Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. mars 2025 14:16 Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag. Lögfesting samningsins verður gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk hér á landi og sannkallaður stóráfangi í réttindabaráttunni. ÖBÍ hefur barist fyrir lögfestingunni í 27 ár og er mikið gleðiefni að nú sjái fyrir endann á þeirri baráttu. Hvað er þessi samningur? SRFF var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum í mars 2007. Samningurinn var svo fullgiltur hér á landi í september 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra og efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þess. Þetta er fyrst og fremst jafnréttissamningur og gengur út á að aðildarríki samningsins skuldbindi sig til að vinna að jöfnum rétti og tækifærum allra óháð fötlun. Lesa má íslenska þýðingu samningsins með því að smella á þennan hlekk. Lögfesting samningsins, sem nú er komin til meðferðar á Alþingi, snýst um að festa ákvæði SRFF í íslensk lög. Þannig verður tryggt að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti, til dæmis fyrir dómstólum. Undanfarin ár hefur ÖBÍ unnið markvisst með beinum og óbeinum hætti að tryggja öllu fötluðu fólki á Íslandi, óháð skerðingum, kynjum, aldri eða stöðu að öðru leiti, öll þau réttindi sem felast í samningnum. Það hefur verið gert með ýmsum hætti eins og með fræðslu, fundum og bréfaskriftum til ráðamanna, umsögnum, undirskriftasöfnunum, kynningum, markaðsherferðum, alþjóðlegu samstarfi og ritun svokallaðrar skuggaskýrslu. Og hvað svo? Þótt lögfesting SRFF sé mikið framfaraskref er ekki þar með sagt að með henni vinnist fullnaðarsigur í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Enn þarf að tryggja að ríki og sveitarfélög uppfylli ákvæði samningsins. Þingsályktun um landsáætlun um innleiðingu á SRFF var samþykkt á Alþingi í mars 2024 og innihélt hún 60 aðgerðir. Þetta var í fyrsta sinn sem samþykkt var heildstæð stefna í málefnum fatlaðs fólks. Staða fatlaðs fólks í íslensku samfélagi er almennt verri en annarra, skýrar niðurstöður um það hafa birst í rannsóknum sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök og þá endurspeglar skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks alvarlega stöðu þess í samfélaginu. Nýlegar skýrslur Ríkisendurskoðunar og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála varpa sömuleiðis alvarlegu ljósi á stöðu lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga til handa fötluðu fólki, eða öllu heldur skorti á þjónustu. Því er mikilvægt að halda áfram vinnu að því að tryggja lögbundna þjónustu, raunverulegt jafnrétti og réttlæti fyrir fatlað fólk á Íslandi og hvetja ÖBÍ ríki og sveitarfélög að vinna vel saman ÖBÍ réttindasamstörf fagna lögfestingu SRFF og eru reiðubúin til samstarfs um að tryggja að Ísland uppfylli ákvæði samningsins. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag. Lögfesting samningsins verður gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk hér á landi og sannkallaður stóráfangi í réttindabaráttunni. ÖBÍ hefur barist fyrir lögfestingunni í 27 ár og er mikið gleðiefni að nú sjái fyrir endann á þeirri baráttu. Hvað er þessi samningur? SRFF var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum í mars 2007. Samningurinn var svo fullgiltur hér á landi í september 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra og efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þess. Þetta er fyrst og fremst jafnréttissamningur og gengur út á að aðildarríki samningsins skuldbindi sig til að vinna að jöfnum rétti og tækifærum allra óháð fötlun. Lesa má íslenska þýðingu samningsins með því að smella á þennan hlekk. Lögfesting samningsins, sem nú er komin til meðferðar á Alþingi, snýst um að festa ákvæði SRFF í íslensk lög. Þannig verður tryggt að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti, til dæmis fyrir dómstólum. Undanfarin ár hefur ÖBÍ unnið markvisst með beinum og óbeinum hætti að tryggja öllu fötluðu fólki á Íslandi, óháð skerðingum, kynjum, aldri eða stöðu að öðru leiti, öll þau réttindi sem felast í samningnum. Það hefur verið gert með ýmsum hætti eins og með fræðslu, fundum og bréfaskriftum til ráðamanna, umsögnum, undirskriftasöfnunum, kynningum, markaðsherferðum, alþjóðlegu samstarfi og ritun svokallaðrar skuggaskýrslu. Og hvað svo? Þótt lögfesting SRFF sé mikið framfaraskref er ekki þar með sagt að með henni vinnist fullnaðarsigur í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Enn þarf að tryggja að ríki og sveitarfélög uppfylli ákvæði samningsins. Þingsályktun um landsáætlun um innleiðingu á SRFF var samþykkt á Alþingi í mars 2024 og innihélt hún 60 aðgerðir. Þetta var í fyrsta sinn sem samþykkt var heildstæð stefna í málefnum fatlaðs fólks. Staða fatlaðs fólks í íslensku samfélagi er almennt verri en annarra, skýrar niðurstöður um það hafa birst í rannsóknum sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök og þá endurspeglar skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks alvarlega stöðu þess í samfélaginu. Nýlegar skýrslur Ríkisendurskoðunar og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála varpa sömuleiðis alvarlegu ljósi á stöðu lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga til handa fötluðu fólki, eða öllu heldur skorti á þjónustu. Því er mikilvægt að halda áfram vinnu að því að tryggja lögbundna þjónustu, raunverulegt jafnrétti og réttlæti fyrir fatlað fólk á Íslandi og hvetja ÖBÍ ríki og sveitarfélög að vinna vel saman ÖBÍ réttindasamstörf fagna lögfestingu SRFF og eru reiðubúin til samstarfs um að tryggja að Ísland uppfylli ákvæði samningsins. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun