Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar 22. mars 2025 22:30 Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Ekki er útskýrt hvað átt er við með ástarsambandi (og hvorki fréttastofa RÚV né fréttakonan sem skrifaði fréttina hafa svarað ítrekuðum spurningum mínum um það, og hvað þau hafi haft fyrir sér um aldur drengsins). En eðlilegur skilningur á því sem þarna stendur er auðvitað að um kynferðislegt samband hafi verið að ræða þegar drengurinn var 15 ára (enda er það skilningur mikils fjölda fólks á samfélagsmiðlum síðustu daga). Nú vill svo til að kynferðislegur sjálfræðisaldur var á þessum tíma 14 ár, og er 15 ár núna, svo ekki var sjálfkrafa neitt við það að athuga að þessar tvær manneskjur ættu kynlíf saman, enda ekkert sem bendir til þvingunar eða tælingar í því sambandi. Það er samt ámælisvert að RÚV lætur líta út eins og kynlífið hafi hafist meðan drengurinn var 15 ára, þótt erfitt sé að ímynda sér, og engar skýringar gefnar í þá átt, að fréttafólk RÚV gæti hafa vitað með vissu hvenær þetta kynlíf hófst. Það eina sem hægt er að slá föstu í því máli er að það hljóti að hafa hafist a.m.k. níu mánuðum eða svo fyrir fæðingu barnsins. En af upplýsingum sem hver sem er getur aflað sér á netinu er ljóst að getnaðurinn getur ekki hafa átt sér stað fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára, því barnið fæddist tíu og hálfum mánuði síðar. Annað sem RÚV staðhæfir í þessari frétt er að Ásthildur hafi leitt unglingastarf í hópnum þar sem þau kynntust. Þessu hefur Ásthildur mótmælt, og ekkert hefur komið fram sem bendir til að það sé rangt hjá henni. Fréttastofa RÚV lætur sem sagt líta út eins og Ásthildur hafi stundað kynlíf með 15 ára dreng, sem ekkert virðist geta staðfest að hafi gerst áður en hann varð 16 ára, og útskýrir ekki hvernig komist er að þeirri niðurstöðu. Og gefur auk þess í skyn að að Ásthildur hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvart honum, sem ekkert virðist heldur styðja. Auðvitað er hugsanlegt að RÚV hafi undir höndum aðrar heimildir en þær sem sagt hefur verið frá, en þá hefði auðvitað átt að skýra frá þeim fyrir löngu. Og vandséð er hvernig RÚV ætti að geta hafa gengið úr skugga um með óyggjandi hætti nákvæmlega hvenær kynlífið hófst. Meðan þetta er ekki útskýrt, eða dregið tilbaka, er það augljós ályktun að RÚV hafi brugðist gersamlega skyldum sínum, og siðareglum blaðamanna. Það er alltaf alvarlegt mál, en alveg sérstaklega alvarlegt þegar óheiðarleg frásögn af atvikum sem ekki fólu í sér neitt sem virðist vera lögbrot leiðir af sér jafn afdrifaríka og fyrirséða hluti og raun varð á. Ekki var heldur um að ræða neitt ósæmilegt, nema ef til vill í hugum óforbetranlegra siðapostula sem finnst þeir eiga að fá að vera með nefið ofan í nærbuxum annars fólks. Það ætti kannski ekki að reka fréttakonuna fyrir þetta upphlaup — fólk á að fá annað tækifæri þegar það gerir mistök. En væri ég fréttastjórinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, myndi ég velta alvarlega fyrir mér að segja af mér sem slíkur. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Ekki er útskýrt hvað átt er við með ástarsambandi (og hvorki fréttastofa RÚV né fréttakonan sem skrifaði fréttina hafa svarað ítrekuðum spurningum mínum um það, og hvað þau hafi haft fyrir sér um aldur drengsins). En eðlilegur skilningur á því sem þarna stendur er auðvitað að um kynferðislegt samband hafi verið að ræða þegar drengurinn var 15 ára (enda er það skilningur mikils fjölda fólks á samfélagsmiðlum síðustu daga). Nú vill svo til að kynferðislegur sjálfræðisaldur var á þessum tíma 14 ár, og er 15 ár núna, svo ekki var sjálfkrafa neitt við það að athuga að þessar tvær manneskjur ættu kynlíf saman, enda ekkert sem bendir til þvingunar eða tælingar í því sambandi. Það er samt ámælisvert að RÚV lætur líta út eins og kynlífið hafi hafist meðan drengurinn var 15 ára, þótt erfitt sé að ímynda sér, og engar skýringar gefnar í þá átt, að fréttafólk RÚV gæti hafa vitað með vissu hvenær þetta kynlíf hófst. Það eina sem hægt er að slá föstu í því máli er að það hljóti að hafa hafist a.m.k. níu mánuðum eða svo fyrir fæðingu barnsins. En af upplýsingum sem hver sem er getur aflað sér á netinu er ljóst að getnaðurinn getur ekki hafa átt sér stað fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára, því barnið fæddist tíu og hálfum mánuði síðar. Annað sem RÚV staðhæfir í þessari frétt er að Ásthildur hafi leitt unglingastarf í hópnum þar sem þau kynntust. Þessu hefur Ásthildur mótmælt, og ekkert hefur komið fram sem bendir til að það sé rangt hjá henni. Fréttastofa RÚV lætur sem sagt líta út eins og Ásthildur hafi stundað kynlíf með 15 ára dreng, sem ekkert virðist geta staðfest að hafi gerst áður en hann varð 16 ára, og útskýrir ekki hvernig komist er að þeirri niðurstöðu. Og gefur auk þess í skyn að að Ásthildur hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvart honum, sem ekkert virðist heldur styðja. Auðvitað er hugsanlegt að RÚV hafi undir höndum aðrar heimildir en þær sem sagt hefur verið frá, en þá hefði auðvitað átt að skýra frá þeim fyrir löngu. Og vandséð er hvernig RÚV ætti að geta hafa gengið úr skugga um með óyggjandi hætti nákvæmlega hvenær kynlífið hófst. Meðan þetta er ekki útskýrt, eða dregið tilbaka, er það augljós ályktun að RÚV hafi brugðist gersamlega skyldum sínum, og siðareglum blaðamanna. Það er alltaf alvarlegt mál, en alveg sérstaklega alvarlegt þegar óheiðarleg frásögn af atvikum sem ekki fólu í sér neitt sem virðist vera lögbrot leiðir af sér jafn afdrifaríka og fyrirséða hluti og raun varð á. Ekki var heldur um að ræða neitt ósæmilegt, nema ef til vill í hugum óforbetranlegra siðapostula sem finnst þeir eiga að fá að vera með nefið ofan í nærbuxum annars fólks. Það ætti kannski ekki að reka fréttakonuna fyrir þetta upphlaup — fólk á að fá annað tækifæri þegar það gerir mistök. En væri ég fréttastjórinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, myndi ég velta alvarlega fyrir mér að segja af mér sem slíkur. Höfundur er ekkert sérstakt.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun