Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 14:29 Mótmælt við ríkisstjórnarfund á dögunum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er með bláa derhúfu fyrir miðri mynd og Pétur Eggertz með svarta húfu og trommur. Vísir/Anton Brink Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum þeirra níu sem stefndu ríkinu, þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Daníel Þór Bjarnasyni, Lukku Sigurðardóttur og Pétri Eggerz. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Dómurinn mat einnig að lögreglumenn mættu tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir og slík orðaskipti ætti ekki að túlka bókstaflega. Aðstoðarlögreglustjóri sagði á dögunum að lögregla hefði í kjölfar dómsins tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ólíklegt væri að álíka mál kæmi aftur upp. Nýja félagið, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, telur að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi landsmanna sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og vill að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. „Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald,“ segir í tilkynningu frá Dýrinu. „Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu.“ Opnuð hefur verið vefsíða fyrir félagið á motmaeli.is. „Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.“ Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum þeirra níu sem stefndu ríkinu, þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Daníel Þór Bjarnasyni, Lukku Sigurðardóttur og Pétri Eggerz. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Dómurinn mat einnig að lögreglumenn mættu tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir og slík orðaskipti ætti ekki að túlka bókstaflega. Aðstoðarlögreglustjóri sagði á dögunum að lögregla hefði í kjölfar dómsins tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ólíklegt væri að álíka mál kæmi aftur upp. Nýja félagið, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, telur að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi landsmanna sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og vill að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. „Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald,“ segir í tilkynningu frá Dýrinu. „Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu.“ Opnuð hefur verið vefsíða fyrir félagið á motmaeli.is. „Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.“
Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira