Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 11:31 Emil Karel Einarsson mun væntanlega aldrei gleyma stundinni góðu vorið 2021 þegar Þór Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda margrét „Kannski hringir Lalli [Lárus Jónsson, þjálfari] á næsta ári og býður mér millu, þá þarf ég að vera í standi,“ grínaðist Emil Karel Einarsson þegar hann ræddi um þá ákvörðun sína að hætta í körfubolta. Emil Karel, sem verið hefur einn af burðarásum Þórs í Þorlákshöfn um árabil, lék sinn síðasta leik á fimmtudaginn þegar það réðst endanlega að Þór færi ekki í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. Hann fór yfir ákvörðun sína í beinni útsendingu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og tók við ráðleggingum Teits Örlygssonar um að halda sér í formi og eiga síðar kost á því að spila fleiri leiki fyrir Þór þó að hann fyndi fyrir þreytu núna. „Ég var að pæla í að taka pásu eftir síðasta tímabil eða þá að taka eitt í viðbót. Ég er í fullri vinnu, með tvö börn undir tveggja ára, svo maður sefur ekki mikið og hefur ekki mikinn tíma til að æfa. Maður finnur að þreytan í gegnum síðustu tvö tímabil er farin að ná til manns,“ sagði Emil í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Karel ræddi um ákvörðun sína Þór tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og komst ekki í úrslitakeppnina en liðið hefði einnig þurft á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum að halda. „Þetta er svolítið skrýtið. Það var kannski ekki svo mikið undir í leiknum [við Keflavík], út af því að við áttum svo litla möguleika, en ég var mjög stressaður fyrir leikinn sem er eitthvað sem maður upplifir ekki oft fyrir deildarleiki,“ sagði Emil um lokaleikinn. Enginn vafi um hápunkt ferilsins „Maður er að taka þetta inn en mér líður ágætlega eins og er. En þegar kemur fram í september eða október fer maður kannski að finna meira fyrir þessu,“ bætti hann við. Lokatímabil Emils fór ekki eins og Þórsarar hefðu kosið: „Þetta var svolítið erfitt. Það var alltaf einn og einn að koma og við að byrja frá núllpunkti. Það er andlega lýjandi að byggja alltaf upp á nýtt. Við náðum aldrei takti. Svo voru mörg töp eftir áramót með 1-2 stigum, með flautukörfum sem féllu ekki með okkur, og það tók líka andann úr manni,“ sagði Emil sem þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður um hápunktinn á ferlinum: „Það myndi vera Íslandsmeistaratitilinn 2021. Það er klárt mál. Rosaleg upplifun og maður mun aldrei gleyma því að hafa lyft þeim stóra, á heimavelli. Það var extra sætt.“ Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Emil Karel, sem verið hefur einn af burðarásum Þórs í Þorlákshöfn um árabil, lék sinn síðasta leik á fimmtudaginn þegar það réðst endanlega að Þór færi ekki í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. Hann fór yfir ákvörðun sína í beinni útsendingu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og tók við ráðleggingum Teits Örlygssonar um að halda sér í formi og eiga síðar kost á því að spila fleiri leiki fyrir Þór þó að hann fyndi fyrir þreytu núna. „Ég var að pæla í að taka pásu eftir síðasta tímabil eða þá að taka eitt í viðbót. Ég er í fullri vinnu, með tvö börn undir tveggja ára, svo maður sefur ekki mikið og hefur ekki mikinn tíma til að æfa. Maður finnur að þreytan í gegnum síðustu tvö tímabil er farin að ná til manns,“ sagði Emil í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Karel ræddi um ákvörðun sína Þór tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og komst ekki í úrslitakeppnina en liðið hefði einnig þurft á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum að halda. „Þetta er svolítið skrýtið. Það var kannski ekki svo mikið undir í leiknum [við Keflavík], út af því að við áttum svo litla möguleika, en ég var mjög stressaður fyrir leikinn sem er eitthvað sem maður upplifir ekki oft fyrir deildarleiki,“ sagði Emil um lokaleikinn. Enginn vafi um hápunkt ferilsins „Maður er að taka þetta inn en mér líður ágætlega eins og er. En þegar kemur fram í september eða október fer maður kannski að finna meira fyrir þessu,“ bætti hann við. Lokatímabil Emils fór ekki eins og Þórsarar hefðu kosið: „Þetta var svolítið erfitt. Það var alltaf einn og einn að koma og við að byrja frá núllpunkti. Það er andlega lýjandi að byggja alltaf upp á nýtt. Við náðum aldrei takti. Svo voru mörg töp eftir áramót með 1-2 stigum, með flautukörfum sem féllu ekki með okkur, og það tók líka andann úr manni,“ sagði Emil sem þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður um hápunktinn á ferlinum: „Það myndi vera Íslandsmeistaratitilinn 2021. Það er klárt mál. Rosaleg upplifun og maður mun aldrei gleyma því að hafa lyft þeim stóra, á heimavelli. Það var extra sætt.“
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira