5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 5. maí 2025 07:00 Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir. Náttúruhamfarir, átök og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á konur og eru ljósmæður ein af framlínu heilbrigðisstéttum samfélaga sem vinna gegn þeirri vá. Vegna sérþekkingar ljósmæðra eiga þær að koma að borðinu þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem varðar frjósemi, barneignaferlið, nýburaumönnun og heilbrigðisþjónusta sem veitt er ungu fólki er skipulögð. Í þeim löndum þar sem að mæðra – og ungbarnadauði er hár er aðgengi að vel menntuðum ljósmæðrum lítið sem ekkert. Hér á landi er staðan góð, ein sú besta í heiminum. Þar skiptir góð grunnmenntun ljósmæðra miklu máli og þau tækifæri og umhverfi sem við höfum til sí- og endurmenntunar. Við höfum skapað gott umhverfi og aðstæður til þess hér á landi sem ljósmæður nýta sér. Metnaður stéttarinnar er mikill enda er mikið í húfi fyrir okkar skjólstæðinga sem er viðkvæmur hópur, sem á rétt á bestu mögulegri þjónustu á hverjum tíma. Samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir er mikilvæg. Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga einstaklega gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem tekið er tillit til sérhæfðrar þekkingar og sjónarmiða mismunandi fræðigreina. Ljósmæður hafa náð að fara bil beggja þannig að okkar skjólstæðingar geta í dag valið úr nokkrum þjónustuleiðum, allt frá því að fæða á heimili sínu, í að fæða á hátæknisjúkrahúsi. Þessu vali á þjónustuformi í barneignarferlinu, sem ég leyfi mér að fullyrða er ekki til staðar í jafn ríku mæli í öðrum löndum, fylgir sú ábyrgð að meta faglega aðstæður hverju sinni, með okkar skjólstæðingum þar sem öryggi þeirra og óskir eru hafðar að leiðarljósi. Samfélagið og kröfur til okkar sem heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Krafan um að hafa stjórn á eigin aðstæðum/fæðingu er sterk og við sem fagfólk verðum að virða það og koma til móts við þær kröfur. En það má ekki og á ekki að koma niður á öryggi og velferð mæðra og nýbura. Þarna reynir á að ljósmæður sýni ákveðna auðmýkt og fagmennsku. Sú þróun sem hefur átt sér stað hérlendis og erlendis að konur hafi valið að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna veldur mér áhyggjum. Við heyrum hræðilegar sögur erlendis frá um afdrif slíkra fæðinga – sögur sem ég vona að verði aldrei íslenskar sögur. Hér á landi þar sem að hægt er að velja úr svo mörgum þjónustuformum og jafnvel velja sér hvaða ljósmæður koma til með að veita þjónustuna. Við stöndum okkur vel hér á landi en megum alls ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Hættan sem steðjar að okkur er að það verði rof á milli heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga. Hætta sem við verðum að horfast í augu við. Hætta sem kemur erlendis frá, þar sem skipulag þjónustu og umhverfi er allt annað en hér á landi. Hætta sem við sem samfélag verðum að bregðast við. Nú sem endranær hef ég fulla trú á ljósmæðrum og fagmennsku þeirra. Við ætlum að halda upp á daginn í dag með því að horfa til fortíðar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands standa fyrir málþingi um meðgöngur, fæðingar og þjóðfræði því tengdu. Dagskráin byrjar kl. 13. Síðan munum við halda okkar árlega fræðsludag, Ljósmæðradaginn þann 9. maí næstkomandi, þar sem ljósmæður af öllu landinu koma saman til að efla sig og fræðast. Til hamingju með daginn okkar ljósmæður! Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir. Náttúruhamfarir, átök og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á konur og eru ljósmæður ein af framlínu heilbrigðisstéttum samfélaga sem vinna gegn þeirri vá. Vegna sérþekkingar ljósmæðra eiga þær að koma að borðinu þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem varðar frjósemi, barneignaferlið, nýburaumönnun og heilbrigðisþjónusta sem veitt er ungu fólki er skipulögð. Í þeim löndum þar sem að mæðra – og ungbarnadauði er hár er aðgengi að vel menntuðum ljósmæðrum lítið sem ekkert. Hér á landi er staðan góð, ein sú besta í heiminum. Þar skiptir góð grunnmenntun ljósmæðra miklu máli og þau tækifæri og umhverfi sem við höfum til sí- og endurmenntunar. Við höfum skapað gott umhverfi og aðstæður til þess hér á landi sem ljósmæður nýta sér. Metnaður stéttarinnar er mikill enda er mikið í húfi fyrir okkar skjólstæðinga sem er viðkvæmur hópur, sem á rétt á bestu mögulegri þjónustu á hverjum tíma. Samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir er mikilvæg. Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga einstaklega gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem tekið er tillit til sérhæfðrar þekkingar og sjónarmiða mismunandi fræðigreina. Ljósmæður hafa náð að fara bil beggja þannig að okkar skjólstæðingar geta í dag valið úr nokkrum þjónustuleiðum, allt frá því að fæða á heimili sínu, í að fæða á hátæknisjúkrahúsi. Þessu vali á þjónustuformi í barneignarferlinu, sem ég leyfi mér að fullyrða er ekki til staðar í jafn ríku mæli í öðrum löndum, fylgir sú ábyrgð að meta faglega aðstæður hverju sinni, með okkar skjólstæðingum þar sem öryggi þeirra og óskir eru hafðar að leiðarljósi. Samfélagið og kröfur til okkar sem heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Krafan um að hafa stjórn á eigin aðstæðum/fæðingu er sterk og við sem fagfólk verðum að virða það og koma til móts við þær kröfur. En það má ekki og á ekki að koma niður á öryggi og velferð mæðra og nýbura. Þarna reynir á að ljósmæður sýni ákveðna auðmýkt og fagmennsku. Sú þróun sem hefur átt sér stað hérlendis og erlendis að konur hafi valið að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna veldur mér áhyggjum. Við heyrum hræðilegar sögur erlendis frá um afdrif slíkra fæðinga – sögur sem ég vona að verði aldrei íslenskar sögur. Hér á landi þar sem að hægt er að velja úr svo mörgum þjónustuformum og jafnvel velja sér hvaða ljósmæður koma til með að veita þjónustuna. Við stöndum okkur vel hér á landi en megum alls ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Hættan sem steðjar að okkur er að það verði rof á milli heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga. Hætta sem við verðum að horfast í augu við. Hætta sem kemur erlendis frá, þar sem skipulag þjónustu og umhverfi er allt annað en hér á landi. Hætta sem við sem samfélag verðum að bregðast við. Nú sem endranær hef ég fulla trú á ljósmæðrum og fagmennsku þeirra. Við ætlum að halda upp á daginn í dag með því að horfa til fortíðar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands standa fyrir málþingi um meðgöngur, fæðingar og þjóðfræði því tengdu. Dagskráin byrjar kl. 13. Síðan munum við halda okkar árlega fræðsludag, Ljósmæðradaginn þann 9. maí næstkomandi, þar sem ljósmæður af öllu landinu koma saman til að efla sig og fræðast. Til hamingju með daginn okkar ljósmæður! Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar