Innlent

Svona var Pall­borðið um of­beldisöldu hjá ung­mennum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gestir Pallborðsins verða Helga Þórðardóttir, Heimir Ríkarðsson, Elísa Ingólfsdóttir og Hermann Austmar.
Gestir Pallborðsins verða Helga Þórðardóttir, Heimir Ríkarðsson, Elísa Ingólfsdóttir og Hermann Austmar. Vísir/Sara

Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 

Nýlega var ráðist á tólf ára dreng í hverfinu sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér einn út að leika. Ungmenni hafa áreitt fólk við Mjóddina, þar á meðal kastaði ungur drengur gangstéttarhellu í höfuð manns þar, og í janúar skaut hópur ungmenna flugeldum í átt að fólki. 

Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. 

Foreldri hafa lýst ráðaleysi og að lítið sé brugðist við. Borgin segist hafa reynt ýmislegt og ástandið innan veggja skólanna sé orðið betra. Hins vegar sé erfiðara að stjórna því sem gerist utan skólans. 

Gestir Pallborðsins voru Hermann Austmar, faðir í Breiðholti, Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Elísa Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur og Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar.


Tengdar fréttir

Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin.  

Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið

Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×