Púað á Butler í endurkomunni til Miami Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2025 13:01 Jimmy Butler átti erfitt uppdráttar á sínum gamla heimavelli. getty/Rich Storry Jimmy Butler átti enga draumaendurkomu til Miami þegar Golden State Warriors steinlá fyrir Heat, 112-86, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Butler var skipt frá Miami til Golden State í byrjun síðasta mánaðar. Skilnaðurinn við Miami var ekki beint í góðu en félagið setti Butler meðal annars í bann áður en honum var skipt til Golden State. Fyrir leikinn heiðraði Miami Butler samt með fjörutíu sekúnda myndbandi með helstu tilþrifum hans fyrir liðið. Hann gekk í raðir þess 2019 og fór tvívegis með því í úrslit um meistaratitilinn. Jimmy Butler acknowledged the crowd in his return to Miami 🔥 pic.twitter.com/JXNkVHHUGf— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 25, 2025 Eftir að myndbandið hafði verið spilað og Butler var kynntur til leiks púuðu áhorfendur í Kaseya Center á hann. Þeir héldu því áfram eftir að leikurinn fór af stað og Butler fékk að heyra það í hvert einasta sinn sem hann snerti boltann. Butler skoraði aðeins ellefu stig og tók sex fráköst í leiknum sem Miami vann örugglega. Stephen Curry lék ekki með Golden State vegna meiðsla. „Mér þykir mjög vænt um stuðningsmennina. Myndbandið var gott. Ég segi ekki að það hafi verið miklar tilfinningar. Ég var í jafnvægi þegar ég fór inn í leikinn. Við vildum vinna en þetta fór ekki eins og við ætluðum,“ sagði Butler eftir leikinn. „Með myndbandinu rifjuðust upp fyrir mér góðir tímar þegar ég klæddist treyju Miami Heat. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma, hann hjálpaði mér að verða leikmaðurinn sem ég er, einstaklingurinn sem ég er í deildinni, liðsfélagi, leiðtogi, allt það. Ég held að ég væri ekki sá sem ég er í dag án tækifærisins hér.“ Bam Adebayo skoraði 27 stig fyrir Miami en sex leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Miami-menn hittu úr sautján af 25 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Golden State hefur gengið vel eftir að Butler kom til liðsins. Í nítján leikjum með Stríðsmönnunum hefur hann skorað 17,6 stig, tekið 6,1 frákast og gefið 6,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira
Butler var skipt frá Miami til Golden State í byrjun síðasta mánaðar. Skilnaðurinn við Miami var ekki beint í góðu en félagið setti Butler meðal annars í bann áður en honum var skipt til Golden State. Fyrir leikinn heiðraði Miami Butler samt með fjörutíu sekúnda myndbandi með helstu tilþrifum hans fyrir liðið. Hann gekk í raðir þess 2019 og fór tvívegis með því í úrslit um meistaratitilinn. Jimmy Butler acknowledged the crowd in his return to Miami 🔥 pic.twitter.com/JXNkVHHUGf— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 25, 2025 Eftir að myndbandið hafði verið spilað og Butler var kynntur til leiks púuðu áhorfendur í Kaseya Center á hann. Þeir héldu því áfram eftir að leikurinn fór af stað og Butler fékk að heyra það í hvert einasta sinn sem hann snerti boltann. Butler skoraði aðeins ellefu stig og tók sex fráköst í leiknum sem Miami vann örugglega. Stephen Curry lék ekki með Golden State vegna meiðsla. „Mér þykir mjög vænt um stuðningsmennina. Myndbandið var gott. Ég segi ekki að það hafi verið miklar tilfinningar. Ég var í jafnvægi þegar ég fór inn í leikinn. Við vildum vinna en þetta fór ekki eins og við ætluðum,“ sagði Butler eftir leikinn. „Með myndbandinu rifjuðust upp fyrir mér góðir tímar þegar ég klæddist treyju Miami Heat. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma, hann hjálpaði mér að verða leikmaðurinn sem ég er, einstaklingurinn sem ég er í deildinni, liðsfélagi, leiðtogi, allt það. Ég held að ég væri ekki sá sem ég er í dag án tækifærisins hér.“ Bam Adebayo skoraði 27 stig fyrir Miami en sex leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Miami-menn hittu úr sautján af 25 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Golden State hefur gengið vel eftir að Butler kom til liðsins. Í nítján leikjum með Stríðsmönnunum hefur hann skorað 17,6 stig, tekið 6,1 frákast og gefið 6,5 stoðsendingar að meðaltali.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira