Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 11:31 Emil Karel Einarsson mun væntanlega aldrei gleyma stundinni góðu vorið 2021 þegar Þór Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda margrét „Kannski hringir Lalli [Lárus Jónsson, þjálfari] á næsta ári og býður mér millu, þá þarf ég að vera í standi,“ grínaðist Emil Karel Einarsson þegar hann ræddi um þá ákvörðun sína að hætta í körfubolta. Emil Karel, sem verið hefur einn af burðarásum Þórs í Þorlákshöfn um árabil, lék sinn síðasta leik á fimmtudaginn þegar það réðst endanlega að Þór færi ekki í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. Hann fór yfir ákvörðun sína í beinni útsendingu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og tók við ráðleggingum Teits Örlygssonar um að halda sér í formi og eiga síðar kost á því að spila fleiri leiki fyrir Þór þó að hann fyndi fyrir þreytu núna. „Ég var að pæla í að taka pásu eftir síðasta tímabil eða þá að taka eitt í viðbót. Ég er í fullri vinnu, með tvö börn undir tveggja ára, svo maður sefur ekki mikið og hefur ekki mikinn tíma til að æfa. Maður finnur að þreytan í gegnum síðustu tvö tímabil er farin að ná til manns,“ sagði Emil í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Karel ræddi um ákvörðun sína Þór tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og komst ekki í úrslitakeppnina en liðið hefði einnig þurft á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum að halda. „Þetta er svolítið skrýtið. Það var kannski ekki svo mikið undir í leiknum [við Keflavík], út af því að við áttum svo litla möguleika, en ég var mjög stressaður fyrir leikinn sem er eitthvað sem maður upplifir ekki oft fyrir deildarleiki,“ sagði Emil um lokaleikinn. Enginn vafi um hápunkt ferilsins „Maður er að taka þetta inn en mér líður ágætlega eins og er. En þegar kemur fram í september eða október fer maður kannski að finna meira fyrir þessu,“ bætti hann við. Lokatímabil Emils fór ekki eins og Þórsarar hefðu kosið: „Þetta var svolítið erfitt. Það var alltaf einn og einn að koma og við að byrja frá núllpunkti. Það er andlega lýjandi að byggja alltaf upp á nýtt. Við náðum aldrei takti. Svo voru mörg töp eftir áramót með 1-2 stigum, með flautukörfum sem féllu ekki með okkur, og það tók líka andann úr manni,“ sagði Emil sem þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður um hápunktinn á ferlinum: „Það myndi vera Íslandsmeistaratitilinn 2021. Það er klárt mál. Rosaleg upplifun og maður mun aldrei gleyma því að hafa lyft þeim stóra, á heimavelli. Það var extra sætt.“ Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Emil Karel, sem verið hefur einn af burðarásum Þórs í Þorlákshöfn um árabil, lék sinn síðasta leik á fimmtudaginn þegar það réðst endanlega að Þór færi ekki í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. Hann fór yfir ákvörðun sína í beinni útsendingu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og tók við ráðleggingum Teits Örlygssonar um að halda sér í formi og eiga síðar kost á því að spila fleiri leiki fyrir Þór þó að hann fyndi fyrir þreytu núna. „Ég var að pæla í að taka pásu eftir síðasta tímabil eða þá að taka eitt í viðbót. Ég er í fullri vinnu, með tvö börn undir tveggja ára, svo maður sefur ekki mikið og hefur ekki mikinn tíma til að æfa. Maður finnur að þreytan í gegnum síðustu tvö tímabil er farin að ná til manns,“ sagði Emil í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Karel ræddi um ákvörðun sína Þór tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og komst ekki í úrslitakeppnina en liðið hefði einnig þurft á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum að halda. „Þetta er svolítið skrýtið. Það var kannski ekki svo mikið undir í leiknum [við Keflavík], út af því að við áttum svo litla möguleika, en ég var mjög stressaður fyrir leikinn sem er eitthvað sem maður upplifir ekki oft fyrir deildarleiki,“ sagði Emil um lokaleikinn. Enginn vafi um hápunkt ferilsins „Maður er að taka þetta inn en mér líður ágætlega eins og er. En þegar kemur fram í september eða október fer maður kannski að finna meira fyrir þessu,“ bætti hann við. Lokatímabil Emils fór ekki eins og Þórsarar hefðu kosið: „Þetta var svolítið erfitt. Það var alltaf einn og einn að koma og við að byrja frá núllpunkti. Það er andlega lýjandi að byggja alltaf upp á nýtt. Við náðum aldrei takti. Svo voru mörg töp eftir áramót með 1-2 stigum, með flautukörfum sem féllu ekki með okkur, og það tók líka andann úr manni,“ sagði Emil sem þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður um hápunktinn á ferlinum: „Það myndi vera Íslandsmeistaratitilinn 2021. Það er klárt mál. Rosaleg upplifun og maður mun aldrei gleyma því að hafa lyft þeim stóra, á heimavelli. Það var extra sætt.“
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti