Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar 9. maí 2025 23:00 Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð. Kosning um nýtt íþróttafélag – Hvað felst raunverulega í kosningunni? Íbúar Suðurnesjabæjar standa frammi fyrir mikilli ákvörðun mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þá kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Kosningin snýst þó ekki eingöngu um stofnun nýs félags, heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Er verið að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum? Valkostagreiningar og faglegt mat Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði. Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis. Í Sandgerði er einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar eru 40 fleiri iðkendur. Stofnun félagsins og staðsetning vallarins – Tengt með ásetningi? Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags. Áfangaskýrsla og upplýsingaleynd Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði. Kosningin – Upplýst val eða blekking? Formaður Reynis hefur nú staðfest opinberlega að kosningin sé um staðsetningu vallarins: ·„Já“ merkir að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. ·„Nei“ merkir að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 stendur og völlurinn verði í Sandgerði. ·Til að snúa við fyrri ákvörðun þarf 2/3 hluta atkvæða. Fjárhagsleg ábyrgð – Hvað mun þetta kosta? Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís. Sannleikurinn skiptir máli Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt? Höfundur er fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Reynis og íbúa í Suðurnesjabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Suðurnesjabær Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð. Kosning um nýtt íþróttafélag – Hvað felst raunverulega í kosningunni? Íbúar Suðurnesjabæjar standa frammi fyrir mikilli ákvörðun mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þá kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Kosningin snýst þó ekki eingöngu um stofnun nýs félags, heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Er verið að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum? Valkostagreiningar og faglegt mat Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði. Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis. Í Sandgerði er einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar eru 40 fleiri iðkendur. Stofnun félagsins og staðsetning vallarins – Tengt með ásetningi? Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags. Áfangaskýrsla og upplýsingaleynd Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði. Kosningin – Upplýst val eða blekking? Formaður Reynis hefur nú staðfest opinberlega að kosningin sé um staðsetningu vallarins: ·„Já“ merkir að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. ·„Nei“ merkir að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 stendur og völlurinn verði í Sandgerði. ·Til að snúa við fyrri ákvörðun þarf 2/3 hluta atkvæða. Fjárhagsleg ábyrgð – Hvað mun þetta kosta? Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís. Sannleikurinn skiptir máli Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt? Höfundur er fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Reynis og íbúa í Suðurnesjabæ
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun