Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 23:54 Allt að átján milljón Ástralar ganga að kjörborðinu í dag. EPA Kjördagur er runninn upp í Ástralíu. Von er á æsispennandi þingkosningum í skugga Trump-tolla, loftslagsvár, sem hefur undanfarin ár látið á sér kræla í landinu, og kreppu á húsnæðismarkaði. Anthony Albanese sitjandi forsætisráðherra og oddviti verkamannaflokksins sækist eftir endurkjöri en hans helsti keppinautur er Peter Dutton oddviti frjálslynda íhaldsflokksins. Ef marka má skoðanakannanir er harður bardagi í vændum og búist er við að mjótt verði á munum. Sekt fyrir að kjósa ekki Albanese hefur í stjórnartíð sinni lagt áherslu á umhverfismál og bætt alþjóðatengsl. Vinsældir hans hafa þó dvínað og hann verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í þeim málefnum sem efst voru á baugi í kosningabaráttunni, til að mynda húsnæðismálum, yfirstandandi lífskjarakreppu og heilbrigðismálum. Dutton hefur einna helst látið til sín taka í umræðu um vókisma, hefur sagt ástralska þjóðfélagið of umburðarlynt og að hann berjist fyrir „hinu gleymda fólki“ í Ástralíu sem væri komið með nóg af pólitískum rétttrúnaði. Þá hyggst hann taka til í innflytjendamálum. Brimbrettaköppum á Bondi ströndinni í Sydney þótti óþarfi að klæða sig áður en haldið var á kjörstað. EPA Samkvæmt fréttavakt BBC liggja viðskiptatengsl við Bandaríkin einnig þungt á kjósendum í kosningunum en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en eftir rúmlega hundrað daga embættissetu eru horfurnar ekki jafn góðar fyrir flokkinn. Í umfjöllun NBC segir að kjósendur treysti frambjóðendum flokksins ekki jafn vel til að takast á við Bandaríkjastjórn Trump og öðrum frambjóðendum. Þess vegna hafi fylgi dalað undanfarnar vikur. Búist er við allt að 90 prósent kjörsókn, en þeir sem ekki mæta á kjörstað fá sekt upp á 20 ástralska dali, sem samsvara um 1700 krónum. Einhverjir dagar ef ekki vikur eru þangað til niðurstaðna er að vænta. Ástralía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Anthony Albanese sitjandi forsætisráðherra og oddviti verkamannaflokksins sækist eftir endurkjöri en hans helsti keppinautur er Peter Dutton oddviti frjálslynda íhaldsflokksins. Ef marka má skoðanakannanir er harður bardagi í vændum og búist er við að mjótt verði á munum. Sekt fyrir að kjósa ekki Albanese hefur í stjórnartíð sinni lagt áherslu á umhverfismál og bætt alþjóðatengsl. Vinsældir hans hafa þó dvínað og hann verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í þeim málefnum sem efst voru á baugi í kosningabaráttunni, til að mynda húsnæðismálum, yfirstandandi lífskjarakreppu og heilbrigðismálum. Dutton hefur einna helst látið til sín taka í umræðu um vókisma, hefur sagt ástralska þjóðfélagið of umburðarlynt og að hann berjist fyrir „hinu gleymda fólki“ í Ástralíu sem væri komið með nóg af pólitískum rétttrúnaði. Þá hyggst hann taka til í innflytjendamálum. Brimbrettaköppum á Bondi ströndinni í Sydney þótti óþarfi að klæða sig áður en haldið var á kjörstað. EPA Samkvæmt fréttavakt BBC liggja viðskiptatengsl við Bandaríkin einnig þungt á kjósendum í kosningunum en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en eftir rúmlega hundrað daga embættissetu eru horfurnar ekki jafn góðar fyrir flokkinn. Í umfjöllun NBC segir að kjósendur treysti frambjóðendum flokksins ekki jafn vel til að takast á við Bandaríkjastjórn Trump og öðrum frambjóðendum. Þess vegna hafi fylgi dalað undanfarnar vikur. Búist er við allt að 90 prósent kjörsókn, en þeir sem ekki mæta á kjörstað fá sekt upp á 20 ástralska dali, sem samsvara um 1700 krónum. Einhverjir dagar ef ekki vikur eru þangað til niðurstaðna er að vænta.
Ástralía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54