Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar 27. apríl 2025 09:31 Á útfarardegi Frans páfa drúpti heimsbyggðin höfði í þökk. Einstaka sinnum koma persónur fram í mannkynssögunni sem miðla góðu fréttunum um ást og frelsi, jöfnuð og sanngirni ríkulega yfir heiminn. Enn man fólk arfleifð Móður Theresu og það hvernig Martin Lúther King setti hrokanum skorður. Nær í tíma koma t.d. Michail Gorbatjov, Lech Walesa, Desmond Tutu og Nelson Mandela. Ólíkar persónur sem áttu það sameiginlegt að miðla staðfastri von til heimsbyggðarinnar og dreifa valdi til hins almenna manns í óþökk þess valds sem á öllum öldum safnar sjálfu sér handa sjálfu sér. Vandfundinn er sá áhrifamaður í veröldinni sem dreift hefur valdi til mannkyns og náttúru með jafn máttugum hætti og Frans páfi. Í inngangi umburðarbréfs sem hann gaf út árið 2015 rifjar hann upp að heilagur Frans frá Assisi, sem hann tók sér nafn af á páfastóli, ræddi um jörðina sem systur allra manna. „Þessi systir hrópar núna grátandi á okkur vegna skaðans sem við höfum kallað yfir hana með óábyrgri notkun og misnotkun þeirra gæða sem Guð hefur veitt henni. [...] Við höfum gleymt því að við erum sjálf ryk jarðar (sjá 1Mós 2.7); okkar eigin líkamar eru myndaðir af frumefnum hennar, við öndum að okkur lofti hennar og þiggjum líf og endurnæringu af vötnum hennar.“[1] Í umburðarbréfi Frans, sem út kom sama ár og heimsmarkmið SÞ voru kynnt, hljóma raddir ólíkustu heimildarmanna. Þar má heyra forvera hans á páfastóli, vísindasamfélagið í veröldinni, kristnar kirkjudeildir og trúarhópa, auk annarra trúarbragða heimsins, áður en hann tekur sér það fyrir hendur að ávarpa heimsfjölskylduna alla í leit að „sjálfbærri og heildrænni þróun, því við vitum að hlutir geta breyst“.[2] Öll nálgun hans er veitul og opin svo lesandinn skynjar einbeittan vilja til að halda öllum við borðið þegar hann ræðir stærstu sársaukamál og áhyggjuefni heimsins, fátæktina og vistkerfisvandann, og spáir sumpart fyrir um þá upplausn og grimmd sem nú, tíu árum síðar, er orðin að veruleika. Hinn stóri misskilningur Í huga Frans stafar fátækt og vistkerfisvandi veraldar af djúpstæðri vangá þar sem ríkjandi menning misskilur samhengi sitt og stöðu svo freklega að ekkert nema „umfangsmikil menningarbylting“ mun geta bjargað málum. Í því sambandi notar hann hugtakaparið vistfræðileg sinnaskipti (e. ecological conversion) sem heimsbyggðin verði að taka.[3] Ein rammasta mótsögn tíðarandans er sú, að mati páfa, að tæknihyggjan, sem öllu ræður og sér ekkert gildi í öðrum verum en manninum, virðist starfa í samvinnu við aðrar öfgar sem sjá ekkert sérstakt við manninn![4] Skýring hans er á þá lund að þegar maðurinn setji sig í miðjuna og ljái sér sjálfdæmi, trúandi á tækni og yfirráð, megi búast við afstæðishyggju hvað úr hverju sem einvörðungu hugi að eigin þægindum og yfirborðslegum hagsmunum. Því ættum við ekki að vera hissa þótt við sæjum, í tengslum við hinn alltumlykjandi túlkunarramma tæknivaldsins og átrúnaðinn á hið ótakmarkaða mannlega vald, upp rísa stæka afstæðishyggju sem sæi ekkert skipta máli nema það þjónaði sjálflægum skammtímahagsmunum. Páfi fullyrðir að þannig fóðri ólíkar öfgar hvor aðra og leiði til umhverfis- og samfélagshnignunar.[5] Hugsanlega getur innsæi Frans páfa nú stutt okkur þegar við þurfum að leggja mat á fyrirhugað hernaðarkapphlaup á kostnað almennings í þágu tæknirisanna. Hið ríkjandi tæknivald sem fer sínu fram án tillits til sjálfgildis efnisheimsins og mannlegs eðlis, með því að gera manninn að ríkjandi þætti á kostnað alls annars um leið og tilvera hans er virt að vettugi, hefur náð að „valda“ hagkerfið og pólitíkina svo að fjárhagurinn yfirskyggir hinn raunveruleg hag, fullyrðir páfi.[6] En markaðurinn einn og sjálfur mun ekki tryggja samþætta þróun og félagslega þátttöku allra. Niðurstaðan verður sú að stóra myndin og samhengi veruleikans slitnar í sundur í sérhæfðum einstrengingslegum áherslum tækni- og auðhyggju og allt sem er viðkvæmt, náttúran og hin fátæku, fer halloka, segir páfi.[7] Við slíkar aðstæður reynist mörgum nær ógerlegt að kyngja þeim náttúrulegu takmörkunum sem veruleikinn felur í sér jafnframt því sem vitundin um almannahag verði fjarlægari, en þá sé stutt í að við taki það sem hann nefnir hópsjálfselsku (e. collective selfishness) sem geti á endanum leitt til upplausnar og eyðingar.[8] Þetta hafa því miður reynst spámannleg orð sem nú rætast fyrir framan augun á almenningi m.a. í blygðunarlausu þjóðarmorði með pólitísku samþykki og jafnvel stuðningi hinna ríku þjóða. Þannig stillir páfi upp tækni- hagræna túlkunarrammanum sem rammasta andstæðingi mannlegrar farsældar og vistkerfis. Frans páfi og Sameinuðu þjóðirnar Árið 2020 lauk ég doktorsrannsókn þar sem ég bar saman áherslur heimsmarkmiða SÞ 2015 og umburðarbréf páfa frá sama ári og sýndi fram á ríkan samhljóm með þessum tveimur ólíku heimildum.[9] Gjarnan lýsi ég því svo að í rannsókn minni hafi ég beðið heimsmarkmið SÞ og umburðarbréf páfa að svara þremur spurningum: Hvar erum við? Hver erum við? Og hvað er hagvöxtur? Fyrir hálfri öld hefðu SÞ og þorri allra kristinna guðfræðinga svarað þessum spurningum á þá leið að við værum í fyrsta lagi stödd í efnisheimi sem væri hráefni handa okkur. Í öðru lagi væri mannkyn helsta dýrmæti heimsins og því hlyti góður hagvöxtur að birtast í styrk, þekkingu og færni við nýtingu auðlinda. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og viðhorf þróast. Fremur en að líta á jörðina og efnisheiminn sem hráefni handa mannkyni horfa SÞ, Frans páfi og megin þorri guðfræðinga og heimspekinga, að náttúruvísindafólki ógleymdu, á jörðina sem lífveru. Í stað þess að sjá mannkyn aðgreint frá náttúrunni sem eiganda hennar er nú fremur litið á manninn sem þátttakanda í vistkerfum heimsins. Þá er viðurkennd sú vísindalega vitneskja að staða mannsins í náttúrunni sé víkjandi, þar eð mannkyn byggi líf sitt og afkomu á vistkerfinu sem aftur þurfi ekkert á manninum að halda. Sé nú svo í pottinn búið. Ef mannkyn er í raun og sann þátttakandi í vistkerfi en ekki eigandi þess og drottnari. Sé auk þess eitthvað að marka vísindarannsóknir sem kalla á tafarlaus vistfræðileg háttaskipti í ljósi aðsteðjandi loftslagsvanda af mannavöldum. – Hvað er þá hagvöxtur? Að öllu þrasi og upplýsingarugli slepptu þá vitum við í dag að hagvöxtur og sjálfbær þróun er tvö hugtök yfir sama ástand. Það er ekki hagvöxtur þótt einhverjir græði á hergagnaframleiðslu. Það er ekki hagvöxtur þegar framin eru þjóðarmorð til að skapa rými fyrir nýjar baðstrendur. Hagvöxtur er það þegar lífið hefur góð vaxtarskilyrði. Friður og réttlæti er hagvöxtur. Heilsa og öryggi er hagvöxtur. Sjálfbærni er hagvöxtur. Þeir sátu eitthvað svo umkomulausir á stökum stólum á gólfi Péturskirkjunnar Trump og Selenskí. Komnir til að kveðja Frans páfa tóku þeir þó fimmtán mínútur frá til þess að reyna að meðtaka hann. Fram undan í veröldinni er enn aukinn flóttamannastraumur af völdum loftslagsbreytinga. Hvað sem líða mun hernaðarbrölti, fátækt, kynþáttahyggju og öðru manngerðu böli. Við skulum ekki kveðja Frans páfa. Meðtökum fremur þá miklu gjöf sem okkur var veitt með þjónustu hans. Setjumst niður, horfumst í augu og heyrum orð hins vitra manns: „Ósvikin mennska sem kallar eftir nýrri niðurstöðu virðist dvelja, óséð af flestum, í miðju hins tæknivædda samfélags líkt og gufuslæðingur renni mjúklega undir lokaðar dyr. Mun loforðið, þrátt fyrir allt halda, og allt sem er ósvikið og ekta rísa upp í þrálátri andstöðu?[10] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] „Encyclical Letter Laudato Si’ of the Holy Father Francis“, 2. málsgr. (Eigin þýðing birt í doktorsrannsókn minni frá 2020.) [2] Sama, 13. málsgr. [3] Sama, kafli 3.5, 14 og 216. [4] Sama, 118. málsgr. [5] Sama, 122. málsgr. [6] Sama, 108–109. málsgr. [7] Sama, 110–112. málsgr. [8] Sama, 204. málsgr. [9] Bjarni Karlsson, Vistkerfisvandi og fátækt: Einkenni lífvænlegrar heimsmyndar, mannskiln- ings og fátæktarhugtaks í fjölmenningarsamfélagi eftirnútímans. [Doktorsrit- gerð.] Reykjavík: Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, 2020. [10] Sama, 112. Málsgr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Andlát Frans páfa Bjarni Karlsson Páfakjör 2025 Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Sjá meira
Á útfarardegi Frans páfa drúpti heimsbyggðin höfði í þökk. Einstaka sinnum koma persónur fram í mannkynssögunni sem miðla góðu fréttunum um ást og frelsi, jöfnuð og sanngirni ríkulega yfir heiminn. Enn man fólk arfleifð Móður Theresu og það hvernig Martin Lúther King setti hrokanum skorður. Nær í tíma koma t.d. Michail Gorbatjov, Lech Walesa, Desmond Tutu og Nelson Mandela. Ólíkar persónur sem áttu það sameiginlegt að miðla staðfastri von til heimsbyggðarinnar og dreifa valdi til hins almenna manns í óþökk þess valds sem á öllum öldum safnar sjálfu sér handa sjálfu sér. Vandfundinn er sá áhrifamaður í veröldinni sem dreift hefur valdi til mannkyns og náttúru með jafn máttugum hætti og Frans páfi. Í inngangi umburðarbréfs sem hann gaf út árið 2015 rifjar hann upp að heilagur Frans frá Assisi, sem hann tók sér nafn af á páfastóli, ræddi um jörðina sem systur allra manna. „Þessi systir hrópar núna grátandi á okkur vegna skaðans sem við höfum kallað yfir hana með óábyrgri notkun og misnotkun þeirra gæða sem Guð hefur veitt henni. [...] Við höfum gleymt því að við erum sjálf ryk jarðar (sjá 1Mós 2.7); okkar eigin líkamar eru myndaðir af frumefnum hennar, við öndum að okkur lofti hennar og þiggjum líf og endurnæringu af vötnum hennar.“[1] Í umburðarbréfi Frans, sem út kom sama ár og heimsmarkmið SÞ voru kynnt, hljóma raddir ólíkustu heimildarmanna. Þar má heyra forvera hans á páfastóli, vísindasamfélagið í veröldinni, kristnar kirkjudeildir og trúarhópa, auk annarra trúarbragða heimsins, áður en hann tekur sér það fyrir hendur að ávarpa heimsfjölskylduna alla í leit að „sjálfbærri og heildrænni þróun, því við vitum að hlutir geta breyst“.[2] Öll nálgun hans er veitul og opin svo lesandinn skynjar einbeittan vilja til að halda öllum við borðið þegar hann ræðir stærstu sársaukamál og áhyggjuefni heimsins, fátæktina og vistkerfisvandann, og spáir sumpart fyrir um þá upplausn og grimmd sem nú, tíu árum síðar, er orðin að veruleika. Hinn stóri misskilningur Í huga Frans stafar fátækt og vistkerfisvandi veraldar af djúpstæðri vangá þar sem ríkjandi menning misskilur samhengi sitt og stöðu svo freklega að ekkert nema „umfangsmikil menningarbylting“ mun geta bjargað málum. Í því sambandi notar hann hugtakaparið vistfræðileg sinnaskipti (e. ecological conversion) sem heimsbyggðin verði að taka.[3] Ein rammasta mótsögn tíðarandans er sú, að mati páfa, að tæknihyggjan, sem öllu ræður og sér ekkert gildi í öðrum verum en manninum, virðist starfa í samvinnu við aðrar öfgar sem sjá ekkert sérstakt við manninn![4] Skýring hans er á þá lund að þegar maðurinn setji sig í miðjuna og ljái sér sjálfdæmi, trúandi á tækni og yfirráð, megi búast við afstæðishyggju hvað úr hverju sem einvörðungu hugi að eigin þægindum og yfirborðslegum hagsmunum. Því ættum við ekki að vera hissa þótt við sæjum, í tengslum við hinn alltumlykjandi túlkunarramma tæknivaldsins og átrúnaðinn á hið ótakmarkaða mannlega vald, upp rísa stæka afstæðishyggju sem sæi ekkert skipta máli nema það þjónaði sjálflægum skammtímahagsmunum. Páfi fullyrðir að þannig fóðri ólíkar öfgar hvor aðra og leiði til umhverfis- og samfélagshnignunar.[5] Hugsanlega getur innsæi Frans páfa nú stutt okkur þegar við þurfum að leggja mat á fyrirhugað hernaðarkapphlaup á kostnað almennings í þágu tæknirisanna. Hið ríkjandi tæknivald sem fer sínu fram án tillits til sjálfgildis efnisheimsins og mannlegs eðlis, með því að gera manninn að ríkjandi þætti á kostnað alls annars um leið og tilvera hans er virt að vettugi, hefur náð að „valda“ hagkerfið og pólitíkina svo að fjárhagurinn yfirskyggir hinn raunveruleg hag, fullyrðir páfi.[6] En markaðurinn einn og sjálfur mun ekki tryggja samþætta þróun og félagslega þátttöku allra. Niðurstaðan verður sú að stóra myndin og samhengi veruleikans slitnar í sundur í sérhæfðum einstrengingslegum áherslum tækni- og auðhyggju og allt sem er viðkvæmt, náttúran og hin fátæku, fer halloka, segir páfi.[7] Við slíkar aðstæður reynist mörgum nær ógerlegt að kyngja þeim náttúrulegu takmörkunum sem veruleikinn felur í sér jafnframt því sem vitundin um almannahag verði fjarlægari, en þá sé stutt í að við taki það sem hann nefnir hópsjálfselsku (e. collective selfishness) sem geti á endanum leitt til upplausnar og eyðingar.[8] Þetta hafa því miður reynst spámannleg orð sem nú rætast fyrir framan augun á almenningi m.a. í blygðunarlausu þjóðarmorði með pólitísku samþykki og jafnvel stuðningi hinna ríku þjóða. Þannig stillir páfi upp tækni- hagræna túlkunarrammanum sem rammasta andstæðingi mannlegrar farsældar og vistkerfis. Frans páfi og Sameinuðu þjóðirnar Árið 2020 lauk ég doktorsrannsókn þar sem ég bar saman áherslur heimsmarkmiða SÞ 2015 og umburðarbréf páfa frá sama ári og sýndi fram á ríkan samhljóm með þessum tveimur ólíku heimildum.[9] Gjarnan lýsi ég því svo að í rannsókn minni hafi ég beðið heimsmarkmið SÞ og umburðarbréf páfa að svara þremur spurningum: Hvar erum við? Hver erum við? Og hvað er hagvöxtur? Fyrir hálfri öld hefðu SÞ og þorri allra kristinna guðfræðinga svarað þessum spurningum á þá leið að við værum í fyrsta lagi stödd í efnisheimi sem væri hráefni handa okkur. Í öðru lagi væri mannkyn helsta dýrmæti heimsins og því hlyti góður hagvöxtur að birtast í styrk, þekkingu og færni við nýtingu auðlinda. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og viðhorf þróast. Fremur en að líta á jörðina og efnisheiminn sem hráefni handa mannkyni horfa SÞ, Frans páfi og megin þorri guðfræðinga og heimspekinga, að náttúruvísindafólki ógleymdu, á jörðina sem lífveru. Í stað þess að sjá mannkyn aðgreint frá náttúrunni sem eiganda hennar er nú fremur litið á manninn sem þátttakanda í vistkerfum heimsins. Þá er viðurkennd sú vísindalega vitneskja að staða mannsins í náttúrunni sé víkjandi, þar eð mannkyn byggi líf sitt og afkomu á vistkerfinu sem aftur þurfi ekkert á manninum að halda. Sé nú svo í pottinn búið. Ef mannkyn er í raun og sann þátttakandi í vistkerfi en ekki eigandi þess og drottnari. Sé auk þess eitthvað að marka vísindarannsóknir sem kalla á tafarlaus vistfræðileg háttaskipti í ljósi aðsteðjandi loftslagsvanda af mannavöldum. – Hvað er þá hagvöxtur? Að öllu þrasi og upplýsingarugli slepptu þá vitum við í dag að hagvöxtur og sjálfbær þróun er tvö hugtök yfir sama ástand. Það er ekki hagvöxtur þótt einhverjir græði á hergagnaframleiðslu. Það er ekki hagvöxtur þegar framin eru þjóðarmorð til að skapa rými fyrir nýjar baðstrendur. Hagvöxtur er það þegar lífið hefur góð vaxtarskilyrði. Friður og réttlæti er hagvöxtur. Heilsa og öryggi er hagvöxtur. Sjálfbærni er hagvöxtur. Þeir sátu eitthvað svo umkomulausir á stökum stólum á gólfi Péturskirkjunnar Trump og Selenskí. Komnir til að kveðja Frans páfa tóku þeir þó fimmtán mínútur frá til þess að reyna að meðtaka hann. Fram undan í veröldinni er enn aukinn flóttamannastraumur af völdum loftslagsbreytinga. Hvað sem líða mun hernaðarbrölti, fátækt, kynþáttahyggju og öðru manngerðu böli. Við skulum ekki kveðja Frans páfa. Meðtökum fremur þá miklu gjöf sem okkur var veitt með þjónustu hans. Setjumst niður, horfumst í augu og heyrum orð hins vitra manns: „Ósvikin mennska sem kallar eftir nýrri niðurstöðu virðist dvelja, óséð af flestum, í miðju hins tæknivædda samfélags líkt og gufuslæðingur renni mjúklega undir lokaðar dyr. Mun loforðið, þrátt fyrir allt halda, og allt sem er ósvikið og ekta rísa upp í þrálátri andstöðu?[10] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] „Encyclical Letter Laudato Si’ of the Holy Father Francis“, 2. málsgr. (Eigin þýðing birt í doktorsrannsókn minni frá 2020.) [2] Sama, 13. málsgr. [3] Sama, kafli 3.5, 14 og 216. [4] Sama, 118. málsgr. [5] Sama, 122. málsgr. [6] Sama, 108–109. málsgr. [7] Sama, 110–112. málsgr. [8] Sama, 204. málsgr. [9] Bjarni Karlsson, Vistkerfisvandi og fátækt: Einkenni lífvænlegrar heimsmyndar, mannskiln- ings og fátæktarhugtaks í fjölmenningarsamfélagi eftirnútímans. [Doktorsrit- gerð.] Reykjavík: Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, 2020. [10] Sama, 112. Málsgr.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun