Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 15:28 Finnbogi Jónasson segir samfélagið á Íslandi vera að breytast á ofsahraða. Stöð 2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir lögregluna meðvitaða um einstaklinga á táningsaldri sem taka þátt í spjallborðum um ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu. Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir lögreglu þurfa á auknum forvirkum heimildum að halda til að bregðast við þeim öru breytingum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi. Hann ræddi þetta á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Finnbogi segir nauðsynlegt að grípa inn í áður en það verður of seint. „Þeim mun fyrr sem að börnin okkar lenda í einhverjum öfgum, alveg sama hvaða öfgar það eru, hvort það eru hægri öfgafullar ofbeldisskoðanir um það hvernig samfélagið eigi að vera eða öfgar í áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Um leið og við missum börnin okkar inn í það, þá er svo erfitt að fá þau til baka,“ segir hann. Hann segir ofbeldisorðræðu á netinu geta undið hratt upp á sig og að auknar eftirlitsheimildir lögreglu dugi ekki einar og sér. Allt samfélagið þurfi að takast á við vandann sem við blasir. „Þetta byrjar kannski lítið. við sjáum þegar við ræðum við okkar samstarfsmenn, hver er vöxturinn í þessu. Þetta byrjar sem umræða svo verður þetta lítil atvik eins og veggjakrot, smávægileg skemmdarverk. Síðan verður þetta að einhvers konar ofbeldisverkum, litlir hópar fara og ráðast á einstaklinga, síðan er farið að ráðast á stærri hópa. Þetta vex og ef við grípum ekki inn í vex þetta og verður stærra og stærra,“ segir Finnbogi. Hryðjuverkaógn hafi aukist Greiningardeild ríkislögreglustjóra gaf út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi í vikunni. Hættumatið helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, þó kemur þar fram að ógnin hafi aukist lítillega. Ógnin stafi helst af ofbeldishneigðum einstaklingum sem sæki í áróður hægri öfgamanna og -hreyfinga. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé merkjanleg meðal íslenskra ungmenna en lögreglan hafi litlar heimildir til að bregðast við. Fólk hverfi inn í nafnleysið Finnbogi segir Ísland vera að breytast hratt. „Við erum á ofsahraða að færast frá þessu litla samfélagi þar sem allir þekkja alla. Bæði hverfur fólk inn til sín, inn í internetið og inn í nafnleysið. Síðan fjölgar gríðarlega í samfélaginu. Það fjölgar ekki bara Íslendingum, við getum horft á einstaklinga af erlendum uppruna sem eru á Íslandi, það er mjög hátt. Það veldur erfiðleikum, þá erum við ekki þar að allir þekkja alla,“ segir hann. Hann tekur þó fram að Ísland standi enn vel á heimsvísu og að áskoranirnar á Íslandi séu smærri en þær á Norðurlöndunum til dæmis. Það sé þó ekkert fast í hendi. Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Lögreglumál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir lögreglu þurfa á auknum forvirkum heimildum að halda til að bregðast við þeim öru breytingum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi. Hann ræddi þetta á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Finnbogi segir nauðsynlegt að grípa inn í áður en það verður of seint. „Þeim mun fyrr sem að börnin okkar lenda í einhverjum öfgum, alveg sama hvaða öfgar það eru, hvort það eru hægri öfgafullar ofbeldisskoðanir um það hvernig samfélagið eigi að vera eða öfgar í áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Um leið og við missum börnin okkar inn í það, þá er svo erfitt að fá þau til baka,“ segir hann. Hann segir ofbeldisorðræðu á netinu geta undið hratt upp á sig og að auknar eftirlitsheimildir lögreglu dugi ekki einar og sér. Allt samfélagið þurfi að takast á við vandann sem við blasir. „Þetta byrjar kannski lítið. við sjáum þegar við ræðum við okkar samstarfsmenn, hver er vöxturinn í þessu. Þetta byrjar sem umræða svo verður þetta lítil atvik eins og veggjakrot, smávægileg skemmdarverk. Síðan verður þetta að einhvers konar ofbeldisverkum, litlir hópar fara og ráðast á einstaklinga, síðan er farið að ráðast á stærri hópa. Þetta vex og ef við grípum ekki inn í vex þetta og verður stærra og stærra,“ segir Finnbogi. Hryðjuverkaógn hafi aukist Greiningardeild ríkislögreglustjóra gaf út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi í vikunni. Hættumatið helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, þó kemur þar fram að ógnin hafi aukist lítillega. Ógnin stafi helst af ofbeldishneigðum einstaklingum sem sæki í áróður hægri öfgamanna og -hreyfinga. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé merkjanleg meðal íslenskra ungmenna en lögreglan hafi litlar heimildir til að bregðast við. Fólk hverfi inn í nafnleysið Finnbogi segir Ísland vera að breytast hratt. „Við erum á ofsahraða að færast frá þessu litla samfélagi þar sem allir þekkja alla. Bæði hverfur fólk inn til sín, inn í internetið og inn í nafnleysið. Síðan fjölgar gríðarlega í samfélaginu. Það fjölgar ekki bara Íslendingum, við getum horft á einstaklinga af erlendum uppruna sem eru á Íslandi, það er mjög hátt. Það veldur erfiðleikum, þá erum við ekki þar að allir þekkja alla,“ segir hann. Hann tekur þó fram að Ísland standi enn vel á heimsvísu og að áskoranirnar á Íslandi séu smærri en þær á Norðurlöndunum til dæmis. Það sé þó ekkert fast í hendi.
Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Lögreglumál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira