félagsleg dvínun Félagslegum töfrum stendur ógn af ákveðinni þróun tengdri nútímavæðingunni, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir velsæld og hamingju fólks og heilbrigði samfélagsins. Sá tíðarandi sem svífur yfir vötnum þessi misserin einkennist af þeim ranghugmyndum að einstaklingar séu sjálfum sér nægir, þeir eigi ekki að ónáða aðra, að fólk sé vont, og að heimurinn sé hættulegur. Í slíkum tíðaranda þverra tengslin á milli fólks, sem skilur einstaklinga eftir meira einmana og utangátta. Þannig byggir hin svokallaða tæknilega skynsemisvæðing nútímans (e. technological rationalization) á upphafningu hugmynda um aukið hagræði og skilvirkni samfélagins á tæknilegum forsendum á kostnað félagslegra samskipta manna á milli, sem eru afgreidd sem óþarfa slæpingsháttur og tímasóun. Þessum hugmyndum óx fiskur um hrygg í Covid faraldrinum þar sem tæknilausnir fólu í sér meiri skilvirkni og áður óþekkt þægindi fyrir daglegt líf fólks. Fólk þurfti ekki lengur að fara út úr húsi til að vinna, versla eða eiga samskipti við aðra. En þessi þægindi hafa þær afdrifaríku aukaverkanir að það grefur undan þátttöku fólks í nærsamfélaginu og fólk einangrast heima hjá sér sem og innan bergmálshella internetsins. Þannig má almennt greina minni þátttöku fólks í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins nú en fyrir faraldurinn. Afleiðingar þess eru meðal annars aukin firring sem endurspeglast í auknum einmanaleika, angist og kvíða, og minni hamingju – sem fólk reynir þess í stað að kaupa af hinum ört stækkandi neysluiðnaði – sem og í auknum brestum í sjálfri samfélagsgerðinni. Í stóra samhengi hlutanna má halda því fram að á meðan hnattræn hlýnun ógnar öllu lífi á jörðinni, þá ógnar félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Félagsleg þátttaka sem forsenda hamingju Hamingja fólks getur falist í hinu og þessu. En grundvallarforsenda fyrir hamingju fólks liggur í félagslegum tengslum og félagslegu heilbrigði þess. Félagsleg þátttaka spilar þar lykilhlutverk. Félagsleg heilsa sem mótast af samveru, samvitund og samskiptum fólks, er ekki síður mikilvæg en líkamleg og andlega heilsa. Og jafnvel má segja að félagsleg heilsa sé forsenda annarrar heilsu. Samfélag þarf því að efla félagslega virkni fólks og skapa þannig forsendur fyrir myndun félagslegra töfra, með þvi að koma því saman en ekki einangra það. Það þarf að skapa fólki farveg til að tilheyra samfélagi með öðrum í gegnum aukna þátttöku í samfélaginu með tilheyrandi samveru og samskiptum. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra frekar en minni, þvert á það sem samfélagsþróunin gengur út á þessi misserin. Niðurstöður úr þekktri langtímarannsókn fræðafólks við Harvard háskóla á því hvað veitir fólki raunverulega hamingju í lífinu endurspeglar inntak þessarar greinar, en þar segir: „Góð samskipti gera okkur heilbrigðari og hamingjusamari. Punktur“. Til hamingju með Alþjóðlega hamingjudaginn! Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun