Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2025 21:33 Björgólfur Thor Björgólfsson. Vísir/Vilhelm Meintar njósnaðgerðir, sem hafa meðal annars orðið til þess að varðstjóri hjá lögreglunni hefur verið leystur undan vinnuskyldu, eru sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Róberti Wessman, sem og máli fyrrverandi hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi. Greint var frá þessu í fréttaskýringaþættinum Kveiki á Rúv í kvöld. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa farið fram á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Björgólfur Thor er sagður hafa staðið að baki þeim. Þær hafi beinst að hópi fólks, fyrrverandi hluthöfum Landsbankans, sem voru þá í málaferlum gegn Björgólfi, sem var stærsti eigandi hans. Í fyrra lauk því máli með um milljarðs króna sáttagreiðslum Björgólfs til hluthafanna. Björgólfur viðurkenndi þó enga sök, en hann hafði verið sakaður um að leyna hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Sjá nánar: Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Í Kveik segir að Björgólfur hafi beðið um áðurnefndar njósnaaðgerðir frá félaginu PPP sf. Hann hafi talið að hópmálsóknarfélagið væri á snærum Róberts Wessman, og vildi sanna það. Jafnframt hafi hann viljað komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Fram kemur að PPP sf. hafi verið stofnað ári áður en njósnaaðgerðirnar fóru fram. Það hafi verið tveir þáverandi lögreglumenn sem stofnuðu það. Þá hafi lögreglumaður fengið greitt fyrir að taka þátt í aðgerðunum sömu daga og hann var að störfum hjá lögreglunni. Greint var frá því fyrr í dag að sá maður hefði verið leystur undan starfskyldu hjá lögreglunni í gær eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. Falin myndavél í kókómjólkurfernu Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman. Þeir tveir síðarnefndu voru forsvarsmenn málsóknarfélagsins. Fylgst hafi verið með ferðum þessara manna og annarra með umfangsmiklum hætti. Bílar, heimili og vinnustaðir hafi verið vaktaðir. Umfangsmest hafi verið aðgerð við lögmannsstofuna Landslög þar sem bílaleigubíl, sem hafi reglulega verið skipt út fyrir annan, hafi verið komið fyrir með falda myndavél í kókómjólkurfernu í glugga bílsins sem fylgdist með aðalinngangi stofunnar. Í frétt Rúv mátti sjá myndefni sem virtist tekið úr launsátri sem sýndi til dæmis Vilhjálm, Ólaf og Róbert. Á meðal gagna Rúv er upptaka af samtali Birgis Más Ragnarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Novators, við stofnendur PPP, Jón Óttar Ólafsson og Guðmund heitinn Gunnarsson. Þar eru þeir sagðir hafa kynnt hvernig þeir myndu haga njósnunum. Jón Óttar og Guðmundur störfuðu hjá sérstökum saksóknara en voru kærðir fyrir að stela og selja gögn frá embættinu og létu þá af störfum. Síðar var fallið frá kærunni. Jón Óttar hefur jafnframt vakið athygli fyrir störf sín fyrir Samherja. Fréttin hefur verið uppfærð. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Greint var frá þessu í fréttaskýringaþættinum Kveiki á Rúv í kvöld. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa farið fram á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Björgólfur Thor er sagður hafa staðið að baki þeim. Þær hafi beinst að hópi fólks, fyrrverandi hluthöfum Landsbankans, sem voru þá í málaferlum gegn Björgólfi, sem var stærsti eigandi hans. Í fyrra lauk því máli með um milljarðs króna sáttagreiðslum Björgólfs til hluthafanna. Björgólfur viðurkenndi þó enga sök, en hann hafði verið sakaður um að leyna hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Sjá nánar: Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Í Kveik segir að Björgólfur hafi beðið um áðurnefndar njósnaaðgerðir frá félaginu PPP sf. Hann hafi talið að hópmálsóknarfélagið væri á snærum Róberts Wessman, og vildi sanna það. Jafnframt hafi hann viljað komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Fram kemur að PPP sf. hafi verið stofnað ári áður en njósnaaðgerðirnar fóru fram. Það hafi verið tveir þáverandi lögreglumenn sem stofnuðu það. Þá hafi lögreglumaður fengið greitt fyrir að taka þátt í aðgerðunum sömu daga og hann var að störfum hjá lögreglunni. Greint var frá því fyrr í dag að sá maður hefði verið leystur undan starfskyldu hjá lögreglunni í gær eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. Falin myndavél í kókómjólkurfernu Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman. Þeir tveir síðarnefndu voru forsvarsmenn málsóknarfélagsins. Fylgst hafi verið með ferðum þessara manna og annarra með umfangsmiklum hætti. Bílar, heimili og vinnustaðir hafi verið vaktaðir. Umfangsmest hafi verið aðgerð við lögmannsstofuna Landslög þar sem bílaleigubíl, sem hafi reglulega verið skipt út fyrir annan, hafi verið komið fyrir með falda myndavél í kókómjólkurfernu í glugga bílsins sem fylgdist með aðalinngangi stofunnar. Í frétt Rúv mátti sjá myndefni sem virtist tekið úr launsátri sem sýndi til dæmis Vilhjálm, Ólaf og Róbert. Á meðal gagna Rúv er upptaka af samtali Birgis Más Ragnarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Novators, við stofnendur PPP, Jón Óttar Ólafsson og Guðmund heitinn Gunnarsson. Þar eru þeir sagðir hafa kynnt hvernig þeir myndu haga njósnunum. Jón Óttar og Guðmundur störfuðu hjá sérstökum saksóknara en voru kærðir fyrir að stela og selja gögn frá embættinu og létu þá af störfum. Síðar var fallið frá kærunni. Jón Óttar hefur jafnframt vakið athygli fyrir störf sín fyrir Samherja. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira