Fótbolti

Gummi Ben fór ham­förum yfir endur­komu United

Valur Páll Eiríksson skrifar
Það var sannarlega ástæða fyrir Bruno Fernandes og liðsfélaga hans til að fagna í gærkvöld.
Það var sannarlega ástæða fyrir Bruno Fernandes og liðsfélaga hans til að fagna í gærkvöld. Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images

Manchester United vann magnaðan 5-4 sigur, samanlagt 7-6, á Lyon í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Guðmundur Benediktsson lýsti látunum að sinni stöku snilld.

United skráði sig í sögubækurnar með því að verða eina liðið í sögu Evrópukeppna UEFA til að skora tvö mörk á 120. mínútu eða seinna. Staðan var 4-3 fyrir Lyon þegar Kobbie Mainoo og Harry Maguire skoruðu sitthvort markið með rúmlega mínútu millibili.

Stuðningsmenn United höfðu sannarlega ástæðu til að fagna ótrúlegum sigri liðsins í gær en þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var staðan 4-2 fyrir gestina, sem höfðu sömuleiðis gert afar vel að skora tvö mörk manni færri í framlengingunni.

Öll mörkin úr leiknum í lýsingu Gumma Ben má sjá í spilaranum að neðan.

Klippa: Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United



Fleiri fréttir

Sjá meira


×