Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 15. maí 2025 17:31 Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal. Frumkvæðismál atvinnuveganefndar Meirihluti atvinnuveganefndar flytur þetta frumkvæðismál en annar meirihluti atvinnuveganefndar í fyrra vor flutti einnig það lagafrumvarp sem nú eru í gildi og hefur svipt fjölda sjómanna atvinnurétti sínum til grásleppuveiða og gert fjárfestingar þeirra verðlausar í kjölfarið sem er í raun eignaupptaka fyrir fjölmargar minni útgerðir og fjölskyldufyrirtæki. Núverandi lög þjóna hvorki hagsmunum atvinnugreinarinnar né nytjastofnum og þar með ekki hagsmunum sjávarbyggðanna né almennings. Veiðistýring með dögum tekin upp aftur Með frumvarpinu verði aftur tekin upp veiðistýring með útgáfu leyfa og fjölda veiðidaga sem tekur mið af leyfilegum heildarafla ,þátttöku í veiðunum og þróun veiða á fyrstu vikum vertíðar. Frumvarpið hefur það markmið að tryggja aftur þeim sjómönnum rétt til veiða sem stundað hafa þessar veiðar um árabil og einnig nýliðum sem hafa verið að fjárfesta í greininni og fengu enga eða það litla úthlutun kvóta með núverandi lögum að þeir eiga enga möguleika á að stunda veiðar að óbreyttu. Stærðarmörk báta Veiðarnar myndu með þessu laga frumvarpi takmarkast við ákveðna stærð báta sem tryggir tilveru smærri útgerða og hinna dreifðu sjávarbyggða. Í núverandi ólögum eru engin stærðarmörk á bátum sem þýðir áframhaldandi samþjöppun í sjávarútvegi í þágu stórútgerða og kvótaeigenda með því framsali sem sett var á og er strax farið að sýna á sér klærnar. Ef ekkert verður að gert má reikna með að grásleppuréttindi færist yfir á stór skip og farið er að ræða um veiðar á grásleppu í botnvörpu á úthafinu sem er algjörlega á skjön við aðvaranir hins þekkta vísindamanns Davids Attenborough gegn botnvörpuveiðum sem fara illa með lífríki sjávar og hvetur hann til eflingar umhverfisvænna veiða smábáta með umhverfisvæn veiðarfæri eins og netaveiðar og krókaveiðar eru við strendur landsins. Veiðiráðgjöf Hafró áhyggjuefni Það er áhyggjuefni hve Hafró hefur í raun litlar rannsóknir til að byggja á varðandi veiði ráðgjöf um stofnstærð grásleppunnar og eingöngu sé byggt á togararalli en ekki á sama hátt og aðrar uppsjávartegundir. Mikilvægt er að taka fleiri þætti inn í rannsóknir svo byggja megi á traustri ráðgjöf. Ég treysti því að með því að færa veiðistjórnina í fyrra horf og lagfæra það sem þarf til hagsbóta fyrir greinina séum við að treysta smábátaútgerð og atvinnu í landsbyggðunum með samspili grásleppu og strandveiða. Höfundur er þingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Flokkur fólksins Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal. Frumkvæðismál atvinnuveganefndar Meirihluti atvinnuveganefndar flytur þetta frumkvæðismál en annar meirihluti atvinnuveganefndar í fyrra vor flutti einnig það lagafrumvarp sem nú eru í gildi og hefur svipt fjölda sjómanna atvinnurétti sínum til grásleppuveiða og gert fjárfestingar þeirra verðlausar í kjölfarið sem er í raun eignaupptaka fyrir fjölmargar minni útgerðir og fjölskyldufyrirtæki. Núverandi lög þjóna hvorki hagsmunum atvinnugreinarinnar né nytjastofnum og þar með ekki hagsmunum sjávarbyggðanna né almennings. Veiðistýring með dögum tekin upp aftur Með frumvarpinu verði aftur tekin upp veiðistýring með útgáfu leyfa og fjölda veiðidaga sem tekur mið af leyfilegum heildarafla ,þátttöku í veiðunum og þróun veiða á fyrstu vikum vertíðar. Frumvarpið hefur það markmið að tryggja aftur þeim sjómönnum rétt til veiða sem stundað hafa þessar veiðar um árabil og einnig nýliðum sem hafa verið að fjárfesta í greininni og fengu enga eða það litla úthlutun kvóta með núverandi lögum að þeir eiga enga möguleika á að stunda veiðar að óbreyttu. Stærðarmörk báta Veiðarnar myndu með þessu laga frumvarpi takmarkast við ákveðna stærð báta sem tryggir tilveru smærri útgerða og hinna dreifðu sjávarbyggða. Í núverandi ólögum eru engin stærðarmörk á bátum sem þýðir áframhaldandi samþjöppun í sjávarútvegi í þágu stórútgerða og kvótaeigenda með því framsali sem sett var á og er strax farið að sýna á sér klærnar. Ef ekkert verður að gert má reikna með að grásleppuréttindi færist yfir á stór skip og farið er að ræða um veiðar á grásleppu í botnvörpu á úthafinu sem er algjörlega á skjön við aðvaranir hins þekkta vísindamanns Davids Attenborough gegn botnvörpuveiðum sem fara illa með lífríki sjávar og hvetur hann til eflingar umhverfisvænna veiða smábáta með umhverfisvæn veiðarfæri eins og netaveiðar og krókaveiðar eru við strendur landsins. Veiðiráðgjöf Hafró áhyggjuefni Það er áhyggjuefni hve Hafró hefur í raun litlar rannsóknir til að byggja á varðandi veiði ráðgjöf um stofnstærð grásleppunnar og eingöngu sé byggt á togararalli en ekki á sama hátt og aðrar uppsjávartegundir. Mikilvægt er að taka fleiri þætti inn í rannsóknir svo byggja megi á traustri ráðgjöf. Ég treysti því að með því að færa veiðistjórnina í fyrra horf og lagfæra það sem þarf til hagsbóta fyrir greinina séum við að treysta smábátaútgerð og atvinnu í landsbyggðunum með samspili grásleppu og strandveiða. Höfundur er þingismaður Flokks fólksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun