Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2025 09:45 Stefnt er að fyrsta tilraunaflugi ES 30-flugvélarinnar á þessu ári. Heart Aerospace Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug. Ákvörðunin þykir áfall fyrir Svíþjóð, ekki síst þau skilaboð sem í henni felast. Starfsstöð fyrirtæksins í Gautaborg verður lokað og hefur 75 starfsmönnum þar verið sagt upp. Þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrirtækisins þykir ein helsta vonarstjarna fluggeirans um sjálfbært og mengunarfrítt atvinnuflug. Núna er stefnt að fyrsta reynsluflugi á þessu ári og að hún verði komin í farþegaflug árið 2029. Prófanir á jörðu niðri hófust í Gautaborg síðastliðið haust, eins og sjá má hér: Icelandair með fimm eintök er í stórum hópi flugfélaga sem hafa nú þegar ýmist pantað samtals 250 eintök eða skrifað undir viljayfirlýsingu um 191 eintak. Norræn flugfélög hafa sérstaklega horft til þessarar flugvélar fyrir flugleiðir innan Skandinavíu. Í fréttatilkynningu er haft eftir Anders Forslund, stofnanda og forstjóra Heart Aerospace, að flutningurinn til Kaliforníu marki nýjan kafla í vegferð Heart Aerospace. Verið sé að þróa lykiltækni, eins og rafhlöður, hugbúnað og rafknúinn vélbúnað flugvélarinnar. ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm slíkum vélum.Heart Aerospace „Við erum afar þakklát teymi okkar í Svíþjóð fyrir að vera hluti af þessum kafla í ferðalagi Heart og fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið í Svíþjóð,“ segir Anders Forslund. „Hins vegar, þar sem viðskiptavinir okkar, samstarfsaðilar og fjárfestar eru í auknum mæli staðsettir í Bandaríkjunum, sjáum við meiri tækifæri í að beina kröftum okkar þangað. Með því að sameina starfsemi okkar í Los Angeles getum við hraðað þróun, styrkt samstarf og betur undirbúið Heart Aerospace fyrir framtíðina.“ Stærð flugvélarinnar og flugdrægi gæti hentað vel í innanlandsflugi á Íslandi.Heart Aerspace Í fréttamiðlinum TNW er haft eftir Tobias Bengtsdahl, hjá áhættufjárfestafyrirtækinu Antler, að flutningur Heart til Bandaríkjanna ætti að klingja viðvörunarbjöllum í evrópska tæknigeiranum. „Reglugerðafargan Evrópu og skortur á vilja til að hlusta á óskir markaðarins eru að hrekja nýsköpun í burtu,“ segir Bengtsdahl, sem er búsettur í Stokkhólmi. „Svona fréttir ýta undir þá skoðun að Bandaríkin séu betri staður til nýsköpunar og þróunar - það er vandi Evrópu.“ Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Nýsköpun Icelandair Evrópusambandið Tengdar fréttir Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Ákvörðunin þykir áfall fyrir Svíþjóð, ekki síst þau skilaboð sem í henni felast. Starfsstöð fyrirtæksins í Gautaborg verður lokað og hefur 75 starfsmönnum þar verið sagt upp. Þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrirtækisins þykir ein helsta vonarstjarna fluggeirans um sjálfbært og mengunarfrítt atvinnuflug. Núna er stefnt að fyrsta reynsluflugi á þessu ári og að hún verði komin í farþegaflug árið 2029. Prófanir á jörðu niðri hófust í Gautaborg síðastliðið haust, eins og sjá má hér: Icelandair með fimm eintök er í stórum hópi flugfélaga sem hafa nú þegar ýmist pantað samtals 250 eintök eða skrifað undir viljayfirlýsingu um 191 eintak. Norræn flugfélög hafa sérstaklega horft til þessarar flugvélar fyrir flugleiðir innan Skandinavíu. Í fréttatilkynningu er haft eftir Anders Forslund, stofnanda og forstjóra Heart Aerospace, að flutningurinn til Kaliforníu marki nýjan kafla í vegferð Heart Aerospace. Verið sé að þróa lykiltækni, eins og rafhlöður, hugbúnað og rafknúinn vélbúnað flugvélarinnar. ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm slíkum vélum.Heart Aerospace „Við erum afar þakklát teymi okkar í Svíþjóð fyrir að vera hluti af þessum kafla í ferðalagi Heart og fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið í Svíþjóð,“ segir Anders Forslund. „Hins vegar, þar sem viðskiptavinir okkar, samstarfsaðilar og fjárfestar eru í auknum mæli staðsettir í Bandaríkjunum, sjáum við meiri tækifæri í að beina kröftum okkar þangað. Með því að sameina starfsemi okkar í Los Angeles getum við hraðað þróun, styrkt samstarf og betur undirbúið Heart Aerospace fyrir framtíðina.“ Stærð flugvélarinnar og flugdrægi gæti hentað vel í innanlandsflugi á Íslandi.Heart Aerspace Í fréttamiðlinum TNW er haft eftir Tobias Bengtsdahl, hjá áhættufjárfestafyrirtækinu Antler, að flutningur Heart til Bandaríkjanna ætti að klingja viðvörunarbjöllum í evrópska tæknigeiranum. „Reglugerðafargan Evrópu og skortur á vilja til að hlusta á óskir markaðarins eru að hrekja nýsköpun í burtu,“ segir Bengtsdahl, sem er búsettur í Stokkhólmi. „Svona fréttir ýta undir þá skoðun að Bandaríkin séu betri staður til nýsköpunar og þróunar - það er vandi Evrópu.“
Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Nýsköpun Icelandair Evrópusambandið Tengdar fréttir Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40
Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50
Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33