Körfubolti

„Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“

Siggeir Ævarsson skrifar
Sólrún Inga smellti fjórum þristum í kvöld
Sólrún Inga smellti fjórum þristum í kvöld Vísir/Hulda Margrét

Sólrún Inga Gísladóttir steig heldur betur upp í liði Hauka í kvöld en hún setti fjóra stóra þrista og endaði með 14 stig. Hún var mætt í viðtal á gólfinu strax eftir leik til Andra Más sem spurði hana hver munurinn hefði verið á þessum leik og síðasta.

„Mér fannst við bara koma tilbúnar í leikinn. Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð. Ég held að það hafi verið munurinn frá síðasta leik, þar sem við mættum ekki tilbúnar.“

Sólrún sagði að það hefði aldrei komið til greina að bogna eða brotna þó Njarðvík hafi átt stóra endurkomu í kvöld.

„Við vorum búnar að ákveða að halda hausnum uppi allan tímann þó þær myndu fara á eitthvað „run“ og þó að þær hafi jafnað og sett leikinn í framlengingu þá vissum við að við yrðum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera.“

Andri spurði hana hvort hún hefði tekið það til sín persónulega að stíga upp á þessum tímapunkti

„Ekkert endilega. Mig langaði bara að setja eitthvað á stattið í þessari úrslitakeppni. En nei, við höfum alveg unnið leiki án þess að ég sé að skora sko.“

En er það ekki lenskan, að þú stígir upp með stór skot þegar á reynir? –Bætti Andri við.

„Jú, það hefur alveg komið yfir“ – Svaraði Sólrún og flotti.

Andri spurði hana að lokum út í þessa ótrúlegu seríu og úrslitakeppnina í heild en Haukar fóru í gegnum tvo oddaleiki til að komast alla leið að titlinum.

„Þetta er bara búið að vera stresskast í tvo mánuði eða eitthvað. Mér líður eins og þessi úrslitakeppni sé búin að vera í þrjú ár þannig að ég er bara mjög feginn að þetta sé búið, sérstaklega með titli!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×