Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Árni Sæberg skrifar 28. apríl 2025 16:09 Daði Már hefur svarað spurningum Bryndísar um kostnað af áralöngum málaferlum Dista ehf. og ÁTVR. Vísir Fjármála- og efnahagsráðherra segir ÁTVR ekki hafa tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er þegar kominn vel yfir fjórtán milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Bryndís spurði til að byrja með hver kostnaður ÁTVR og eftir atvikum ríkisins hefði verið af af rekstri máls sem lauk með dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 4. desember 2024. Málið sneri að ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða. Um bjórana Faxe Witbier og Faxe IPA var að ræða og Hæstiréttur taldi að ÁTVR hefði ekki mátt taka bjórana úr sölu á grundvelli þess að framlegð þeirra væri ekki næg. Rétturinn féllst á það með fyrirtækinu að miða þurfi við eftirspurn en ekki framlegð. Fjórar milljónir auk launa ríkislögmanns Í svari Daða Más segir að ríkislögmaður hafi farið með rekstur málsins fyrir hönd ríkisins. Ríkið hafi verið dæmt til greiðslu málskostnaðar, sem hafi verið fjórar milljónir króna á öllum dómstigum, Annar beinn kostnaður hefði ekki fallið til. Að því er varðar óbeinan kostnað þá sé launakostnaður starfsfólks ekki aðgreindur eftir hverju og einu verkefni sem það sinnir. Því má reikna með að raunkostnaður hafi verið umtalsvert meiri en fjórar milljónir. Rúmar tíu milljónir og Hæstiréttur mögulega eftir Því næst spurði Bryndís hver kostnaður ÁTVR og eftir atvikum ríkisins hefði verið af af rekstri máls sem lauk með dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp 20. febrúar síðastliðinn. Það mál varðaði ákvörðun ÁTVR um að neita að taka koffíndrykkinn Shaker til sölu á reynslu. Rétturinn taldi ÁTVR ekki stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir. Í svarinu segir að ríkið hafi verið dæmt til greiðslu málskostnaðar, sem hafi verið 3,5 milljónir króna á báðum dómstigum. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er annar beinn kostnaður aðkeypt lögfræðiþjónusta vegna rekstrar málsins fyrir dómi og skiptist svo, án virðisaukaskatts: a. 5.228.150 krómur vegna rekstrar málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. b. 2.029.500 krónur vegna rekstrar málsins fyrir Landsrétti. Þá segir að ÁTVR hafi óskað eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar í seinna málinu. Þannig sé ekki ljóst hvort því máli sé endanlega lokið. Vörurnar þó ekki teknar í sölu Þá spurði Bryndís hvort ÁTVR hefði tekið þær vörur sem um ræddi í þessum dómsmálum til sölu. Ef ekki, hver væri ástæða þess og hvort það væri með samþykki ráðherra. „Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hafa umræddar vörur ekki verið teknar til sölu. Þá vísar hún til takmarkana sem leiða af þeim fjölda vara sem hafa verið felldar úr sölu með vísan til framlegðarviðmiða sem voru til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar nr. 19/2024, auk þess sem stofnunin hafi yfir takmörkuðu húsrými að ráða. Þar af leiðandi sé ekki mögulegt að bregðast við niðurstöðunni með því að taka vörurnar til sölu,“ segir ráðherra. Afstaða til þess hvort tilteknar vörur eru teknar til sölu af hálfu ÁTVR séu ekki teknar af eða bornar undir ráðherra. Samkvæmt íslenskum rétti sé ekki sjálfgefið að þegar stjórnvaldsákvörðun er felld úr gildi leiði það til þess að fyrra ástandi skuli komið á, heldur sé þýðing niðurstöðunnar undirorpin mati hverju sinni. Gætir þess að afstaðan taki mið af reglum Loks spurði Bryndís hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að Dista ehf. fái það tjón bætt sem leiddi af ólögmætum ákvörðunum ÁTVR og ef ekki, hverju það sætti. Í svari Daða Más segir að samkvæmt lögum um ríkislögmann fari ríkislögmaður með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði. Ráðherra njóti leiðsagnar ríkislögmanns við að móta afstöðu til þeirra bótakrafna sem koma fram. Stjórnvöld þurfi að gæta hlutlægni þegar þau eiga aðild að ágreiningsmálum og leitast við að niðurstaða máls byggist á réttum atvikum og sé í samræmi við lög. Samkvæmt almennum reglum eigi tjónþoli rétt á að fá fullar bætur úr hendi þess sem telst bótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Ráðuneytið gæti þess að afstaða ríkisins til bótakrafna sem beint er að ríkinu taki tillit til framangreindra sjónarmiða. Dómsmál Rekstur hins opinbera Áfengi Verslun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. 24. apríl 2024 16:50 Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 ÁTVR mátti neita að selja koffíndrykk Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var í dag sýknuð af kröfum heildsölunnar Distu vegna ákvörðunar um að selja ekki koffíndrykk. 23. júní 2023 16:52 ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6. desember 2024 08:37 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Bryndís spurði til að byrja með hver kostnaður ÁTVR og eftir atvikum ríkisins hefði verið af af rekstri máls sem lauk með dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 4. desember 2024. Málið sneri að ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða. Um bjórana Faxe Witbier og Faxe IPA var að ræða og Hæstiréttur taldi að ÁTVR hefði ekki mátt taka bjórana úr sölu á grundvelli þess að framlegð þeirra væri ekki næg. Rétturinn féllst á það með fyrirtækinu að miða þurfi við eftirspurn en ekki framlegð. Fjórar milljónir auk launa ríkislögmanns Í svari Daða Más segir að ríkislögmaður hafi farið með rekstur málsins fyrir hönd ríkisins. Ríkið hafi verið dæmt til greiðslu málskostnaðar, sem hafi verið fjórar milljónir króna á öllum dómstigum, Annar beinn kostnaður hefði ekki fallið til. Að því er varðar óbeinan kostnað þá sé launakostnaður starfsfólks ekki aðgreindur eftir hverju og einu verkefni sem það sinnir. Því má reikna með að raunkostnaður hafi verið umtalsvert meiri en fjórar milljónir. Rúmar tíu milljónir og Hæstiréttur mögulega eftir Því næst spurði Bryndís hver kostnaður ÁTVR og eftir atvikum ríkisins hefði verið af af rekstri máls sem lauk með dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp 20. febrúar síðastliðinn. Það mál varðaði ákvörðun ÁTVR um að neita að taka koffíndrykkinn Shaker til sölu á reynslu. Rétturinn taldi ÁTVR ekki stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir. Í svarinu segir að ríkið hafi verið dæmt til greiðslu málskostnaðar, sem hafi verið 3,5 milljónir króna á báðum dómstigum. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er annar beinn kostnaður aðkeypt lögfræðiþjónusta vegna rekstrar málsins fyrir dómi og skiptist svo, án virðisaukaskatts: a. 5.228.150 krómur vegna rekstrar málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. b. 2.029.500 krónur vegna rekstrar málsins fyrir Landsrétti. Þá segir að ÁTVR hafi óskað eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar í seinna málinu. Þannig sé ekki ljóst hvort því máli sé endanlega lokið. Vörurnar þó ekki teknar í sölu Þá spurði Bryndís hvort ÁTVR hefði tekið þær vörur sem um ræddi í þessum dómsmálum til sölu. Ef ekki, hver væri ástæða þess og hvort það væri með samþykki ráðherra. „Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hafa umræddar vörur ekki verið teknar til sölu. Þá vísar hún til takmarkana sem leiða af þeim fjölda vara sem hafa verið felldar úr sölu með vísan til framlegðarviðmiða sem voru til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar nr. 19/2024, auk þess sem stofnunin hafi yfir takmörkuðu húsrými að ráða. Þar af leiðandi sé ekki mögulegt að bregðast við niðurstöðunni með því að taka vörurnar til sölu,“ segir ráðherra. Afstaða til þess hvort tilteknar vörur eru teknar til sölu af hálfu ÁTVR séu ekki teknar af eða bornar undir ráðherra. Samkvæmt íslenskum rétti sé ekki sjálfgefið að þegar stjórnvaldsákvörðun er felld úr gildi leiði það til þess að fyrra ástandi skuli komið á, heldur sé þýðing niðurstöðunnar undirorpin mati hverju sinni. Gætir þess að afstaðan taki mið af reglum Loks spurði Bryndís hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að Dista ehf. fái það tjón bætt sem leiddi af ólögmætum ákvörðunum ÁTVR og ef ekki, hverju það sætti. Í svari Daða Más segir að samkvæmt lögum um ríkislögmann fari ríkislögmaður með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði. Ráðherra njóti leiðsagnar ríkislögmanns við að móta afstöðu til þeirra bótakrafna sem koma fram. Stjórnvöld þurfi að gæta hlutlægni þegar þau eiga aðild að ágreiningsmálum og leitast við að niðurstaða máls byggist á réttum atvikum og sé í samræmi við lög. Samkvæmt almennum reglum eigi tjónþoli rétt á að fá fullar bætur úr hendi þess sem telst bótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Ráðuneytið gæti þess að afstaða ríkisins til bótakrafna sem beint er að ríkinu taki tillit til framangreindra sjónarmiða.
Dómsmál Rekstur hins opinbera Áfengi Verslun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. 24. apríl 2024 16:50 Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 ÁTVR mátti neita að selja koffíndrykk Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var í dag sýknuð af kröfum heildsölunnar Distu vegna ákvörðunar um að selja ekki koffíndrykk. 23. júní 2023 16:52 ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6. desember 2024 08:37 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. 24. apríl 2024 16:50
Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41
ÁTVR mátti neita að selja koffíndrykk Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var í dag sýknuð af kröfum heildsölunnar Distu vegna ákvörðunar um að selja ekki koffíndrykk. 23. júní 2023 16:52
ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6. desember 2024 08:37