Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. mars 2025 07:32 Fjallað var um það á vef utanríkisráðuneytisins fyrir helgi að íslenzkir útflytjendur hefðu notið minnst 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári í gegnum EES-samninginn og fríverzlunarsamninga sem gerðir hafa verið á grundvelli aðildar Íslands að EFTA samkvæmt úttekt ráðuneytisins, Skattsins og skrifstofu EFTA í Brussel. Þar af mætti rekja 26,6 milljarða til fríðinda vegna EES-samningsins og tengdra viðskiptasamninga við Evrópusambandið. Fram kom enn fremur að úttektin sýndi fram á tollsparnað að andvirði 14,6 milljarða króna vegna útflutnings á áli til Evrópusambandsins og 12 milljarða tollsparnað af útflutningi sjávarafurða til sambandsins og Bretlands. Mögulega gæti einhver hrapað að þeirri ályktun að úttektin væri til marks um ávinning af aðildinni að EES-samningnum en svo er þó ekki í raun nema að litlu leyti þar sem stærstur hluti þessara tollkjara var þegar til staðar fyrir daga samningsins. Komið var þannig á fullt tollfrelsi fyrir útfluttar iðnaðarvörur, þar á meðal ál, um 1980 í gegnum fríverzlunarsamning Íslands við Evrópusambandið (þá Efnahagsbandalag Evrópu) frá 1972 sem enn er í fullu gildi. Hið sama átti við um stóran hluta útfluttra sjávarafurða. Fyrir vikið hefur útflutningur á þeim til sambandsins farið fram á grundvelli fríverzlunarsamningsins í gegnum bókun 9 við EES-samninginn sem kveður á um að gilda skuli hagstæðustu kjör sem samið hafi verið um. Með orðalaginu um viðskiptasamninga tengda EES-samningnum er verið að vísa til fríverzlunarsamningsins frá 1972 auk tvíhliða samnings við Evrópusambandið frá 2018 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir. Fríverzlunarsamningurinn er alls óháður EES-samningnum og heyrði sá síðarnefndi sögunni til yrði hinn fyrir vikið áfram í gildi. Áðurnefnd 26,6 milljarða króna tollfríðindi yrðu þannig áfram fyrir hendi að mestu leyti þó EES-samningsins nyti ekki lengur við. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að við Íslendingar höfum aldrei notið fulls tollfrelsis með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Á sama tíma hefur Evrópusambandið samið um fullt tollfrelsi með sjávarafurðir við Kanada, Japan og Bretland í gegnum víðtæka fríverzlunarsamninga eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ítrekaðar tilraunir stjórnvalda á undanförnum árum til þess að fá sömu tollakjör í gegnum EES-samninginn hafa ekki skilað árangri. Með öðrum orðum er ljóst að ávinningur Íslands af EES-samningnum með tilliti til tollfríðinda umfram fríverzlunarsamninginn frá 1972 er ekki sérlega mikill í stóra samhenginu. Mögulega í kringum fjórir milljarðar. Álíka og í tilfelli Bretlands eins. Á móti er gríðarlegur kostnaður af aðildinni að samningnum vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu sem taka þarf upp í gegnum hann fyrir utan vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum sem ekki verður metið til fjár. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fjallað var um það á vef utanríkisráðuneytisins fyrir helgi að íslenzkir útflytjendur hefðu notið minnst 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári í gegnum EES-samninginn og fríverzlunarsamninga sem gerðir hafa verið á grundvelli aðildar Íslands að EFTA samkvæmt úttekt ráðuneytisins, Skattsins og skrifstofu EFTA í Brussel. Þar af mætti rekja 26,6 milljarða til fríðinda vegna EES-samningsins og tengdra viðskiptasamninga við Evrópusambandið. Fram kom enn fremur að úttektin sýndi fram á tollsparnað að andvirði 14,6 milljarða króna vegna útflutnings á áli til Evrópusambandsins og 12 milljarða tollsparnað af útflutningi sjávarafurða til sambandsins og Bretlands. Mögulega gæti einhver hrapað að þeirri ályktun að úttektin væri til marks um ávinning af aðildinni að EES-samningnum en svo er þó ekki í raun nema að litlu leyti þar sem stærstur hluti þessara tollkjara var þegar til staðar fyrir daga samningsins. Komið var þannig á fullt tollfrelsi fyrir útfluttar iðnaðarvörur, þar á meðal ál, um 1980 í gegnum fríverzlunarsamning Íslands við Evrópusambandið (þá Efnahagsbandalag Evrópu) frá 1972 sem enn er í fullu gildi. Hið sama átti við um stóran hluta útfluttra sjávarafurða. Fyrir vikið hefur útflutningur á þeim til sambandsins farið fram á grundvelli fríverzlunarsamningsins í gegnum bókun 9 við EES-samninginn sem kveður á um að gilda skuli hagstæðustu kjör sem samið hafi verið um. Með orðalaginu um viðskiptasamninga tengda EES-samningnum er verið að vísa til fríverzlunarsamningsins frá 1972 auk tvíhliða samnings við Evrópusambandið frá 2018 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir. Fríverzlunarsamningurinn er alls óháður EES-samningnum og heyrði sá síðarnefndi sögunni til yrði hinn fyrir vikið áfram í gildi. Áðurnefnd 26,6 milljarða króna tollfríðindi yrðu þannig áfram fyrir hendi að mestu leyti þó EES-samningsins nyti ekki lengur við. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að við Íslendingar höfum aldrei notið fulls tollfrelsis með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Á sama tíma hefur Evrópusambandið samið um fullt tollfrelsi með sjávarafurðir við Kanada, Japan og Bretland í gegnum víðtæka fríverzlunarsamninga eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ítrekaðar tilraunir stjórnvalda á undanförnum árum til þess að fá sömu tollakjör í gegnum EES-samninginn hafa ekki skilað árangri. Með öðrum orðum er ljóst að ávinningur Íslands af EES-samningnum með tilliti til tollfríðinda umfram fríverzlunarsamninginn frá 1972 er ekki sérlega mikill í stóra samhenginu. Mögulega í kringum fjórir milljarðar. Álíka og í tilfelli Bretlands eins. Á móti er gríðarlegur kostnaður af aðildinni að samningnum vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu sem taka þarf upp í gegnum hann fyrir utan vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum sem ekki verður metið til fjár. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun