Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 8. apríl 2025 12:02 Þrálátt stef og ofnotað er það um að menntun sé dýr þegar einmitt er mikilvægt að hún kosti eða öllu heldur sé fjármögnuð svo að vel sé að henni staðið. Fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um áherslu á menntamál virðast hafa verið innantómt gjálfur enda engin teikn á lofti um aukna fjármögnun eða annað uppbyggilegt og þarft tengt menntamálum heldur þvert á móti. Í nýrri fjármálaáætlun ríkissjóðs er varðar framhaldsskóla stendur meðal annars að leggja eigi áherslu á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Að sérstaklega verði lögð áhersla á iðn- og verknám. Kveðið er auk þess á um aukinn fjölbreytileika í skólakerfinu, fjölga eigi nemendum í starfsnámi og efla stöðu þeirra á vinnumarkaði meðal annars með þvi að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar. Ferðaþjónustan, ein okkar stærsta atvinnugrein sem dæmi, er einmitt mikilvægur starfsvettvangur og þar er sannarlega þörf á menntun er varðar jafnvægi og sjálfbærni. Auk þess þarf að taka tillit til náttúruverndar og náttúruvár sem og mikilvægi menningarverðmæta sem meðal annars felast í umgengni í óbyggðum og ferðum um hálendið svo dæmi séu nefnd. Þarna er mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna og sjá til þess að upplifun þeirra af landi og þjóð sé jákvæð og heillarík og einmitt annað sem stjórnvöld hafa einsett sér (eða ekki) er að auka öryggi ferðamanna. Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) má finna bæði grunn- og framhaldsnám í fjallamennsku. Nám sem tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar sem meðal annars inniheldur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp. Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og er einstakt á landsvísu enda í því umhverfi sem ferðamenn sækja helst. Ráðuneyti menntamála segir námið dýrt og mikla áskorun að halda því úti í fámennum framhaldsskóla og því sé framtíð þess í skoðun. Hvernig stendur á því að ekki er stutt við slíkt nám? Nám sem er einmitt í því umhverfi sem nýtist því best. Af hverju þurfa skólar á landsbyggðinni stöðugt að vera í vörn og berjast fyrir tilverurétti sínum? Hvar er stóru orðin um fjölbreytt námsframboð og stuðning við verknám? Er það bara ef skólar eru á höfuðborgarsvæðinu? Er enginn málsvari landsbyggðanna á okkar háa Alþingi? Það er til skammar hverri þjóð að sinna menntun illa, að vinna að einsleitni hennar og draga svo úr fjármagni að einkavæðing á greiðari leið okkur öllum til vansa. Þá verður nám aðeins fyrir útvalin og þau efnameiri. Menntun á að vera fjölbreytt svo öll geti fundið sér eitthvað við hæfi og þannig eflt sig sem manneskjur og þjóðfélagsþegnar. Menntun á og má kosta! Höfundur er leik- og grunnskólakennari og ritari VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Vinstri græn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þrálátt stef og ofnotað er það um að menntun sé dýr þegar einmitt er mikilvægt að hún kosti eða öllu heldur sé fjármögnuð svo að vel sé að henni staðið. Fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um áherslu á menntamál virðast hafa verið innantómt gjálfur enda engin teikn á lofti um aukna fjármögnun eða annað uppbyggilegt og þarft tengt menntamálum heldur þvert á móti. Í nýrri fjármálaáætlun ríkissjóðs er varðar framhaldsskóla stendur meðal annars að leggja eigi áherslu á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Að sérstaklega verði lögð áhersla á iðn- og verknám. Kveðið er auk þess á um aukinn fjölbreytileika í skólakerfinu, fjölga eigi nemendum í starfsnámi og efla stöðu þeirra á vinnumarkaði meðal annars með þvi að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar. Ferðaþjónustan, ein okkar stærsta atvinnugrein sem dæmi, er einmitt mikilvægur starfsvettvangur og þar er sannarlega þörf á menntun er varðar jafnvægi og sjálfbærni. Auk þess þarf að taka tillit til náttúruverndar og náttúruvár sem og mikilvægi menningarverðmæta sem meðal annars felast í umgengni í óbyggðum og ferðum um hálendið svo dæmi séu nefnd. Þarna er mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna og sjá til þess að upplifun þeirra af landi og þjóð sé jákvæð og heillarík og einmitt annað sem stjórnvöld hafa einsett sér (eða ekki) er að auka öryggi ferðamanna. Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) má finna bæði grunn- og framhaldsnám í fjallamennsku. Nám sem tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar sem meðal annars inniheldur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp. Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og er einstakt á landsvísu enda í því umhverfi sem ferðamenn sækja helst. Ráðuneyti menntamála segir námið dýrt og mikla áskorun að halda því úti í fámennum framhaldsskóla og því sé framtíð þess í skoðun. Hvernig stendur á því að ekki er stutt við slíkt nám? Nám sem er einmitt í því umhverfi sem nýtist því best. Af hverju þurfa skólar á landsbyggðinni stöðugt að vera í vörn og berjast fyrir tilverurétti sínum? Hvar er stóru orðin um fjölbreytt námsframboð og stuðning við verknám? Er það bara ef skólar eru á höfuðborgarsvæðinu? Er enginn málsvari landsbyggðanna á okkar háa Alþingi? Það er til skammar hverri þjóð að sinna menntun illa, að vinna að einsleitni hennar og draga svo úr fjármagni að einkavæðing á greiðari leið okkur öllum til vansa. Þá verður nám aðeins fyrir útvalin og þau efnameiri. Menntun á að vera fjölbreytt svo öll geti fundið sér eitthvað við hæfi og þannig eflt sig sem manneskjur og þjóðfélagsþegnar. Menntun á og má kosta! Höfundur er leik- og grunnskólakennari og ritari VG.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun