Albert sagður á óskalista Everton og Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2025 23:31 Er Albert á leið í ensku úrvalsdeildina? EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er nokkuð óvænt sagður á óskalista Ítalíumeistara Inter Milan og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Hinn 27 ára gamli Albert er sem stendur á láni hjá Fiorentina í Serie A, efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Samningur Genoa við Fiorentina innihélt klásúlu sem gerði það að verkum að síðarnefnda liðið þyrfti að kaupa landsliðsmanninn að tímabilinu loknu. Þrátt fyrir að hafa glímt við ýmis meiðsli á leiktíðinni hefur Albert komið við sögu í 27 leikjum í öllum keppnum, skorað 8 mörk og gefið 2 stoðsendingar. Hann var í byrjunarliðinu þegar Fiorentina tryggði sér sæti í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í gær, fimmtudag. EXCL: Everton are interested in Albert Gudmundsson, Genoa forward on loan at Fiorentina.Story from myself and @FrazFletcher on @TEAMtalk 🤝 And I have another #EFC forward target to reveal tomorrow… https://t.co/Qd81PJNqe9— Harry Watkinson (@HJWatkinson) April 17, 2025 Það er TEAMtalk sem greinir frá því að David Moyes sé með Albert á óskalista sínum hjá Everton. Skotinn knái hefur heldur betur snúið við gengi bláa liðsins í Bítlaborginni og situr liðið sem stendur í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, jafn mörg og Manchester United. Everton er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga á Alberti en ríkjandi Ítalíumeistarar eru einnig sagðir renna hýru auga til KR-ingsins. Inter hafði einnig áhuga fyrir ári síðan en ákvað að gera ekkert þá. Inter er sem stendur með þriggja stiga forystu á Napoli á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir í Serie A. Fiorentina er í 8. sæti með 53 stig, sex á eftir Juventus í 4. sætinu. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Albert er sem stendur á láni hjá Fiorentina í Serie A, efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Samningur Genoa við Fiorentina innihélt klásúlu sem gerði það að verkum að síðarnefnda liðið þyrfti að kaupa landsliðsmanninn að tímabilinu loknu. Þrátt fyrir að hafa glímt við ýmis meiðsli á leiktíðinni hefur Albert komið við sögu í 27 leikjum í öllum keppnum, skorað 8 mörk og gefið 2 stoðsendingar. Hann var í byrjunarliðinu þegar Fiorentina tryggði sér sæti í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í gær, fimmtudag. EXCL: Everton are interested in Albert Gudmundsson, Genoa forward on loan at Fiorentina.Story from myself and @FrazFletcher on @TEAMtalk 🤝 And I have another #EFC forward target to reveal tomorrow… https://t.co/Qd81PJNqe9— Harry Watkinson (@HJWatkinson) April 17, 2025 Það er TEAMtalk sem greinir frá því að David Moyes sé með Albert á óskalista sínum hjá Everton. Skotinn knái hefur heldur betur snúið við gengi bláa liðsins í Bítlaborginni og situr liðið sem stendur í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, jafn mörg og Manchester United. Everton er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga á Alberti en ríkjandi Ítalíumeistarar eru einnig sagðir renna hýru auga til KR-ingsins. Inter hafði einnig áhuga fyrir ári síðan en ákvað að gera ekkert þá. Inter er sem stendur með þriggja stiga forystu á Napoli á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir í Serie A. Fiorentina er í 8. sæti með 53 stig, sex á eftir Juventus í 4. sætinu.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira