Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2025 06:32 Hákon Arnar Haraldsson tekur sjálfu af sér með verðlaunabikar eftir að hann var valinn maður leiksins í Meistaradeildarleik Lille á móti Borussia Dortmund í sextán liða úrslitum keppninnar. Getty/Julian Finney Franska Íslendingafélagið Lille er langefst á listanum yfir þau evrópsku fótboltafélög sem hafa hagnast mest á leikmannamarkaðnum undanfarin tíu ár. Félagaskiptavefurinn Transfermarkt tók saman þennan topplista út frá því hvað hvert félög hafa borgað mikinn pening fyrir leikmenn í samanburði við tekjur þeirra af sölu leikmanna. Undanfarin tíu ár þá er Lille 436 milljónir evra í plús. Það gera 63,6 milljarða í tekjur af leikmannasölum og kaupum á einum áratugi. Liðið hefur grætt 106 milljónum evra meira en næsta lið á listanum sem er Club Brugge frá Belgíu. Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal. Lille komst alla leið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en datt út fyrir þýska liðinu Broussia Dortmund. Á síðasta tímabili endaði Lille í fjórða sæti í frönsku deildinni en félagið hefur orðið einu sinni franskur meistari á þessum tíma og það var vorið 2021. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spillar með Lille en félagið keypti hann frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn fyrir fimmtán milljónir evra í júlí 2023. Það er almennt búist við því að hann gæti farið í sterkara félag í framtíðinni og þá fyrir meiri pening en umræddar fimmtán milljónir evra. Um leið myndi Hákon þar með bæta við gróða félagsins á leikmannamarkaðnum. Hákon er hins vegar með samning til ársins 2028 og fleiri leikmenn liðsins gætu verið seldir í sumar. Það er því alveg eins líklegt að félagið bíði aðeins með það að græða pening á íslenska landsliðsmanninum. Topp tíu listann má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Félagaskiptavefurinn Transfermarkt tók saman þennan topplista út frá því hvað hvert félög hafa borgað mikinn pening fyrir leikmenn í samanburði við tekjur þeirra af sölu leikmanna. Undanfarin tíu ár þá er Lille 436 milljónir evra í plús. Það gera 63,6 milljarða í tekjur af leikmannasölum og kaupum á einum áratugi. Liðið hefur grætt 106 milljónum evra meira en næsta lið á listanum sem er Club Brugge frá Belgíu. Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal. Lille komst alla leið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en datt út fyrir þýska liðinu Broussia Dortmund. Á síðasta tímabili endaði Lille í fjórða sæti í frönsku deildinni en félagið hefur orðið einu sinni franskur meistari á þessum tíma og það var vorið 2021. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spillar með Lille en félagið keypti hann frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn fyrir fimmtán milljónir evra í júlí 2023. Það er almennt búist við því að hann gæti farið í sterkara félag í framtíðinni og þá fyrir meiri pening en umræddar fimmtán milljónir evra. Um leið myndi Hákon þar með bæta við gróða félagsins á leikmannamarkaðnum. Hákon er hins vegar með samning til ársins 2028 og fleiri leikmenn liðsins gætu verið seldir í sumar. Það er því alveg eins líklegt að félagið bíði aðeins með það að græða pening á íslenska landsliðsmanninum. Topp tíu listann má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official)
Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira