Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. maí 2025 21:58 Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Vísir/Einar Símtölum frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum til Rauða krossins hefur stórfjölgað á milli ára. Verkefnastjóri segir alvarlegar afleiðingar blasa við ef ekki næst að rétta af yfirvofandi hallarekstur á næstu mánuðum. Metfjöldi sjálfsvígssímtala hefur borist neyðarsíma Rauða krossins 1717 það sem af er ári. Samtölin eru jafnframt sögð þyngri og flóknari en áður. „Það voru um 430 sjálfsvígssamtöl fyrir þetta tímabil í fyrra en í ár eru þau komin rúmlega 600 fyrir þetta sama tímabil,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Markið þið einhverja ástæðu fyrir því að þeim hafi fjölgað svona mikið á milil ára? „Nei í rauninni er erfitt að segja hver ástæðan er. Fólk er auðvitað kannski frekar að leita sér hjálpar sem er gott. Það er auðvitað bara margt um að vera í heiminum og í samfélaginu og það getur valdið einhverju af þessu.“ Sex hundruð símtöl á fjórum mánuðum gerir um fimm símtöl á dag. Á fyrstu 23 dögum marsmánaðar hafði starfsfólk samband við Neyðarlínu oftar en tuttugu sinnum. Það sé aðeins gert ef talið er að viðkomandi sé í bráðri hættu. „Við erum auðvitað með opið allan sólarhringinn alla daga ársins og þetta er allt að þyngjast. Við þurfum að auka stuðning við okkar sjálfboðaliða og okkar starfsfólk. Við fáum líka mjög mikið af samtölum til okkar á nóttinni. Það eru oft alvarleg og þyngri samtöl sem eru þá að berast,“ segir Sandra Björk. 1717 er oft eina þjónustan sem er í boði á kvöldin og á næturnar sem að börn og ungmenni nýta sér meira en aðrir. Tugi milljóna vanti til að rétta af yfirvofandi hallarekstur. Sandra telur að tryggja ætti reksturinn í fjárlögum þar sem styrkir og önnur framlög dugi ekki til. Alvarlegar afleiðingar blasi við ef ekki næst að brúa bilið. „Þá gætum við þurft að skera niður þessa þjónustu og gætum mögulega þurft að loka á nóttunni. Sem við viljum ekki gera því það eru mikið af samtölum að berast á nóttunni og mjög alvarlegum samtölum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Metfjöldi sjálfsvígssímtala hefur borist neyðarsíma Rauða krossins 1717 það sem af er ári. Samtölin eru jafnframt sögð þyngri og flóknari en áður. „Það voru um 430 sjálfsvígssamtöl fyrir þetta tímabil í fyrra en í ár eru þau komin rúmlega 600 fyrir þetta sama tímabil,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Markið þið einhverja ástæðu fyrir því að þeim hafi fjölgað svona mikið á milil ára? „Nei í rauninni er erfitt að segja hver ástæðan er. Fólk er auðvitað kannski frekar að leita sér hjálpar sem er gott. Það er auðvitað bara margt um að vera í heiminum og í samfélaginu og það getur valdið einhverju af þessu.“ Sex hundruð símtöl á fjórum mánuðum gerir um fimm símtöl á dag. Á fyrstu 23 dögum marsmánaðar hafði starfsfólk samband við Neyðarlínu oftar en tuttugu sinnum. Það sé aðeins gert ef talið er að viðkomandi sé í bráðri hættu. „Við erum auðvitað með opið allan sólarhringinn alla daga ársins og þetta er allt að þyngjast. Við þurfum að auka stuðning við okkar sjálfboðaliða og okkar starfsfólk. Við fáum líka mjög mikið af samtölum til okkar á nóttinni. Það eru oft alvarleg og þyngri samtöl sem eru þá að berast,“ segir Sandra Björk. 1717 er oft eina þjónustan sem er í boði á kvöldin og á næturnar sem að börn og ungmenni nýta sér meira en aðrir. Tugi milljóna vanti til að rétta af yfirvofandi hallarekstur. Sandra telur að tryggja ætti reksturinn í fjárlögum þar sem styrkir og önnur framlög dugi ekki til. Alvarlegar afleiðingar blasi við ef ekki næst að brúa bilið. „Þá gætum við þurft að skera niður þessa þjónustu og gætum mögulega þurft að loka á nóttunni. Sem við viljum ekki gera því það eru mikið af samtölum að berast á nóttunni og mjög alvarlegum samtölum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira