5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 5. maí 2025 07:00 Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir. Náttúruhamfarir, átök og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á konur og eru ljósmæður ein af framlínu heilbrigðisstéttum samfélaga sem vinna gegn þeirri vá. Vegna sérþekkingar ljósmæðra eiga þær að koma að borðinu þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem varðar frjósemi, barneignaferlið, nýburaumönnun og heilbrigðisþjónusta sem veitt er ungu fólki er skipulögð. Í þeim löndum þar sem að mæðra – og ungbarnadauði er hár er aðgengi að vel menntuðum ljósmæðrum lítið sem ekkert. Hér á landi er staðan góð, ein sú besta í heiminum. Þar skiptir góð grunnmenntun ljósmæðra miklu máli og þau tækifæri og umhverfi sem við höfum til sí- og endurmenntunar. Við höfum skapað gott umhverfi og aðstæður til þess hér á landi sem ljósmæður nýta sér. Metnaður stéttarinnar er mikill enda er mikið í húfi fyrir okkar skjólstæðinga sem er viðkvæmur hópur, sem á rétt á bestu mögulegri þjónustu á hverjum tíma. Samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir er mikilvæg. Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga einstaklega gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem tekið er tillit til sérhæfðrar þekkingar og sjónarmiða mismunandi fræðigreina. Ljósmæður hafa náð að fara bil beggja þannig að okkar skjólstæðingar geta í dag valið úr nokkrum þjónustuleiðum, allt frá því að fæða á heimili sínu, í að fæða á hátæknisjúkrahúsi. Þessu vali á þjónustuformi í barneignarferlinu, sem ég leyfi mér að fullyrða er ekki til staðar í jafn ríku mæli í öðrum löndum, fylgir sú ábyrgð að meta faglega aðstæður hverju sinni, með okkar skjólstæðingum þar sem öryggi þeirra og óskir eru hafðar að leiðarljósi. Samfélagið og kröfur til okkar sem heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Krafan um að hafa stjórn á eigin aðstæðum/fæðingu er sterk og við sem fagfólk verðum að virða það og koma til móts við þær kröfur. En það má ekki og á ekki að koma niður á öryggi og velferð mæðra og nýbura. Þarna reynir á að ljósmæður sýni ákveðna auðmýkt og fagmennsku. Sú þróun sem hefur átt sér stað hérlendis og erlendis að konur hafi valið að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna veldur mér áhyggjum. Við heyrum hræðilegar sögur erlendis frá um afdrif slíkra fæðinga – sögur sem ég vona að verði aldrei íslenskar sögur. Hér á landi þar sem að hægt er að velja úr svo mörgum þjónustuformum og jafnvel velja sér hvaða ljósmæður koma til með að veita þjónustuna. Við stöndum okkur vel hér á landi en megum alls ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Hættan sem steðjar að okkur er að það verði rof á milli heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga. Hætta sem við verðum að horfast í augu við. Hætta sem kemur erlendis frá, þar sem skipulag þjónustu og umhverfi er allt annað en hér á landi. Hætta sem við sem samfélag verðum að bregðast við. Nú sem endranær hef ég fulla trú á ljósmæðrum og fagmennsku þeirra. Við ætlum að halda upp á daginn í dag með því að horfa til fortíðar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands standa fyrir málþingi um meðgöngur, fæðingar og þjóðfræði því tengdu. Dagskráin byrjar kl. 13. Síðan munum við halda okkar árlega fræðsludag, Ljósmæðradaginn þann 9. maí næstkomandi, þar sem ljósmæður af öllu landinu koma saman til að efla sig og fræðast. Til hamingju með daginn okkar ljósmæður! Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir. Náttúruhamfarir, átök og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á konur og eru ljósmæður ein af framlínu heilbrigðisstéttum samfélaga sem vinna gegn þeirri vá. Vegna sérþekkingar ljósmæðra eiga þær að koma að borðinu þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem varðar frjósemi, barneignaferlið, nýburaumönnun og heilbrigðisþjónusta sem veitt er ungu fólki er skipulögð. Í þeim löndum þar sem að mæðra – og ungbarnadauði er hár er aðgengi að vel menntuðum ljósmæðrum lítið sem ekkert. Hér á landi er staðan góð, ein sú besta í heiminum. Þar skiptir góð grunnmenntun ljósmæðra miklu máli og þau tækifæri og umhverfi sem við höfum til sí- og endurmenntunar. Við höfum skapað gott umhverfi og aðstæður til þess hér á landi sem ljósmæður nýta sér. Metnaður stéttarinnar er mikill enda er mikið í húfi fyrir okkar skjólstæðinga sem er viðkvæmur hópur, sem á rétt á bestu mögulegri þjónustu á hverjum tíma. Samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir er mikilvæg. Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga einstaklega gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem tekið er tillit til sérhæfðrar þekkingar og sjónarmiða mismunandi fræðigreina. Ljósmæður hafa náð að fara bil beggja þannig að okkar skjólstæðingar geta í dag valið úr nokkrum þjónustuleiðum, allt frá því að fæða á heimili sínu, í að fæða á hátæknisjúkrahúsi. Þessu vali á þjónustuformi í barneignarferlinu, sem ég leyfi mér að fullyrða er ekki til staðar í jafn ríku mæli í öðrum löndum, fylgir sú ábyrgð að meta faglega aðstæður hverju sinni, með okkar skjólstæðingum þar sem öryggi þeirra og óskir eru hafðar að leiðarljósi. Samfélagið og kröfur til okkar sem heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Krafan um að hafa stjórn á eigin aðstæðum/fæðingu er sterk og við sem fagfólk verðum að virða það og koma til móts við þær kröfur. En það má ekki og á ekki að koma niður á öryggi og velferð mæðra og nýbura. Þarna reynir á að ljósmæður sýni ákveðna auðmýkt og fagmennsku. Sú þróun sem hefur átt sér stað hérlendis og erlendis að konur hafi valið að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna veldur mér áhyggjum. Við heyrum hræðilegar sögur erlendis frá um afdrif slíkra fæðinga – sögur sem ég vona að verði aldrei íslenskar sögur. Hér á landi þar sem að hægt er að velja úr svo mörgum þjónustuformum og jafnvel velja sér hvaða ljósmæður koma til með að veita þjónustuna. Við stöndum okkur vel hér á landi en megum alls ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Hættan sem steðjar að okkur er að það verði rof á milli heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga. Hætta sem við verðum að horfast í augu við. Hætta sem kemur erlendis frá, þar sem skipulag þjónustu og umhverfi er allt annað en hér á landi. Hætta sem við sem samfélag verðum að bregðast við. Nú sem endranær hef ég fulla trú á ljósmæðrum og fagmennsku þeirra. Við ætlum að halda upp á daginn í dag með því að horfa til fortíðar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands standa fyrir málþingi um meðgöngur, fæðingar og þjóðfræði því tengdu. Dagskráin byrjar kl. 13. Síðan munum við halda okkar árlega fræðsludag, Ljósmæðradaginn þann 9. maí næstkomandi, þar sem ljósmæður af öllu landinu koma saman til að efla sig og fræðast. Til hamingju með daginn okkar ljósmæður! Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun