Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 2. apríl 2025 11:32 Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli. Áhrif samfélagsmiðla geta verið ógnvænleg, fyrir börn og fullorðna. Hinir fullorðnu þurfa að skoða eigin umgengni um miðlana. Það er ekki náttúrulögmál að Facebook sé miðlægt fyrir öll félagsleg samskipti. Heimildarmyndin Social Dilemma (2020) var viðvörun og nú bætist við bók Sarah Wynn-Williams, Careless People, um hugarfarið í stjórnun þessa stærsta samfélagsmiðils heims. Hagur fólks og réttlátt samfélag er ekki í fyrirrúmi, athygli og ánetjun er hin dýrmæta söluvara. Það er kominn tími til að ræða hvað við getum gert. Er til dæmis eðlilegt að reikningur á Facebook sé forsenda fyrir þátttöku í félagsstarfi á Íslandi? Er þörf á samfélagsmiðlum? Ef já, þá til hvers? Hver væri óskastaðan? Mér þykir ástæða til að birta kveðjuorð mín við útskrift frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 2019. Þótt fimm ár séu liðin eru skilaboðin jafngild. Ég hef breytt nöfnum nemendanna. Kæru nemendur Stolt foreldra ykkar og ástvina, framtíð þjóðarinnar, óendanlegt dýrmæti! Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu máttug þið eruð? Hvert og eitt ykkar býr yfir miklum krafti til að hafa áhrif. Og ef nokkur ykkar tækju sig saman, gætuð þið breytt heiminum. Hin unga sænska stúlka, Greta Thunberg, er gott dæmi um það hvernig hægt er að breyta heiminum. Hvernig virkjum við kraftinn sem í okkur býr? Með því að verja reglulega tíma með okkur sjálfum. Því okkar innri rödd segir okkur hvað skiptir mestu máli. Gyrðir Elíasson fjallar í ljóði um mátt einverunnar: Hugleiðing Líklega er einmanaleikinn nokkuð góður kennari ef maður heldur það út að sitja í langdregnum tímunum hjá honum En hann mætti forfallast oftar mín vegna Það er svo magnað að bestu fáanlegar kennslustundir eru stundir sem við eyðum með okkur sjálfum. Best er að ganga eða dvelja úti í náttúrunni og hafa engin hljóð í eyrunum. Þá heyrum við eintal sálar okkar. Úr einverunni fáum við svör við því sem skiptir máli í lífinu. Verið dugleg að sækja kennslustundir hjá einmanaleikanum! En passið ykkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Sjálf hef ég lokað öllum reikningum á samfélagsmiðlum. Tók þátt í Facebook frá upphafi stofnaði reikning 2007 og hafði stofnað My space-reikning þar á undan. Þá var þetta spennandi, tákn um nýja tíma, saklaust. Síðan breyttist sýn mín á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Mér finnst ískyggilegt að nokkrir einstaklingar úti í heimi, sem eiga þessa stóru samfélagsmiðla hafi upplýsingar í höndunum um okkur öll og séu sífellt að gera sálfræðitilraunir á okkur – að þeir noti bestu fáanlega þekkingu til stýra hegðun okkar – taki jafnvel þátt í að leiða okkur á villigötur. Og að við skulum af fúsum og frjálsum vilja leyfa þeim að nota okkur! Ég lokaði reikningum mínum þann 14. júlí fyrir ári síðan. Á degi frönsku byltingarinnar, degi sem er táknrænn fyrir lýðræðið sem við lifum í hér á Vesturlöndum og veitir okkur svo ótrúlegt frelsi. Facebook, Snapchat og Instagram verða ekki eilíf, ekki frekar en nokkuð annað á Jörðu hér. Allt er breytingum háð. En við getum sjálf haft ótrúlega mikil áhrif á að hlutir breytist hratt til hins betra. Er ekki þjóðráð að forrita nýjan samfélagsmiðil? Við gætum byrjað hér á Íslandi. Búið til nýjan miðil sem safnar hvorki né selur aðgang að persónuupplýsingum okkar? Sem nýtir ekki djúpsálfræði til að ginna okkur? Hvað segið þið, Agnes, Magnús og Pétur? Getið þið ekki rætt þetta við kennara ykkar og samnemendur í tölvunarfræðinni þegar þið komið upp í háskóla? Facebook varð til í háskólasamfélagi fyrir rúmum tíu árum. Það er vel hægt að endurtaka leikinn, en gæta þess að hanna heiðarlegan miðil sem ekki er búinn til í þeim tilgangi að stjórna hegðun okkar. Vörum okkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Hugsum sjálfstætt og hlustum á okkar innri rödd! Kæru nemendur! Góða ferð út í lífið. Megi blessun fylgja ykkur alla tíð! Höfundur er skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Símanotkun barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli. Áhrif samfélagsmiðla geta verið ógnvænleg, fyrir börn og fullorðna. Hinir fullorðnu þurfa að skoða eigin umgengni um miðlana. Það er ekki náttúrulögmál að Facebook sé miðlægt fyrir öll félagsleg samskipti. Heimildarmyndin Social Dilemma (2020) var viðvörun og nú bætist við bók Sarah Wynn-Williams, Careless People, um hugarfarið í stjórnun þessa stærsta samfélagsmiðils heims. Hagur fólks og réttlátt samfélag er ekki í fyrirrúmi, athygli og ánetjun er hin dýrmæta söluvara. Það er kominn tími til að ræða hvað við getum gert. Er til dæmis eðlilegt að reikningur á Facebook sé forsenda fyrir þátttöku í félagsstarfi á Íslandi? Er þörf á samfélagsmiðlum? Ef já, þá til hvers? Hver væri óskastaðan? Mér þykir ástæða til að birta kveðjuorð mín við útskrift frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 2019. Þótt fimm ár séu liðin eru skilaboðin jafngild. Ég hef breytt nöfnum nemendanna. Kæru nemendur Stolt foreldra ykkar og ástvina, framtíð þjóðarinnar, óendanlegt dýrmæti! Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu máttug þið eruð? Hvert og eitt ykkar býr yfir miklum krafti til að hafa áhrif. Og ef nokkur ykkar tækju sig saman, gætuð þið breytt heiminum. Hin unga sænska stúlka, Greta Thunberg, er gott dæmi um það hvernig hægt er að breyta heiminum. Hvernig virkjum við kraftinn sem í okkur býr? Með því að verja reglulega tíma með okkur sjálfum. Því okkar innri rödd segir okkur hvað skiptir mestu máli. Gyrðir Elíasson fjallar í ljóði um mátt einverunnar: Hugleiðing Líklega er einmanaleikinn nokkuð góður kennari ef maður heldur það út að sitja í langdregnum tímunum hjá honum En hann mætti forfallast oftar mín vegna Það er svo magnað að bestu fáanlegar kennslustundir eru stundir sem við eyðum með okkur sjálfum. Best er að ganga eða dvelja úti í náttúrunni og hafa engin hljóð í eyrunum. Þá heyrum við eintal sálar okkar. Úr einverunni fáum við svör við því sem skiptir máli í lífinu. Verið dugleg að sækja kennslustundir hjá einmanaleikanum! En passið ykkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Sjálf hef ég lokað öllum reikningum á samfélagsmiðlum. Tók þátt í Facebook frá upphafi stofnaði reikning 2007 og hafði stofnað My space-reikning þar á undan. Þá var þetta spennandi, tákn um nýja tíma, saklaust. Síðan breyttist sýn mín á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Mér finnst ískyggilegt að nokkrir einstaklingar úti í heimi, sem eiga þessa stóru samfélagsmiðla hafi upplýsingar í höndunum um okkur öll og séu sífellt að gera sálfræðitilraunir á okkur – að þeir noti bestu fáanlega þekkingu til stýra hegðun okkar – taki jafnvel þátt í að leiða okkur á villigötur. Og að við skulum af fúsum og frjálsum vilja leyfa þeim að nota okkur! Ég lokaði reikningum mínum þann 14. júlí fyrir ári síðan. Á degi frönsku byltingarinnar, degi sem er táknrænn fyrir lýðræðið sem við lifum í hér á Vesturlöndum og veitir okkur svo ótrúlegt frelsi. Facebook, Snapchat og Instagram verða ekki eilíf, ekki frekar en nokkuð annað á Jörðu hér. Allt er breytingum háð. En við getum sjálf haft ótrúlega mikil áhrif á að hlutir breytist hratt til hins betra. Er ekki þjóðráð að forrita nýjan samfélagsmiðil? Við gætum byrjað hér á Íslandi. Búið til nýjan miðil sem safnar hvorki né selur aðgang að persónuupplýsingum okkar? Sem nýtir ekki djúpsálfræði til að ginna okkur? Hvað segið þið, Agnes, Magnús og Pétur? Getið þið ekki rætt þetta við kennara ykkar og samnemendur í tölvunarfræðinni þegar þið komið upp í háskóla? Facebook varð til í háskólasamfélagi fyrir rúmum tíu árum. Það er vel hægt að endurtaka leikinn, en gæta þess að hanna heiðarlegan miðil sem ekki er búinn til í þeim tilgangi að stjórna hegðun okkar. Vörum okkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Hugsum sjálfstætt og hlustum á okkar innri rödd! Kæru nemendur! Góða ferð út í lífið. Megi blessun fylgja ykkur alla tíð! Höfundur er skólameistari.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun