Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar 8. apríl 2025 08:00 Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum. Á þessum tíma rak ég Hjólakraft, ungmennastarf í hjólreiðum sem hafði það að markmiði útvega börnum og unglingum, sem jafnan voru ekki að finna sig í hefðbundnu skólastarfi, vettvang til að finna sína köllun í gegnum hjólreiðar. Mér fannst litla barnið mitt, Hjólakraftur, efla lýðheilsu barna og ungmenna en viðraði óspart að það væri óheilbrigt að æfa rafíþróttir. Nokkru síðar fékk ég smá kynningu á rafíþróttum og ég áttaði mig á því að það að æfa rafíþróttir er bara alls ekki það að sitja inni í loftlausu herbergi, þambandi orkudrykki að spila einhverja skotleiki. Bara hreint ekki! Það er margt sem til dæmis Hjólakraftur og rafíþróttafélögin eiga sameiginlegt. Fyrst má kannski nefna að þetta snýst um samfélag - það að tilheyra. Líklega er það ein dýrmætasta tilfinning sem við getum fundið. Margir sem æfa rafíþróttir hafa ekki fundið sig í öðrum íþróttum og því er mikilvægt að finna félagsskap sem tekur vel á móti fólki. Í öðru lagi má nefna það, sem ég hafði engan veginn séð fyrir mér, að þeir sem æfa rafíþróttir þurfa að fara út í hreyfingu á æfingum!! Hverjum hefði dottið það í hug?? Það er magnað að heyra að krakkar séu að fara á rafíþróttaæfingu en þurfi að klæða sig eftir veðri og að þau séu með harðsperrur eftir æfingu. Það finnst mér eiginlega alveg geggjað. Í þriðja lagi, og það skiptir líka miklu máli, þá hafa rafíþróttafélögin lagt gríðarlega áherslu á næringu iðkenda. Þau vilja að iðkendur hugi að næringunni og séu ekki að ofnota orkudrykki og jafnvel helst ekki að nota þá. Allir þessir hlutir sem ég hef talið hér upp hafa fengið mig til þess að hrífast frekar af því samfélagi sem rafíþróttasamfélagið er og losað mig undan þeim fordómum sem ég var heldur betur fullur af. Ég bókstaflega hataði rafíþróttir! Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag munum við í Framsókn leggja fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að borgarstjórn skipi stýrihóp um rafíþróttir í Reykjavík sem hafi það verkefni að móta stefnu Reykjavíkurborgar í rafíþróttum. Greinargerð með tillögunni: Á undanförnum árum hafa rafíþróttir rutt sér til rúms á Íslandi sem ný íþróttahreyfing. Sú hreyfing hefur, líkt og aðrar íþróttahreyfingar, það að markmiði að stuðla að betri heilsu og andlegri líðan barna. Með þessum áherslum hafa rafíþróttafélög hér á landi náð að laða til sín um 3500 iðkendur á grunnskólaaldri um allt land. Fulltrúar félaga sem starfrækja rafíþróttadeildir hafa bent á að það sé afar jákvætt að flestir þessara iðkenda séu börn sem hafa sýnt lítinn áhuga á þátttöku í öðru hefðbundnu íþróttastarfi. Rafíþróttir virki því fyrir fjölda barna sem ekki hafa fundið sig í öðru skipulögðu íþróttastarfi og þannig stuðli rafíþróttir að bættri lýðheilsu barna sem íþróttahreyfingin hefur hingað til ekki náð til. Tvö íþróttafélög starfrækja rafíþróttadeildir, Fylkir og Ármann, og KR starfrækti rafíþróttadeild um tíma en hætti þeim rekstri vegna þess að frekari fjárstuðnings var þörf. Það er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að jafnræði eigi að ríkja á milli íþróttagreina þegar kemur að stuðningi borgarinnar við íþróttir barna. Þess vegna er brýnt að Reykjavíkurborg taki málið föstum tökum og móti stefnu í málefnum rafíþrótta. Styðjum við rafíþróttir Við í Framsókn vonum að borgarfulltrúar átti sig á mikilvægi þess að rafíþróttum sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum íþróttagreinum. Það er amk engin augljós ástæða til þess að Reykjavíkurborg marki sér ekki stefnu varðandi þessa grein, enda stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir því að keppt er í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Rafíþróttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum. Á þessum tíma rak ég Hjólakraft, ungmennastarf í hjólreiðum sem hafði það að markmiði útvega börnum og unglingum, sem jafnan voru ekki að finna sig í hefðbundnu skólastarfi, vettvang til að finna sína köllun í gegnum hjólreiðar. Mér fannst litla barnið mitt, Hjólakraftur, efla lýðheilsu barna og ungmenna en viðraði óspart að það væri óheilbrigt að æfa rafíþróttir. Nokkru síðar fékk ég smá kynningu á rafíþróttum og ég áttaði mig á því að það að æfa rafíþróttir er bara alls ekki það að sitja inni í loftlausu herbergi, þambandi orkudrykki að spila einhverja skotleiki. Bara hreint ekki! Það er margt sem til dæmis Hjólakraftur og rafíþróttafélögin eiga sameiginlegt. Fyrst má kannski nefna að þetta snýst um samfélag - það að tilheyra. Líklega er það ein dýrmætasta tilfinning sem við getum fundið. Margir sem æfa rafíþróttir hafa ekki fundið sig í öðrum íþróttum og því er mikilvægt að finna félagsskap sem tekur vel á móti fólki. Í öðru lagi má nefna það, sem ég hafði engan veginn séð fyrir mér, að þeir sem æfa rafíþróttir þurfa að fara út í hreyfingu á æfingum!! Hverjum hefði dottið það í hug?? Það er magnað að heyra að krakkar séu að fara á rafíþróttaæfingu en þurfi að klæða sig eftir veðri og að þau séu með harðsperrur eftir æfingu. Það finnst mér eiginlega alveg geggjað. Í þriðja lagi, og það skiptir líka miklu máli, þá hafa rafíþróttafélögin lagt gríðarlega áherslu á næringu iðkenda. Þau vilja að iðkendur hugi að næringunni og séu ekki að ofnota orkudrykki og jafnvel helst ekki að nota þá. Allir þessir hlutir sem ég hef talið hér upp hafa fengið mig til þess að hrífast frekar af því samfélagi sem rafíþróttasamfélagið er og losað mig undan þeim fordómum sem ég var heldur betur fullur af. Ég bókstaflega hataði rafíþróttir! Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag munum við í Framsókn leggja fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að borgarstjórn skipi stýrihóp um rafíþróttir í Reykjavík sem hafi það verkefni að móta stefnu Reykjavíkurborgar í rafíþróttum. Greinargerð með tillögunni: Á undanförnum árum hafa rafíþróttir rutt sér til rúms á Íslandi sem ný íþróttahreyfing. Sú hreyfing hefur, líkt og aðrar íþróttahreyfingar, það að markmiði að stuðla að betri heilsu og andlegri líðan barna. Með þessum áherslum hafa rafíþróttafélög hér á landi náð að laða til sín um 3500 iðkendur á grunnskólaaldri um allt land. Fulltrúar félaga sem starfrækja rafíþróttadeildir hafa bent á að það sé afar jákvætt að flestir þessara iðkenda séu börn sem hafa sýnt lítinn áhuga á þátttöku í öðru hefðbundnu íþróttastarfi. Rafíþróttir virki því fyrir fjölda barna sem ekki hafa fundið sig í öðru skipulögðu íþróttastarfi og þannig stuðli rafíþróttir að bættri lýðheilsu barna sem íþróttahreyfingin hefur hingað til ekki náð til. Tvö íþróttafélög starfrækja rafíþróttadeildir, Fylkir og Ármann, og KR starfrækti rafíþróttadeild um tíma en hætti þeim rekstri vegna þess að frekari fjárstuðnings var þörf. Það er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að jafnræði eigi að ríkja á milli íþróttagreina þegar kemur að stuðningi borgarinnar við íþróttir barna. Þess vegna er brýnt að Reykjavíkurborg taki málið föstum tökum og móti stefnu í málefnum rafíþrótta. Styðjum við rafíþróttir Við í Framsókn vonum að borgarfulltrúar átti sig á mikilvægi þess að rafíþróttum sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum íþróttagreinum. Það er amk engin augljós ástæða til þess að Reykjavíkurborg marki sér ekki stefnu varðandi þessa grein, enda stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir því að keppt er í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar