Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2025 11:37 Inga Sæland segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölu Íslandsbanka. Vísir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vakti máls á því í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun að Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefði fyrr í vikunni mælt fyrir frumvarpi, til að klára sölu á Íslandsbanka. Hún sagðist fagna þessu en hafi á sama tíma furðað sig á því sem hún kallar U-beygju Flokks fólksins. Höfuð gullgæsarinnar hoggið af „Flokkurinn sem hefur áður vaðið á súðum í umræðunni um fyrri söluferli og sjaldan sparað stóru orðin í því samhengi. Hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra fór þar fremst í flokki, eins og oft áður,“ sagði Guðrún. „Þá voru orð á borð við – með leyfi forseta: „Nú á að höggva höfuðið af gullgæsinni og setja hana á grillið!“ látin falla.“ Benti hún eins á að eitt kosningaloforða flokksins væri að hann væri andsnúinn sölunni. „Hvað varð til þess að Flokkur fólksins skipti um skoðun í þessu ágæta máli?“ spurði Guðrún. Þessi sala verði til fyrirmyndar „Flokkur fólksins hefur ekki skipt um skoðun. Við teljum í rauninni að það hafi ekki verið ástæða til þess á meðan bankarnir okkar hafa verið að mala gull, og skila miklum arði inn í samfélagið okkar, þá höfum við alltaf verið á móti því að höggva höfuðið af gullgæsinni og skella henni á grillið,“ svaraði Inga. „Það hefur ekkert annað breyst heldur en bara algjörlega orðin stakkaskipti. Í stað þess að vera hrópandi inn í eyðimörkina í stjórnarandstöðu, eins og háttvirtur þingmaður Guðrún Hafsteinsdóttir mun fá að finna á eigin skinni næstu fjögur árin vonandi, er að við erum komin í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórnin ætli að fylgja eftir ágætum málum sem hún hafi erft. „Það hefur ekki komið til tals hjá núverandi ríkisstjórn að rífa upp fjárlögin eða eitt eða neitt slíkt, til að gjörbreyta öllum forsendum. Hins vegar eru gleðifréttirnar þær að þessi sala, hún mun verða til fyrirmyndar eins og hægt er, opin, allt uppi á borðum, engin mistök og það þarf enginn að segja af sér eftir hana.“ Alþingi Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00 „Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. 14. október 2024 13:48 Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. 18. janúar 2025 12:24 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vakti máls á því í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun að Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefði fyrr í vikunni mælt fyrir frumvarpi, til að klára sölu á Íslandsbanka. Hún sagðist fagna þessu en hafi á sama tíma furðað sig á því sem hún kallar U-beygju Flokks fólksins. Höfuð gullgæsarinnar hoggið af „Flokkurinn sem hefur áður vaðið á súðum í umræðunni um fyrri söluferli og sjaldan sparað stóru orðin í því samhengi. Hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra fór þar fremst í flokki, eins og oft áður,“ sagði Guðrún. „Þá voru orð á borð við – með leyfi forseta: „Nú á að höggva höfuðið af gullgæsinni og setja hana á grillið!“ látin falla.“ Benti hún eins á að eitt kosningaloforða flokksins væri að hann væri andsnúinn sölunni. „Hvað varð til þess að Flokkur fólksins skipti um skoðun í þessu ágæta máli?“ spurði Guðrún. Þessi sala verði til fyrirmyndar „Flokkur fólksins hefur ekki skipt um skoðun. Við teljum í rauninni að það hafi ekki verið ástæða til þess á meðan bankarnir okkar hafa verið að mala gull, og skila miklum arði inn í samfélagið okkar, þá höfum við alltaf verið á móti því að höggva höfuðið af gullgæsinni og skella henni á grillið,“ svaraði Inga. „Það hefur ekkert annað breyst heldur en bara algjörlega orðin stakkaskipti. Í stað þess að vera hrópandi inn í eyðimörkina í stjórnarandstöðu, eins og háttvirtur þingmaður Guðrún Hafsteinsdóttir mun fá að finna á eigin skinni næstu fjögur árin vonandi, er að við erum komin í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórnin ætli að fylgja eftir ágætum málum sem hún hafi erft. „Það hefur ekki komið til tals hjá núverandi ríkisstjórn að rífa upp fjárlögin eða eitt eða neitt slíkt, til að gjörbreyta öllum forsendum. Hins vegar eru gleðifréttirnar þær að þessi sala, hún mun verða til fyrirmyndar eins og hægt er, opin, allt uppi á borðum, engin mistök og það þarf enginn að segja af sér eftir hana.“
Alþingi Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00 „Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. 14. október 2024 13:48 Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. 18. janúar 2025 12:24 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00
„Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. 14. október 2024 13:48
Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. 18. janúar 2025 12:24