Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 14. apríl 2025 13:01 Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum. Sjávarklasinn var stofnaður með það að markmiði að nýta afurðir fisksins betur og þannig hámarka virði og stuðla að meiri sjálfbærni og betri umgengni um auðlindina. Þetta var gert með því að leiða saman aðila úr ólíkum áttum með víðtæka reynslu og menntun. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og í dag eru t.d. ýmsar lækningavörur, snyrtivörur og tískuvörur framleiddar úr fiski og öll þekkjum við söguna af nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis. Fyrir mörgum okkar var hugmyndin að Geðráði, sem heilbrigðisráðuneytið setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum, af svipuðum toga. Þar kæmu saman hagaðilar geðheilbrigðiskerfisins með það að markmiði að stuðla að framþróun og nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu og fjölga þeim leiðum sem væru í boði fyrir fólk í vanlíðan. Geðheilbrigðisþjónustan yrði þannig notendamiðaðri og um leið meira valdeflandi. En Geðráðið hefur því miður ekki komist á þann stað. Það virðist ekki ná þessum sameiginlega takti eins og Sjávarklasanum hefur tekist. Roðinu í geðheilbrigðiskerfinu er enn þá hent eða í mesta lagi gefið köttum og humarinn þykir bæði ljótur og ólystugur. Líkja má roði fisksins og fleiri hluta fisksins, sem ekki voru taldir nýtilegir til skamms tíma, við persónulega reynslu fólks. Í Sjávarklasanum urðu til milljarða verðmæti í hlutum sem áður var hent. Innan geðheilbrigðisins liggja hin ónýttu verðmæti m.a. í persónulegu þekkingu fólks á áföllum, að lifa með röddum, að búa við skynnæmni, mikilvægi allskyns sköpunar, menningar, og samfélagsþátttöku. Þekkingu sem sprottið hefur í grasrótinni og rannsóknum sem ekki tengjast hefðbundnum heilbrigðisstéttum og þeirra hugmyndum um hvað sé rétt og rangt. Hefðbundin geðheilbrigðisþjónusta hefur um áratuga skeið aðeins nýtt fiskiflökin. Einstaklingar með reynslu, sem ekki hefur verið sátt við hefðbundnar aðferðir, hafa þurft að leita annað. Þeir hafa nú margir hverjir menntað sig í nálgun jafningastuðnings og hafa reynst öðrum, sem standa í sömu sporum og þeir gerðu, betur en hin hefðbundna hugsun kerfisins til þessa hefur boðið upp á. Þeir eru farnir að vinna roðið, þeir eru farnir að bjóða upp á grillaðan humar – þeir eru verðmætin sem eru beint fyrir framan nefið á okkur! Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum. Sjávarklasinn var stofnaður með það að markmiði að nýta afurðir fisksins betur og þannig hámarka virði og stuðla að meiri sjálfbærni og betri umgengni um auðlindina. Þetta var gert með því að leiða saman aðila úr ólíkum áttum með víðtæka reynslu og menntun. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og í dag eru t.d. ýmsar lækningavörur, snyrtivörur og tískuvörur framleiddar úr fiski og öll þekkjum við söguna af nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis. Fyrir mörgum okkar var hugmyndin að Geðráði, sem heilbrigðisráðuneytið setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum, af svipuðum toga. Þar kæmu saman hagaðilar geðheilbrigðiskerfisins með það að markmiði að stuðla að framþróun og nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu og fjölga þeim leiðum sem væru í boði fyrir fólk í vanlíðan. Geðheilbrigðisþjónustan yrði þannig notendamiðaðri og um leið meira valdeflandi. En Geðráðið hefur því miður ekki komist á þann stað. Það virðist ekki ná þessum sameiginlega takti eins og Sjávarklasanum hefur tekist. Roðinu í geðheilbrigðiskerfinu er enn þá hent eða í mesta lagi gefið köttum og humarinn þykir bæði ljótur og ólystugur. Líkja má roði fisksins og fleiri hluta fisksins, sem ekki voru taldir nýtilegir til skamms tíma, við persónulega reynslu fólks. Í Sjávarklasanum urðu til milljarða verðmæti í hlutum sem áður var hent. Innan geðheilbrigðisins liggja hin ónýttu verðmæti m.a. í persónulegu þekkingu fólks á áföllum, að lifa með röddum, að búa við skynnæmni, mikilvægi allskyns sköpunar, menningar, og samfélagsþátttöku. Þekkingu sem sprottið hefur í grasrótinni og rannsóknum sem ekki tengjast hefðbundnum heilbrigðisstéttum og þeirra hugmyndum um hvað sé rétt og rangt. Hefðbundin geðheilbrigðisþjónusta hefur um áratuga skeið aðeins nýtt fiskiflökin. Einstaklingar með reynslu, sem ekki hefur verið sátt við hefðbundnar aðferðir, hafa þurft að leita annað. Þeir hafa nú margir hverjir menntað sig í nálgun jafningastuðnings og hafa reynst öðrum, sem standa í sömu sporum og þeir gerðu, betur en hin hefðbundna hugsun kerfisins til þessa hefur boðið upp á. Þeir eru farnir að vinna roðið, þeir eru farnir að bjóða upp á grillaðan humar – þeir eru verðmætin sem eru beint fyrir framan nefið á okkur! Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun