Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 10. maí 2025 12:02 Mótmælaaldan gegn Ísraelsríki hefur risið hátt undanfarna viku. Fjöldi reiðipistla hefur birst hér í skoðanadálkinum og utanríkisráðherra hefur ýjað að því að beita Ísrael þrýstingi á alþjóðavettvangi. Þetta eru margkveðnar vísur. Átökin í Ísrael hafa ítrekað verið borin saman við ýmsa smánarbletti mannkynssögunnar, ekki síst við Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Sumir vonast til að mótmæli, málaferli og efnahagsleg sniðganga muni á einhvern hátt knésetja Ísrael. En þær væntingar munu ekki verða að veruleika. Fyrir það fyrsta er samanburðurinn við Suður-Afríku vanhugsaður. Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ástæður þess að stjórnarfar ríkjanna er ekki sambærilegt. En stjórnarfarið er ekki það eina sem er ólíkt. Það er líka grundvallarmunur á Gyðingum í Ísrael annars vegar og hvítum Suður-Afríkubúum hins vegar. Fyrir það fyrsta byggir sjálfsmynd Gyðinga ekki á húðlit. Margir þeirra eru dökkir á hörund og skera sig ekki frá grannþjóðunum í útliti. Gyðingar eru þar að auki í miklum meirihluta í Ísrael, um 75% íbúa, en hvítir Suður-Afríkubúar eru einungis um 7% íbúa Suður-Afríku. Áhrif sjálfsmyndar á baráttuþrek hópa verða seint vanmetin. Staðreyndin er sú að sjálfsmynd og menning hvítra Suður-Afríkubúa er í grundvallaratriðum evrópsk. Líklega hafa þeir alla tíð haft á tilfinningunni að þeir séu í raun aðkomumenn. Það er því lítil furða að sniðganga og alþjóðlegur þrýstingur hafi að lokum borið árangur í því tilfelli. Það sama á ekki við um ísraelska Gyðinga. Þeir leggja höfuðáherslu á tengsl sín við landið sjálft. Þeir eru meðvitaðir um skyldleika þjóðtungu sinnar, hebresku, við önnur tungumál á svæðinu. Þeir eru auk þess meðvitaðir um að trú þeirra og menning reki uppruna sinn þangað. Þeir upplifa sig því ekki á nokkurn hátt sem aðkomufólk. Þvert á móti tala margir þeirra um sig sem sabra (nafn á harðgerðri eyðimerkurplöntu) sem þýðir í þessu samhengi innfæddur. Einnig er vert að hafa í huga að kröfur helstu andstæðinga Ísraels eru ekki einungis endalok hernaðaraðgerða Ísraels heldur endalok Ísraelsríkis eins og það leggur sig. Frá sjónarhóli ísraelskra Gyðinga er því sjálf tilvist þjóðríkis þeirra í húfi. Þótt yfirstandandi átök á Gazasvæðinu séu umdeild, jafnt innan Ísraels sem utan, er sjálfur tilvistarréttur Ísraels ekki umdeildur í Ísrael. Ísraelar eru sammála um mikilvægi þess að verja og viðhalda tilvist ríkisins. Þar skipta viðskiptahagsmunir eða álit umheimsins engu máli. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar geta auðvitað fordæmt Ísrael að vild. En vilji þeir raunverulega stilla til friðar verða þeir að skilja á hvaða forsendum sjálfsmynd Ísraela byggir. Annars verður þeim lítið ágengt. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mótmælaaldan gegn Ísraelsríki hefur risið hátt undanfarna viku. Fjöldi reiðipistla hefur birst hér í skoðanadálkinum og utanríkisráðherra hefur ýjað að því að beita Ísrael þrýstingi á alþjóðavettvangi. Þetta eru margkveðnar vísur. Átökin í Ísrael hafa ítrekað verið borin saman við ýmsa smánarbletti mannkynssögunnar, ekki síst við Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Sumir vonast til að mótmæli, málaferli og efnahagsleg sniðganga muni á einhvern hátt knésetja Ísrael. En þær væntingar munu ekki verða að veruleika. Fyrir það fyrsta er samanburðurinn við Suður-Afríku vanhugsaður. Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ástæður þess að stjórnarfar ríkjanna er ekki sambærilegt. En stjórnarfarið er ekki það eina sem er ólíkt. Það er líka grundvallarmunur á Gyðingum í Ísrael annars vegar og hvítum Suður-Afríkubúum hins vegar. Fyrir það fyrsta byggir sjálfsmynd Gyðinga ekki á húðlit. Margir þeirra eru dökkir á hörund og skera sig ekki frá grannþjóðunum í útliti. Gyðingar eru þar að auki í miklum meirihluta í Ísrael, um 75% íbúa, en hvítir Suður-Afríkubúar eru einungis um 7% íbúa Suður-Afríku. Áhrif sjálfsmyndar á baráttuþrek hópa verða seint vanmetin. Staðreyndin er sú að sjálfsmynd og menning hvítra Suður-Afríkubúa er í grundvallaratriðum evrópsk. Líklega hafa þeir alla tíð haft á tilfinningunni að þeir séu í raun aðkomumenn. Það er því lítil furða að sniðganga og alþjóðlegur þrýstingur hafi að lokum borið árangur í því tilfelli. Það sama á ekki við um ísraelska Gyðinga. Þeir leggja höfuðáherslu á tengsl sín við landið sjálft. Þeir eru meðvitaðir um skyldleika þjóðtungu sinnar, hebresku, við önnur tungumál á svæðinu. Þeir eru auk þess meðvitaðir um að trú þeirra og menning reki uppruna sinn þangað. Þeir upplifa sig því ekki á nokkurn hátt sem aðkomufólk. Þvert á móti tala margir þeirra um sig sem sabra (nafn á harðgerðri eyðimerkurplöntu) sem þýðir í þessu samhengi innfæddur. Einnig er vert að hafa í huga að kröfur helstu andstæðinga Ísraels eru ekki einungis endalok hernaðaraðgerða Ísraels heldur endalok Ísraelsríkis eins og það leggur sig. Frá sjónarhóli ísraelskra Gyðinga er því sjálf tilvist þjóðríkis þeirra í húfi. Þótt yfirstandandi átök á Gazasvæðinu séu umdeild, jafnt innan Ísraels sem utan, er sjálfur tilvistarréttur Ísraels ekki umdeildur í Ísrael. Ísraelar eru sammála um mikilvægi þess að verja og viðhalda tilvist ríkisins. Þar skipta viðskiptahagsmunir eða álit umheimsins engu máli. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar geta auðvitað fordæmt Ísrael að vild. En vilji þeir raunverulega stilla til friðar verða þeir að skilja á hvaða forsendum sjálfsmynd Ísraela byggir. Annars verður þeim lítið ágengt. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun