„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2025 21:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir upplýsingar liggja fyrir um að ólga og hiti sé í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael. Vísir/Anton Brink Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. HSÍ gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Um er að ræða umspilsleiki fyrir HM í handbolta sem fram fer síðar á árinu. Í yfirlýsingu HSÍ kom fram að sambandið hefði verið ráðlagt af embætti ríkislögreglustjóra að spila leikina tvo gegn Ísrael fyrir luktum dyrum og án þess að þeir yrðu auglýstir. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Halldórsson, formaður HSÍ, að sambandið hefði enga ástæðu til að fara gegn áhættumati ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk segir að áhættumat eins og það sem gert var í tengslum við landsleikina sé gert fyrir ýmsa stóra viðburði. „Þetta er eins og við gerum alltaf, mat á öryggi og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi áhorfenda og þátttakenda. Þar sem þetta er leikur Íslands og Ísrael höfum við orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum. Til að uppfylla okkar skyldur sendum við ráðleggingar til HSÍ,“ sagði Sigríður Björk þegar Vísir ræddi við hana undir kvöld. Sigríður Björk lagði áherslu á að ákvörðunin væri alfarið HSÍ. „Þetta er eins og venjulega og svo taka þeir sínar ákvarðanir. Við leggjum á borðið það sem við ráðleggjum, þetta er hefðbundið og hefur verið gert áður. Mig minnir að það hafi verið æfingaleikur. Það er ólga og hiti sem beinist líka að stuðningsaðilum,“ bætti Sigríður Björk við en HSÍ hefur fengið mikla gagnrýni vegna styrktarsamnings sambandsins við Rapyd. Embættið gefi öryggisráðleggingar í hverri viku „Við erum að sinna okkar hlutverki og skorumst ekki undan. Við hefðum verið með mikinn viðbúnað og hefðum brugðist við,“ sagði Sigríður Björk aðspurð hvernig hefði verið brugðist við ef HSÍ hefði ákveðið að spila fyrir framan áhorfendur. Hún segir ráðleggingar til HSÍ vera settar fram vegna upplýsinga um að það sé ólga í tengslum við leikinn. „Við erum með öryggirráðleggingar í hverri viku. Er eitthvað óvænt sem gæti gerst, eitthvað sem þarf að taka sérstaklega til skoðunar. Þetta er hefðbundin vinna,“ bætti Sigríður Björk við en hún vildi ekki fara nánar í hvernig öryggismatið væri unnið. Það væri gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Hún sagði engar beinar hótanir hafa komið fram í tengslum við leikina. „Ekkert slíkt, ekkert sem ég hef orðið áskynja um. Engar beinar upplýsingar um árásir, það er ólga og það er hiti og eitthvað sem við tökum tillit til.“ Hún sagðist ekki gera svarað um hvort öryggismatið yrði gert opinbert. „Það hefur örugglega verið gert í einhverjum tilfellum, það fer eftir hvað má taka fram og hvaðan upplýsingarnar koma. Hvort þær séu opnar eða lokaðar. Þetta er gert fyrir allar bæjarhátíðir, stóra tónleika og er hefðbundin framkvæmd þegar ákveða hvaða viðbúnað þarf.“ HSÍ Ísrael Lögreglumál Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
HSÍ gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Um er að ræða umspilsleiki fyrir HM í handbolta sem fram fer síðar á árinu. Í yfirlýsingu HSÍ kom fram að sambandið hefði verið ráðlagt af embætti ríkislögreglustjóra að spila leikina tvo gegn Ísrael fyrir luktum dyrum og án þess að þeir yrðu auglýstir. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Halldórsson, formaður HSÍ, að sambandið hefði enga ástæðu til að fara gegn áhættumati ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk segir að áhættumat eins og það sem gert var í tengslum við landsleikina sé gert fyrir ýmsa stóra viðburði. „Þetta er eins og við gerum alltaf, mat á öryggi og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi áhorfenda og þátttakenda. Þar sem þetta er leikur Íslands og Ísrael höfum við orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum. Til að uppfylla okkar skyldur sendum við ráðleggingar til HSÍ,“ sagði Sigríður Björk þegar Vísir ræddi við hana undir kvöld. Sigríður Björk lagði áherslu á að ákvörðunin væri alfarið HSÍ. „Þetta er eins og venjulega og svo taka þeir sínar ákvarðanir. Við leggjum á borðið það sem við ráðleggjum, þetta er hefðbundið og hefur verið gert áður. Mig minnir að það hafi verið æfingaleikur. Það er ólga og hiti sem beinist líka að stuðningsaðilum,“ bætti Sigríður Björk við en HSÍ hefur fengið mikla gagnrýni vegna styrktarsamnings sambandsins við Rapyd. Embættið gefi öryggisráðleggingar í hverri viku „Við erum að sinna okkar hlutverki og skorumst ekki undan. Við hefðum verið með mikinn viðbúnað og hefðum brugðist við,“ sagði Sigríður Björk aðspurð hvernig hefði verið brugðist við ef HSÍ hefði ákveðið að spila fyrir framan áhorfendur. Hún segir ráðleggingar til HSÍ vera settar fram vegna upplýsinga um að það sé ólga í tengslum við leikinn. „Við erum með öryggirráðleggingar í hverri viku. Er eitthvað óvænt sem gæti gerst, eitthvað sem þarf að taka sérstaklega til skoðunar. Þetta er hefðbundin vinna,“ bætti Sigríður Björk við en hún vildi ekki fara nánar í hvernig öryggismatið væri unnið. Það væri gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Hún sagði engar beinar hótanir hafa komið fram í tengslum við leikina. „Ekkert slíkt, ekkert sem ég hef orðið áskynja um. Engar beinar upplýsingar um árásir, það er ólga og það er hiti og eitthvað sem við tökum tillit til.“ Hún sagðist ekki gera svarað um hvort öryggismatið yrði gert opinbert. „Það hefur örugglega verið gert í einhverjum tilfellum, það fer eftir hvað má taka fram og hvaðan upplýsingarnar koma. Hvort þær séu opnar eða lokaðar. Þetta er gert fyrir allar bæjarhátíðir, stóra tónleika og er hefðbundin framkvæmd þegar ákveða hvaða viðbúnað þarf.“
HSÍ Ísrael Lögreglumál Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira