Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar 14. apríl 2025 08:01 Við viljum kalla samfélagið okkar velferðarsamfélag. Hugtakið byggir á þeim skilningi að ákveðin grunnþjónusta sé tryggð öllum, óháð aðstæðum eða framlagi. Menntakerfið, sem er nánast gjaldfrjálst frá fyrsta ári í grunnskóla og þar til námi er lokið, jafnvel nám á háskólastigi er nokkurn vegin gjaldfrjálst. Þessi réttur til menntunar stendur öllum landsmönnum til boða og ekki þarf að ávinna sér þennan rétt öðruvísi en að vera íslenskur ríkisborgari. Heilbrigðiskerfið byggir á svipuðum grunni. Öllum íslenskum ríkisborgurum er tryggð heilbrigðisþjónusta frá fæðingu og í raun fyrir fæðingu með öflugri mæðravernd. Þennan rétt til heilbrigðisþjónustu þarf ekki að ávinna sér á neinn hátt, rétturinn verður til við fæðingu eða í raun getnað. Og þessi réttur er ótímabundinn, gildir allt lífið. Þetta gildir um hverslags heilbrigðisþjónustu og örorkubætur. Einn þáttur velferðarsamfélagsins lýtur öðrum lögmálum. Það er kerfið sem ætlað er að grípa þau sem missa vinnuna. Það kerfi er tímabundið og skilyrðum háð. Hvernig liti það út í velferðarsamfélaginu ef það þyrfti að vinna sér inn rétt til heilbrigðisþjónustu með því að vera heilbrigður vissan tíma og svo væri rétturinn tímabundinn, t.d. 30 mánuðir? Eftir þann tíma þyrfti að vinna sér inn á ný rétt til heilbrigðisþjónustu með því að vera fullfrískur í eitt ár. Og hvað með börn sem fæðast með fötlun eða veikjast mjög snemma á lífsleiðinni. Hafa þau engan rétt til heilbrigðisþjónustu? Jú auðvitað hafa þau fullan aðgang að heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að mynda þann rétt með því að vera heilbrigð tiltekið tímabil, s.s. eitt ár eins og gildir fyrir þá sem verða atvinnulausir. Atvinnuleysi er raunverulegt áfall Að missa vinnuna er mikið áfall. Það setur fjármál einstaklinga og heimila í uppnám og óvissu. Það vegur einnig að sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þess sem verður fyrir þeirri döpru lífsreynslu. Þrátt fyrir þetta er fyrirkomulag atvinnuleysisbóta er í raun óbreytt frá því sem var við stofnun sjóðsins 1955. Um er að ræða tryggingu sem byggist á iðgjöldum í líkingu við venjulegar tryggingar, s.s. brunatryggingu eða aðrar tryggingar gegn vá. Full réttindi til að njóta atvinnuleysisbóta hafa þeir sem unnið hafa fulla vinnu í heilt ár. Þá myndast réttur til bóta sem í dag er 30 mánuðir. Fullar atvinnuleysisbætur í dag eru kr. 364.895.- á mánuði. Eftir það þurfa atvinnulausir at treysta á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og/eða góðgerðarsamtaka. Þrautalendingin er svo örorkubætur. Ríkisstjórnin hefur nú viðrað þær hugmyndir að stytta tímabil atvinnuleysisbóta. Það muni spara ríkinu um fjóra milljarða á ári. Það blasir þá við að sveitarfélögin, flest skuldum vafin, munu sitja uppi með þann kostnað. Með því að stytta tímabil atvinnuleysisbóta er freklega vegið að tilveru hóps sem stendur þegar mjög höllum fæti í okkar samfélagi. Hvað tekur þá við þegar launafólk fellur af atvinnuleysisbótum? Jú það er fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Skert framfærsla á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Að missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er sem að fara úr öskunni í eldinn. Atvinnuleysisbætur eru kr. 364.895.- á mánuði en fullur fjárhagsstuðningur t.d. Í Reykjavík er kr. 247.572.- á mánuði. Í Reykjanesbæ er upphæðin kr. 195.770.- Mörg sveitarfélög eru með upphæðir á þessu bili en mögulega eru til sveitarfélög með enn lægri fjárhagsaðstoð. Það eru sveitarfélögin sjálf sem ákveða upphæð fjárhagsstuðningsins og meta hvaða upphæð uppfyllir skilyrðin í lögunum um fjárhagsstuðning þ.e. „að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa“. Hvernig þau skilyrði eru uppfyllt með mánaðarlegum stuðningi upp á kr. 195.770.- er fullkomlega óskiljanlegt. Hvaða töfraformúlu ráða sveitarfélög yfir sem komast að þeirri niðurstöðu að kr. 195.770.- „ tryggi fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðli að velferð íbúa“. En þetta er sá veruleiki sem blasir við þeim sem missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Þeir eru enn verr settir en áður og er þó ekki á bætandi. Það má með rökum telja þann hóp sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til þeirra allra verst settu í okkar samfélagi. Því miður er niðurlæging líka hluti af ferlinu. Í reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ákvæði um að einstaklingur sem sækir um slíka aðstoð leggi fram yfirlit yfir eignir og tekjur. Sveitarfélagið skuli fá aðgang að skattframtölum og bankaupplýsingum, í raun öllum fjárhagslegum upplýsingum einstaklings. Krafa er gerð í því markmiði að geta lækkað eða jafnvel synjað beini um fjárhagsaðstoð og /eða gert kröfu um að einstaklingar selji eignir eða gangi á varasjóði áður en sú aðstoð er í boði. Við þessar aðstæður gilda augljóslega engin persónuverndarlög. Fordómar og staðreyndir um atvinnuleysi Stundum heyrast þær skoðanir að atvinnulausir séu helst þeir sem ekki vilja vinna, þeir séu letingjar og ónytjungar. En tölurnar segja okkur annað. Atvinnuleysi fylgir sveiflum í hagkerfinu eins og eftir Hrun og árin í Kóvid-faraldrinum þegar margir misstu vinnuna án þessa að nokkuð bendi til leti eða óvilja. Flestir vilja einfaldlega hafa fasta atvinnu, vinna fyrir sér og sínum. Þeim rökum er stundum haldið fram að ef einstaklingur hefur verið atvinnulaus í t.d. 18 mánuði sé útséð um það að hann komist aftur í vinnu. Þá sé betra að hann fari á örorkubætur. Er það skynsamleg niðurstaða að eftir 18 mánaða atvinnuleysi sé rétt að taka einstakling af vinnumarkaði og úrskurða sem öryrkja? Er sennilegt að sá einstaklingur eigi endurkomu á vinnumarkað? Er ekki sennilegra að jafnvel eftir 30 mánuði atvinnuleysis geti einstaklingur átt endurkomu á vinnumarkað frekar en sá sem hefur verið skráður öryrki? Nauðsyn endurskoðunar Ég tel tímabært að endurskoða atvinnuleysistryggingakerfið frá grunni. Atvinnuleysisbætur ættu að vera hluti af velferðarþjónustu samfélagsins á sama hátt og önnur velferðarþjónusta. Ef framtíðarfyrirkomulag atvinnuleysisbóta verður þannig að tímabil bóta verður takmarkað þarf að tryggja þeim sem falla af atvinnuleysisbótum sambærilega framfærslu á vegum opinberrar velferðarþjónustu í beinu framhaldi af atvinnuleysistryggingum. Þá þurfa þeir sem falla af atvinnuleysisbótum ekki að treysta á smánarlegan og niðurlægjandi fjárstyrk sveitarfélaga í lengri eða skemmri tíma. Að stytta tímabil atvinnuleysisbóta flytur einfaldlega kostnaðinn til innan samfélagsins. Sá samfélagskostnaður gufar ekki upp. Höfundur situr í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Atvinnurekendur Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Við viljum kalla samfélagið okkar velferðarsamfélag. Hugtakið byggir á þeim skilningi að ákveðin grunnþjónusta sé tryggð öllum, óháð aðstæðum eða framlagi. Menntakerfið, sem er nánast gjaldfrjálst frá fyrsta ári í grunnskóla og þar til námi er lokið, jafnvel nám á háskólastigi er nokkurn vegin gjaldfrjálst. Þessi réttur til menntunar stendur öllum landsmönnum til boða og ekki þarf að ávinna sér þennan rétt öðruvísi en að vera íslenskur ríkisborgari. Heilbrigðiskerfið byggir á svipuðum grunni. Öllum íslenskum ríkisborgurum er tryggð heilbrigðisþjónusta frá fæðingu og í raun fyrir fæðingu með öflugri mæðravernd. Þennan rétt til heilbrigðisþjónustu þarf ekki að ávinna sér á neinn hátt, rétturinn verður til við fæðingu eða í raun getnað. Og þessi réttur er ótímabundinn, gildir allt lífið. Þetta gildir um hverslags heilbrigðisþjónustu og örorkubætur. Einn þáttur velferðarsamfélagsins lýtur öðrum lögmálum. Það er kerfið sem ætlað er að grípa þau sem missa vinnuna. Það kerfi er tímabundið og skilyrðum háð. Hvernig liti það út í velferðarsamfélaginu ef það þyrfti að vinna sér inn rétt til heilbrigðisþjónustu með því að vera heilbrigður vissan tíma og svo væri rétturinn tímabundinn, t.d. 30 mánuðir? Eftir þann tíma þyrfti að vinna sér inn á ný rétt til heilbrigðisþjónustu með því að vera fullfrískur í eitt ár. Og hvað með börn sem fæðast með fötlun eða veikjast mjög snemma á lífsleiðinni. Hafa þau engan rétt til heilbrigðisþjónustu? Jú auðvitað hafa þau fullan aðgang að heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að mynda þann rétt með því að vera heilbrigð tiltekið tímabil, s.s. eitt ár eins og gildir fyrir þá sem verða atvinnulausir. Atvinnuleysi er raunverulegt áfall Að missa vinnuna er mikið áfall. Það setur fjármál einstaklinga og heimila í uppnám og óvissu. Það vegur einnig að sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þess sem verður fyrir þeirri döpru lífsreynslu. Þrátt fyrir þetta er fyrirkomulag atvinnuleysisbóta er í raun óbreytt frá því sem var við stofnun sjóðsins 1955. Um er að ræða tryggingu sem byggist á iðgjöldum í líkingu við venjulegar tryggingar, s.s. brunatryggingu eða aðrar tryggingar gegn vá. Full réttindi til að njóta atvinnuleysisbóta hafa þeir sem unnið hafa fulla vinnu í heilt ár. Þá myndast réttur til bóta sem í dag er 30 mánuðir. Fullar atvinnuleysisbætur í dag eru kr. 364.895.- á mánuði. Eftir það þurfa atvinnulausir at treysta á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og/eða góðgerðarsamtaka. Þrautalendingin er svo örorkubætur. Ríkisstjórnin hefur nú viðrað þær hugmyndir að stytta tímabil atvinnuleysisbóta. Það muni spara ríkinu um fjóra milljarða á ári. Það blasir þá við að sveitarfélögin, flest skuldum vafin, munu sitja uppi með þann kostnað. Með því að stytta tímabil atvinnuleysisbóta er freklega vegið að tilveru hóps sem stendur þegar mjög höllum fæti í okkar samfélagi. Hvað tekur þá við þegar launafólk fellur af atvinnuleysisbótum? Jú það er fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Skert framfærsla á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Að missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er sem að fara úr öskunni í eldinn. Atvinnuleysisbætur eru kr. 364.895.- á mánuði en fullur fjárhagsstuðningur t.d. Í Reykjavík er kr. 247.572.- á mánuði. Í Reykjanesbæ er upphæðin kr. 195.770.- Mörg sveitarfélög eru með upphæðir á þessu bili en mögulega eru til sveitarfélög með enn lægri fjárhagsaðstoð. Það eru sveitarfélögin sjálf sem ákveða upphæð fjárhagsstuðningsins og meta hvaða upphæð uppfyllir skilyrðin í lögunum um fjárhagsstuðning þ.e. „að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa“. Hvernig þau skilyrði eru uppfyllt með mánaðarlegum stuðningi upp á kr. 195.770.- er fullkomlega óskiljanlegt. Hvaða töfraformúlu ráða sveitarfélög yfir sem komast að þeirri niðurstöðu að kr. 195.770.- „ tryggi fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðli að velferð íbúa“. En þetta er sá veruleiki sem blasir við þeim sem missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Þeir eru enn verr settir en áður og er þó ekki á bætandi. Það má með rökum telja þann hóp sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til þeirra allra verst settu í okkar samfélagi. Því miður er niðurlæging líka hluti af ferlinu. Í reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ákvæði um að einstaklingur sem sækir um slíka aðstoð leggi fram yfirlit yfir eignir og tekjur. Sveitarfélagið skuli fá aðgang að skattframtölum og bankaupplýsingum, í raun öllum fjárhagslegum upplýsingum einstaklings. Krafa er gerð í því markmiði að geta lækkað eða jafnvel synjað beini um fjárhagsaðstoð og /eða gert kröfu um að einstaklingar selji eignir eða gangi á varasjóði áður en sú aðstoð er í boði. Við þessar aðstæður gilda augljóslega engin persónuverndarlög. Fordómar og staðreyndir um atvinnuleysi Stundum heyrast þær skoðanir að atvinnulausir séu helst þeir sem ekki vilja vinna, þeir séu letingjar og ónytjungar. En tölurnar segja okkur annað. Atvinnuleysi fylgir sveiflum í hagkerfinu eins og eftir Hrun og árin í Kóvid-faraldrinum þegar margir misstu vinnuna án þessa að nokkuð bendi til leti eða óvilja. Flestir vilja einfaldlega hafa fasta atvinnu, vinna fyrir sér og sínum. Þeim rökum er stundum haldið fram að ef einstaklingur hefur verið atvinnulaus í t.d. 18 mánuði sé útséð um það að hann komist aftur í vinnu. Þá sé betra að hann fari á örorkubætur. Er það skynsamleg niðurstaða að eftir 18 mánaða atvinnuleysi sé rétt að taka einstakling af vinnumarkaði og úrskurða sem öryrkja? Er sennilegt að sá einstaklingur eigi endurkomu á vinnumarkað? Er ekki sennilegra að jafnvel eftir 30 mánuði atvinnuleysis geti einstaklingur átt endurkomu á vinnumarkað frekar en sá sem hefur verið skráður öryrki? Nauðsyn endurskoðunar Ég tel tímabært að endurskoða atvinnuleysistryggingakerfið frá grunni. Atvinnuleysisbætur ættu að vera hluti af velferðarþjónustu samfélagsins á sama hátt og önnur velferðarþjónusta. Ef framtíðarfyrirkomulag atvinnuleysisbóta verður þannig að tímabil bóta verður takmarkað þarf að tryggja þeim sem falla af atvinnuleysisbótum sambærilega framfærslu á vegum opinberrar velferðarþjónustu í beinu framhaldi af atvinnuleysistryggingum. Þá þurfa þeir sem falla af atvinnuleysisbótum ekki að treysta á smánarlegan og niðurlægjandi fjárstyrk sveitarfélaga í lengri eða skemmri tíma. Að stytta tímabil atvinnuleysisbóta flytur einfaldlega kostnaðinn til innan samfélagsins. Sá samfélagskostnaður gufar ekki upp. Höfundur situr í stjórn VG.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar