Betri borg Alexandra Briem skrifar 13. maí 2025 14:45 Nú hefur verið framkvæmd úttekt á 20 stórum verkefnum í stafrænni umbreytingu þjónustu Reykjavíkurborgar, sem voru hluti af átakinu sem hófst árið 2020. Árangurinn af þeim er einstaklega góður. Sammanlagt hafa, úr þessum 20 verkefnum, sparast árlega: 613.935.287 kr. í beinhörðum peningum 12.957 klukkustundir af tíma borgarbúa 7.267 klukkustundir af tíma starfsfólks 330.193 km af eknum kílómetrum 240.790 prentaðar blaðsíður 40.986 tonn af kolefnisútblæstri Þegar samfélagslegur sparnaður, svo sem tímasparnaður borgarbúa og starfsfólks, er umreiknaður í fjárhagslegan ávinning, nemur heildarsparnaður Reykjavíkurborgar 709 mkr. á ári. Það samsvarar samanlögðum sparnaði upp á 2,8 makr. á fjögurra ára tímabili, frá því markvisst átak í stafrænni umbreytingu hófst. Þessi umbreyting er sannarlega að skila sér, þó vissulega kosti það ákveðna fjárfestingu í upphafi, þá skilar það sér margfalt til baka að eiga góða stafræna innviði, eiga kerfi sem eru læs á gögn hvert frá öðru, að yfirfara þjónustu og breyta verklagi til þess að eyða flöskuhálsum. Við spörum tíma íbúa og starfsfólks og nýtum fjármuni borgarbúa betur inn í framtíðina. Í ljósi Sögunnar Það er þess virði að líta aðeins yfir sögu þessarar umbreytingar. Þegar Covid stóð sem hæst var tekin sameiginleg og þverpólitískt ákvörðun í borgarstjórn um það að draga ekki saman seglin þá, heldur þvert á móti að gefa aðeins í. Það var til þess að halda góðu þjónustustigi þegar fólk þurfti á því að halda, og til þess að taka þátt í því að halda atvinnulífinu gangandi, eins og seðlabankinn og ríkisstjórnin hvöttu sveitarfélög til, en þess í stað að gera ráð fyrir því að vaxa út úr vandanum og þá frekar draga saman seglin þegar faraldurinn væri liðinn hjá. Sú áætlun hét Græna planið og byggðist á þremur grunn forsendum. Að viðbragðið okkar væri grænt og ábyrgt með tilliti til umhverfis, að það væri samfélagslega ábyrgt og að það væri skynsamlegt fjárhagslega og stuðlaði að nýsköpun, vexti og betri rekstri. Það plan gekk vel, og við sjáum það á ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2024 að það er að ganga eftir. Sú söguskoðun að um hafi verið að ræða óábyrgt eyðslufyllerí sem einhver utanaðkomandi þyrfti að grípa inn í er fullkomlega röng, enda var lagt upp með heildstæða margra ára áætlun árið 2020. Við erum núna farin að uppskera árangurinn, og þó svo sjálfu átakinu sé lokið höldum við áfram að umbreyta þjónustu borgarinnar og efla gagnainnviði. Þjónustuumbreyting Stafræna umbreytingin, sem er í grunninn endurhönnun á þjónustu, hjálpar okkur að nýta fjármagn betur, tíma starfsfólks, tíma borgarbúa. Hún minnkar kolefnissporið og hún eyðir flöskuhálsum. Við kaupum okkar lausnir í útboðum og aðlögum þær að okkar þörfum. Við erum ekki að reka hugbúnaðarhús eins og haldið hefur verið fram. Þó svo við tölum um stafræna umbreytingu, þá er þetta í rauninni þjónustubreyting, og ákveðin menningarbreyting. Tæknin býr bara til ákveðið tækifæri til að taka upp og endurskoða úrelt verklag, eyða flöskuhálsum og bæta þjónustu. Reykjavíkurborg hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa einstaklega öflugt starfsfólk með framtíðarsýn, sem hefur unnið þrekvirki í að uppfæra þjónustu og innviði borgarinnar. Það hefur líka verið nauðsynlegt að pólitísk samstaða hefur verið um þessa umbreytingu, en stór kerfi þarfnast þess að hafa traust á pólitísku forystunni þegar ráðast á í svona miklar breytingar, en það er nauðsynlegt að stjórnmálin hafi skilning á málaflokknum, mikilvægi hans og þess hve gífurlega mikill ágóði, bæði samfélagslegur og beinlínis fjárhagslegur, eru af því að vinna þetta verkefni vel Framtíðin Næst á dagskrá eru nýtt málakerfi fyrir mál á Velferðarsviði, nýtt mannauðs- og launakerfi og uppfærsla á svokölluðu gagnalandslagi borgarinnar, þar eru miklir hagsmunir undir og ef vel tekst til munu þessi verkefni það spara bæði mikinn tíma og háar fjárhæðir. Við viljum auka samstarf við ríkið, við önnur sveitarfélög og við ísland.is. Við hlökkum til að ný ríkisstjórn sýni á spilin með það hvað standi til að gera í stafrænni umbreytingu og samstarfi við sveitarfélögin, en ég veit að þar er til mikils að vinna og mikill ávinningur sem getur náðst á stöðlun og samræmingu kerfa og einföldun þjónustugátta. Reykjavíkurborg er núna leiðandi í innleiðingu stafrænnar þjónustu og árangurinn er farinn að skila sér, hraði tækniþróunar er einungis að aukast og því mikilvægara en nokkru sinni að ríki og sveitarfélög taki sitt hlutverk og sína ábyrgð í veitingu þjónustu, vinnslu gagna og hagkvæmni í rekstri alvarlega. Við þurfum áfram öflugan mannauð og skýra pólitíska forystu til þess að tryggja að okkar innviðir séu góðir, að við nýtum tíma og peninga vel og að þjónustan sem við veitum sé góð Höfundur er formaður Stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Rekstur hins opinbera Píratar Borgarstjórn Reykjavík Stafræn þróun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið framkvæmd úttekt á 20 stórum verkefnum í stafrænni umbreytingu þjónustu Reykjavíkurborgar, sem voru hluti af átakinu sem hófst árið 2020. Árangurinn af þeim er einstaklega góður. Sammanlagt hafa, úr þessum 20 verkefnum, sparast árlega: 613.935.287 kr. í beinhörðum peningum 12.957 klukkustundir af tíma borgarbúa 7.267 klukkustundir af tíma starfsfólks 330.193 km af eknum kílómetrum 240.790 prentaðar blaðsíður 40.986 tonn af kolefnisútblæstri Þegar samfélagslegur sparnaður, svo sem tímasparnaður borgarbúa og starfsfólks, er umreiknaður í fjárhagslegan ávinning, nemur heildarsparnaður Reykjavíkurborgar 709 mkr. á ári. Það samsvarar samanlögðum sparnaði upp á 2,8 makr. á fjögurra ára tímabili, frá því markvisst átak í stafrænni umbreytingu hófst. Þessi umbreyting er sannarlega að skila sér, þó vissulega kosti það ákveðna fjárfestingu í upphafi, þá skilar það sér margfalt til baka að eiga góða stafræna innviði, eiga kerfi sem eru læs á gögn hvert frá öðru, að yfirfara þjónustu og breyta verklagi til þess að eyða flöskuhálsum. Við spörum tíma íbúa og starfsfólks og nýtum fjármuni borgarbúa betur inn í framtíðina. Í ljósi Sögunnar Það er þess virði að líta aðeins yfir sögu þessarar umbreytingar. Þegar Covid stóð sem hæst var tekin sameiginleg og þverpólitískt ákvörðun í borgarstjórn um það að draga ekki saman seglin þá, heldur þvert á móti að gefa aðeins í. Það var til þess að halda góðu þjónustustigi þegar fólk þurfti á því að halda, og til þess að taka þátt í því að halda atvinnulífinu gangandi, eins og seðlabankinn og ríkisstjórnin hvöttu sveitarfélög til, en þess í stað að gera ráð fyrir því að vaxa út úr vandanum og þá frekar draga saman seglin þegar faraldurinn væri liðinn hjá. Sú áætlun hét Græna planið og byggðist á þremur grunn forsendum. Að viðbragðið okkar væri grænt og ábyrgt með tilliti til umhverfis, að það væri samfélagslega ábyrgt og að það væri skynsamlegt fjárhagslega og stuðlaði að nýsköpun, vexti og betri rekstri. Það plan gekk vel, og við sjáum það á ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2024 að það er að ganga eftir. Sú söguskoðun að um hafi verið að ræða óábyrgt eyðslufyllerí sem einhver utanaðkomandi þyrfti að grípa inn í er fullkomlega röng, enda var lagt upp með heildstæða margra ára áætlun árið 2020. Við erum núna farin að uppskera árangurinn, og þó svo sjálfu átakinu sé lokið höldum við áfram að umbreyta þjónustu borgarinnar og efla gagnainnviði. Þjónustuumbreyting Stafræna umbreytingin, sem er í grunninn endurhönnun á þjónustu, hjálpar okkur að nýta fjármagn betur, tíma starfsfólks, tíma borgarbúa. Hún minnkar kolefnissporið og hún eyðir flöskuhálsum. Við kaupum okkar lausnir í útboðum og aðlögum þær að okkar þörfum. Við erum ekki að reka hugbúnaðarhús eins og haldið hefur verið fram. Þó svo við tölum um stafræna umbreytingu, þá er þetta í rauninni þjónustubreyting, og ákveðin menningarbreyting. Tæknin býr bara til ákveðið tækifæri til að taka upp og endurskoða úrelt verklag, eyða flöskuhálsum og bæta þjónustu. Reykjavíkurborg hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa einstaklega öflugt starfsfólk með framtíðarsýn, sem hefur unnið þrekvirki í að uppfæra þjónustu og innviði borgarinnar. Það hefur líka verið nauðsynlegt að pólitísk samstaða hefur verið um þessa umbreytingu, en stór kerfi þarfnast þess að hafa traust á pólitísku forystunni þegar ráðast á í svona miklar breytingar, en það er nauðsynlegt að stjórnmálin hafi skilning á málaflokknum, mikilvægi hans og þess hve gífurlega mikill ágóði, bæði samfélagslegur og beinlínis fjárhagslegur, eru af því að vinna þetta verkefni vel Framtíðin Næst á dagskrá eru nýtt málakerfi fyrir mál á Velferðarsviði, nýtt mannauðs- og launakerfi og uppfærsla á svokölluðu gagnalandslagi borgarinnar, þar eru miklir hagsmunir undir og ef vel tekst til munu þessi verkefni það spara bæði mikinn tíma og háar fjárhæðir. Við viljum auka samstarf við ríkið, við önnur sveitarfélög og við ísland.is. Við hlökkum til að ný ríkisstjórn sýni á spilin með það hvað standi til að gera í stafrænni umbreytingu og samstarfi við sveitarfélögin, en ég veit að þar er til mikils að vinna og mikill ávinningur sem getur náðst á stöðlun og samræmingu kerfa og einföldun þjónustugátta. Reykjavíkurborg er núna leiðandi í innleiðingu stafrænnar þjónustu og árangurinn er farinn að skila sér, hraði tækniþróunar er einungis að aukast og því mikilvægara en nokkru sinni að ríki og sveitarfélög taki sitt hlutverk og sína ábyrgð í veitingu þjónustu, vinnslu gagna og hagkvæmni í rekstri alvarlega. Við þurfum áfram öflugan mannauð og skýra pólitíska forystu til þess að tryggja að okkar innviðir séu góðir, að við nýtum tíma og peninga vel og að þjónustan sem við veitum sé góð Höfundur er formaður Stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun