Skoðun

NPA breytti lífinu mínu

Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Ég er búinn að vera með NPA í tæp tvö ár.

NPA er notendastýrð persónuleg aðstoð.

Það þýðir að ég stýri því hverjir vinna hjá mér og hvernig þeir aðstoða mig við allar athafnir daglegs lífs.

Það hefur breytt lífi mínu.

Ég er miklu sjálfstæðari en ég var.

Ég brosi miklu meira.

Ég er meira félagslega opinn.

Ég sit í þremur stjórnum; stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, notendaráði um málefni fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og stjórn Fjölmenntar.

Ég get farið að huga að BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði.

Ég get ferðast miklu meira en ég gerði.

Ég get heimsótt ættingja út á landi og ferðast um heiminn.

Ég vil að allir geti verið með NPA sem vilja og geta.

NPA=Betra líf.

Ég þurfti sjálfur að bíða eftir NPA-þjónustu í fimm ár.

Ég skora á stjórnvöld að minnka biðlistana eftir NPA.

Höfundur situr í stjórn Átaks, félag fólks með þroskahömlun.




Skoðun

Sjá meira


×