Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2025 06:32 Hákon Arnar Haraldsson tekur sjálfu af sér með verðlaunabikar eftir að hann var valinn maður leiksins í Meistaradeildarleik Lille á móti Borussia Dortmund í sextán liða úrslitum keppninnar. Getty/Julian Finney Franska Íslendingafélagið Lille er langefst á listanum yfir þau evrópsku fótboltafélög sem hafa hagnast mest á leikmannamarkaðnum undanfarin tíu ár. Félagaskiptavefurinn Transfermarkt tók saman þennan topplista út frá því hvað hvert félög hafa borgað mikinn pening fyrir leikmenn í samanburði við tekjur þeirra af sölu leikmanna. Undanfarin tíu ár þá er Lille 436 milljónir evra í plús. Það gera 63,6 milljarða í tekjur af leikmannasölum og kaupum á einum áratugi. Liðið hefur grætt 106 milljónum evra meira en næsta lið á listanum sem er Club Brugge frá Belgíu. Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal. Lille komst alla leið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en datt út fyrir þýska liðinu Broussia Dortmund. Á síðasta tímabili endaði Lille í fjórða sæti í frönsku deildinni en félagið hefur orðið einu sinni franskur meistari á þessum tíma og það var vorið 2021. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spillar með Lille en félagið keypti hann frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn fyrir fimmtán milljónir evra í júlí 2023. Það er almennt búist við því að hann gæti farið í sterkara félag í framtíðinni og þá fyrir meiri pening en umræddar fimmtán milljónir evra. Um leið myndi Hákon þar með bæta við gróða félagsins á leikmannamarkaðnum. Hákon er hins vegar með samning til ársins 2028 og fleiri leikmenn liðsins gætu verið seldir í sumar. Það er því alveg eins líklegt að félagið bíði aðeins með það að græða pening á íslenska landsliðsmanninum. Topp tíu listann má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Franski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Félagaskiptavefurinn Transfermarkt tók saman þennan topplista út frá því hvað hvert félög hafa borgað mikinn pening fyrir leikmenn í samanburði við tekjur þeirra af sölu leikmanna. Undanfarin tíu ár þá er Lille 436 milljónir evra í plús. Það gera 63,6 milljarða í tekjur af leikmannasölum og kaupum á einum áratugi. Liðið hefur grætt 106 milljónum evra meira en næsta lið á listanum sem er Club Brugge frá Belgíu. Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal. Lille komst alla leið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en datt út fyrir þýska liðinu Broussia Dortmund. Á síðasta tímabili endaði Lille í fjórða sæti í frönsku deildinni en félagið hefur orðið einu sinni franskur meistari á þessum tíma og það var vorið 2021. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spillar með Lille en félagið keypti hann frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn fyrir fimmtán milljónir evra í júlí 2023. Það er almennt búist við því að hann gæti farið í sterkara félag í framtíðinni og þá fyrir meiri pening en umræddar fimmtán milljónir evra. Um leið myndi Hákon þar með bæta við gróða félagsins á leikmannamarkaðnum. Hákon er hins vegar með samning til ársins 2028 og fleiri leikmenn liðsins gætu verið seldir í sumar. Það er því alveg eins líklegt að félagið bíði aðeins með það að græða pening á íslenska landsliðsmanninum. Topp tíu listann má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official)
Franski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira