Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 16:30 Eins og sjá má var verið að sprengja helling af flugeldum við hótel Tottenham í nótt. Eflaust pirrandi fyrir Dejan Kulusevski og félaga. Samsett/Twitter/Getty Óprúttnir stuðningsmenn norska liðsins Bodö/Glimt reyndu að færa sínu liði aðstoð með því að halda vöku fyrir leikmönnum Tottenham á hóteli þeirra í Noregi í nótt, með því að sprengja flugelda. Það var klukkan 2:27 í nótt sem að lögreglan í Bodö fékk tilkynningu um að verið væri að sprengja flugelda við hótel Tottenham-liðsins, Scandic Havet. „Flugeldasýninguna“ má sjá hér að neðan en Bodö Ultras, stuðningsmannahópur Bodö/Glimt, birti myndskeið á samfélagsmiðlum og taggaði Tottenham í færslunni. 😴😴😴 @SpursOfficial 02:37 pic.twitter.com/RGFu1QOq6G— Ultras Bodø (@ultrasbodo) May 8, 2025 „Sökudólgarnir sáust hlaupa af vettvangi. Þegar lögreglan kom á staðinn fundust nokkrar flugeldatertur,“ sagði fulltrúi lögreglunnar, May Wenche Hansen, við NRK. Ekki var búið að kveikja í öllum tertunum og gerði lögreglan þær upptækar. Seinni leikur Bodö/Glimt og Tottenham, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, hefst klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma er seinni leikur Manchester United og Athletic Bilbao á Vodafone Sport. Tottenham vann Bodö/Glimt 3-1 í Lundúnum, þar sem Ulrik Saltnes minnkaði muninn á 83. mínútu eftir mörk frá Brennan Johnson, James Maddison og Dominic Solanke. Einvígið er því enn opið og stuðningsmenn Bodö/Glimt meðvitaðir um möguleikana á að komast í sjálfan úrslitaleik keppninnar, því á gervigrasinu í Bodö hafa Lazio, Olympiacos, Twente og fleiri lið þurft að sætta sig við tap í vetur. Það gæti hjálpað ef leikmenn Tottenham fengu minni svefn en ella vegna flugeldanna í nótt. Stuðningsmenn Bodö hafa notað sömu aðferðir áður því þeir sprengdu líka flugelda til að vekja leikmenn Ajax í febrúar i fyrra. Ajax hafði þó betur í því einvígi, eftir framlengdan leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira
Það var klukkan 2:27 í nótt sem að lögreglan í Bodö fékk tilkynningu um að verið væri að sprengja flugelda við hótel Tottenham-liðsins, Scandic Havet. „Flugeldasýninguna“ má sjá hér að neðan en Bodö Ultras, stuðningsmannahópur Bodö/Glimt, birti myndskeið á samfélagsmiðlum og taggaði Tottenham í færslunni. 😴😴😴 @SpursOfficial 02:37 pic.twitter.com/RGFu1QOq6G— Ultras Bodø (@ultrasbodo) May 8, 2025 „Sökudólgarnir sáust hlaupa af vettvangi. Þegar lögreglan kom á staðinn fundust nokkrar flugeldatertur,“ sagði fulltrúi lögreglunnar, May Wenche Hansen, við NRK. Ekki var búið að kveikja í öllum tertunum og gerði lögreglan þær upptækar. Seinni leikur Bodö/Glimt og Tottenham, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, hefst klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma er seinni leikur Manchester United og Athletic Bilbao á Vodafone Sport. Tottenham vann Bodö/Glimt 3-1 í Lundúnum, þar sem Ulrik Saltnes minnkaði muninn á 83. mínútu eftir mörk frá Brennan Johnson, James Maddison og Dominic Solanke. Einvígið er því enn opið og stuðningsmenn Bodö/Glimt meðvitaðir um möguleikana á að komast í sjálfan úrslitaleik keppninnar, því á gervigrasinu í Bodö hafa Lazio, Olympiacos, Twente og fleiri lið þurft að sætta sig við tap í vetur. Það gæti hjálpað ef leikmenn Tottenham fengu minni svefn en ella vegna flugeldanna í nótt. Stuðningsmenn Bodö hafa notað sömu aðferðir áður því þeir sprengdu líka flugelda til að vekja leikmenn Ajax í febrúar i fyrra. Ajax hafði þó betur í því einvígi, eftir framlengdan leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira