„Hér er allt mögulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 22:21 Gat leyft sér að brosa í kvöld. Molly Darlington/Getty Images Ruben Amorim var eðlilega alsæll þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir hreint út sagt ótrúlegan sigur sinna manna í Manchester United á Lyon í kvöld. Hann sagði einfaldlega að á Old Trafford væri allt hægt. Rauðu djöflarnir bókuðu farseðilinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með einni ótrúlegustu endurkomu síðari ára ef ekki sögunnar. Liðið var tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til loka framlengingar en á einhvern undraverðan hátt vann Man Utd 5-4 sigur og mætir því Athletic Bilbao í undanúrslitum. „Ég horfði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá 1999 til að fá innblástur. Það var magnað kvöld,“ sagði Amorim í viðtali eftir leik og vitnaði þar í 2-1 sigurinn á Bayern München, einn frægasta sigur í félagsins. „Liðið var þreytt og þegar við lentum 4-2 undir hélt maður að þetta gæti verið búið. Aldrei að segja aldrei, hér er allt mögulegt.“ „Við byrjuðum vel en sýndum ekki nægilegan stöðugleika til að viðhalda spilamennsku okkar yfir langan tíma. Mér finnst eins og þegar liðið verður þreytt þá falli það til baka. Við hefðum átt að gera betur í tveimur fyrstu mörkum Lyon. Það er margt sem má laga en karakterinn er til staðar.“ Harry Maguire skoraði sigurmark leiksins en hann spilaði sem fremsti maður í framlengingunni. „Við settum Harry upp á topp því hann var sá eini sem var líklegur til að skora með skalla. Kobbie Mainoo skortir hraða nú vegna meiðsla hans en er frábær á litlu og hefur svo hæfileikana til að skora svona mark. Dagurinn í dag var góður dagur.“ Að endingu var Amorim spurður út í vandræði liðsins í ensku úrvalsdeildinni „Staða liðsins í deildinni endurspeglar þjálfarann. Við getum spilað vel í Evrópu en við erum dæmdir af frammistöðu okkar í deildinni, og hún er ekki nægilega góð. Í Evrópu höndlum við líkamlega erfiða leiki og kraft liða betur en við gerum í ensku úrvalsdeildinni, þar þjáumst við mikið.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Rauðu djöflarnir bókuðu farseðilinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með einni ótrúlegustu endurkomu síðari ára ef ekki sögunnar. Liðið var tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til loka framlengingar en á einhvern undraverðan hátt vann Man Utd 5-4 sigur og mætir því Athletic Bilbao í undanúrslitum. „Ég horfði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá 1999 til að fá innblástur. Það var magnað kvöld,“ sagði Amorim í viðtali eftir leik og vitnaði þar í 2-1 sigurinn á Bayern München, einn frægasta sigur í félagsins. „Liðið var þreytt og þegar við lentum 4-2 undir hélt maður að þetta gæti verið búið. Aldrei að segja aldrei, hér er allt mögulegt.“ „Við byrjuðum vel en sýndum ekki nægilegan stöðugleika til að viðhalda spilamennsku okkar yfir langan tíma. Mér finnst eins og þegar liðið verður þreytt þá falli það til baka. Við hefðum átt að gera betur í tveimur fyrstu mörkum Lyon. Það er margt sem má laga en karakterinn er til staðar.“ Harry Maguire skoraði sigurmark leiksins en hann spilaði sem fremsti maður í framlengingunni. „Við settum Harry upp á topp því hann var sá eini sem var líklegur til að skora með skalla. Kobbie Mainoo skortir hraða nú vegna meiðsla hans en er frábær á litlu og hefur svo hæfileikana til að skora svona mark. Dagurinn í dag var góður dagur.“ Að endingu var Amorim spurður út í vandræði liðsins í ensku úrvalsdeildinni „Staða liðsins í deildinni endurspeglar þjálfarann. Við getum spilað vel í Evrópu en við erum dæmdir af frammistöðu okkar í deildinni, og hún er ekki nægilega góð. Í Evrópu höndlum við líkamlega erfiða leiki og kraft liða betur en við gerum í ensku úrvalsdeildinni, þar þjáumst við mikið.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira