Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. maí 2025 19:50 Hin bandaríska Fritzi Horstman hefur með sínu framlagi haft djúpstæð áhrif á umræðu um fangelsismál og sýnt fram á mikilvægi samkenndar og skilnings í meðferð fanga. Hún hefur lagt áherslu á að með því að takast á við rót vandans – áföll í æsku – sé hægt að stuðla að raunverulegri endurhæfingu og betri samfélagi. Vísir/Sigurjón Ísland hefur alla burði til að geta orðið fyrirmyndaríki í heiminum með innleiðingu á áfallamiðaðri nálgun í fangelsismálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Compassion Prison Project sem hefur heimsótt öll fjögur fangelsi landsins. Hin bandaríska Fritzi Horstman er stofnandi Compassion Prison Project sem eru samtök sem vinna að því að innleiða áfallamiðaða nálgun í fangelsiskerfum um heim allan. Hún hefur þá bjargföstu trú að áfallavinna sé lykillinn að betrun og að sterk tengsl séu á milli áfalla í æsku og vandamála á fullorðinsárum. Hún vinnur með hinn svokallaða ACE-spurningalista í fangelsum sem fjallar um mismunandi tegundir áfalla í æsku. Hennar reynsla hefur sýnt að fangar eiga jafnan ótalmargt sameiginlegt og að svarið liggi í æskuárunum. Heimildarmyndin Step Inside the Circle sýnir þann árangur sem Horstman hefur náð með föngunum. Hægt að sjá lítið myndbrot í spilaranum hér fyrir neðan. Horstman er stödd hér á landi til að vera viðstödd ráðstefnu á vegum Landssamtaka Geðhjálpar undir yfirskriftinni „Þörf fyrir samfélagsbreytingar 2025.“ Fréttamaður mælti sér mót með Horstman í Hilton Reykjavík Nordica og það lá beinast við að spyrja hana að því hversu stóran þátt hún teldi að áföll spili í lífi fanga. „Þau eru ástæðan fyrir því að þeir gera hluti sem þeir skilja jafnvel ekki einu sinni af hverju þeir gera þá. Þegar þú ert í árásar- eða flóttastöðu, þegar þú ert að bregðast við út frá skriðdýraheilanum (e. Lizard brain), þegar þú ert í fangelsi, á svæði þar sem ofbeldi ríkir, heimilislaus, háður fíkniefnum og ert stöðugt á árásar- eða flóttastöðu hugsar þú ekki með heilaberkinum, sem gerir þig að manneskju, sem sér sjálfan þig sem manneskju.“ Hún segir að skilningur á því hvernig heilinn bregst við áföllum geti skipt sköpum í lífi fanga. „Fangarnir byrja að ná áttum þegar þeir átta sig á að þeir eru ekki slæmt fólk heldur bara með ofvirka möndlu (e. Amygdala) og ofvirkt árásar- og flóttakerfi þá geta þeir lært aðferðir til að stjórna taugakerfi sínu.“ Hún nálgast fangana sem jafningja og deilir með þeim sínum reynsluheimi en hún sjálf hefur upplifað margháttuð áföll í æsku. „Ég fer ekki inn í fangelsin með það fyrir augum að segja föngunum að heila sig. Ég fer þangað með það fyrir augum að heila mig sjálfa, og þeir heila síðan hvern annan í leiðinni. Í þessu felst kraftur samfélagsins; við getum læknað hvert annað.“ Ofbeldi breytir heilastarfsemi barna Horstman hefur í sínu starfi séð ótrúlegar framfarir hjá fólki. „Ég hef séð fjölskyldubönd styrkjast, ég hef séð hin fullorðnu koma betur fram við börnin sín. Við getum nefnilega bundið enda á ofbeldi gegn börnum með þessari vinnu. Og það er okkar leiðarstjarna, að binda enda á ofbeldi gegn börnum. Það vill enginn skaða barnið sitt en trámatíserað fólk getur upplifað barn sem ógn. Grátandi barn var ógn í mínum huga og ég gerði mér ekki grein fyrir því og særði barnið mitt.“ Nú sé gróið um heilt á milli hennar og sonar hennar eftir að hún tók upp aðferðafræðina. Hún segir að það sé aldrei hægt að réttlæta ofbeldi en að það sé hægt að græða sár. Hún segir að tráma eða áföll í æsku geti verið svolítið eins og veira. Ef þú umbreytir ekki áfallinu í eitthvað uppbyggilegt með áfallavinnu þá geti það orðið til þess að bitna á öðrum, eins og veira sem smitast manna á milli. Það sé mikils virði að vinna í sjálfum sér og áföllum úr æsku til þess að stöðva hringrás ofbeldisins. Lítið en kröftugt samfélag með mikla möguleika Nálgunin hafi burði til að umbreyta heilu samfélögunum. „Setið fé og mannafla í áfallavitund. Tilfinningalegt eða líkamlegt ofbeldi gagnvart barninu þínu breytir heila barnsins því þau eru ekki lengur að læra. Þau eru í varnarstöðu,“ segir Horstman sem vísar aftur í áhrif áfalla á heilastarfsemi. Horstman hefur undanfarna daga ferðast um landið og tekið út fangelsin á Íslandi. Hún segist sjá heilmikla möguleika hér á landi og ætlar að koma aftur í febrúar. Hún ætlar að vinna með Afstöðu – félagi fanga að því að bjóða íslenskum föngum upp á námskeið sem kallast „Trauma Talks“ sem er fræðsluefni í sextán hlutum. „Ég mun verja tíma mínum hér því ég tel að þetta gæti orðið fyrirmynd fyrir heiminn. Þið getið sýnt fram á að þetta virkar, læknað fangana ykkar, læknað fíklana, læknað fólkið sem er dómhart og lokað. Læknað ykkur sjálf.“ Fangelsismál Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Hin bandaríska Fritzi Horstman er stofnandi Compassion Prison Project sem eru samtök sem vinna að því að innleiða áfallamiðaða nálgun í fangelsiskerfum um heim allan. Hún hefur þá bjargföstu trú að áfallavinna sé lykillinn að betrun og að sterk tengsl séu á milli áfalla í æsku og vandamála á fullorðinsárum. Hún vinnur með hinn svokallaða ACE-spurningalista í fangelsum sem fjallar um mismunandi tegundir áfalla í æsku. Hennar reynsla hefur sýnt að fangar eiga jafnan ótalmargt sameiginlegt og að svarið liggi í æskuárunum. Heimildarmyndin Step Inside the Circle sýnir þann árangur sem Horstman hefur náð með föngunum. Hægt að sjá lítið myndbrot í spilaranum hér fyrir neðan. Horstman er stödd hér á landi til að vera viðstödd ráðstefnu á vegum Landssamtaka Geðhjálpar undir yfirskriftinni „Þörf fyrir samfélagsbreytingar 2025.“ Fréttamaður mælti sér mót með Horstman í Hilton Reykjavík Nordica og það lá beinast við að spyrja hana að því hversu stóran þátt hún teldi að áföll spili í lífi fanga. „Þau eru ástæðan fyrir því að þeir gera hluti sem þeir skilja jafnvel ekki einu sinni af hverju þeir gera þá. Þegar þú ert í árásar- eða flóttastöðu, þegar þú ert að bregðast við út frá skriðdýraheilanum (e. Lizard brain), þegar þú ert í fangelsi, á svæði þar sem ofbeldi ríkir, heimilislaus, háður fíkniefnum og ert stöðugt á árásar- eða flóttastöðu hugsar þú ekki með heilaberkinum, sem gerir þig að manneskju, sem sér sjálfan þig sem manneskju.“ Hún segir að skilningur á því hvernig heilinn bregst við áföllum geti skipt sköpum í lífi fanga. „Fangarnir byrja að ná áttum þegar þeir átta sig á að þeir eru ekki slæmt fólk heldur bara með ofvirka möndlu (e. Amygdala) og ofvirkt árásar- og flóttakerfi þá geta þeir lært aðferðir til að stjórna taugakerfi sínu.“ Hún nálgast fangana sem jafningja og deilir með þeim sínum reynsluheimi en hún sjálf hefur upplifað margháttuð áföll í æsku. „Ég fer ekki inn í fangelsin með það fyrir augum að segja föngunum að heila sig. Ég fer þangað með það fyrir augum að heila mig sjálfa, og þeir heila síðan hvern annan í leiðinni. Í þessu felst kraftur samfélagsins; við getum læknað hvert annað.“ Ofbeldi breytir heilastarfsemi barna Horstman hefur í sínu starfi séð ótrúlegar framfarir hjá fólki. „Ég hef séð fjölskyldubönd styrkjast, ég hef séð hin fullorðnu koma betur fram við börnin sín. Við getum nefnilega bundið enda á ofbeldi gegn börnum með þessari vinnu. Og það er okkar leiðarstjarna, að binda enda á ofbeldi gegn börnum. Það vill enginn skaða barnið sitt en trámatíserað fólk getur upplifað barn sem ógn. Grátandi barn var ógn í mínum huga og ég gerði mér ekki grein fyrir því og særði barnið mitt.“ Nú sé gróið um heilt á milli hennar og sonar hennar eftir að hún tók upp aðferðafræðina. Hún segir að það sé aldrei hægt að réttlæta ofbeldi en að það sé hægt að græða sár. Hún segir að tráma eða áföll í æsku geti verið svolítið eins og veira. Ef þú umbreytir ekki áfallinu í eitthvað uppbyggilegt með áfallavinnu þá geti það orðið til þess að bitna á öðrum, eins og veira sem smitast manna á milli. Það sé mikils virði að vinna í sjálfum sér og áföllum úr æsku til þess að stöðva hringrás ofbeldisins. Lítið en kröftugt samfélag með mikla möguleika Nálgunin hafi burði til að umbreyta heilu samfélögunum. „Setið fé og mannafla í áfallavitund. Tilfinningalegt eða líkamlegt ofbeldi gagnvart barninu þínu breytir heila barnsins því þau eru ekki lengur að læra. Þau eru í varnarstöðu,“ segir Horstman sem vísar aftur í áhrif áfalla á heilastarfsemi. Horstman hefur undanfarna daga ferðast um landið og tekið út fangelsin á Íslandi. Hún segist sjá heilmikla möguleika hér á landi og ætlar að koma aftur í febrúar. Hún ætlar að vinna með Afstöðu – félagi fanga að því að bjóða íslenskum föngum upp á námskeið sem kallast „Trauma Talks“ sem er fræðsluefni í sextán hlutum. „Ég mun verja tíma mínum hér því ég tel að þetta gæti orðið fyrirmynd fyrir heiminn. Þið getið sýnt fram á að þetta virkar, læknað fangana ykkar, læknað fíklana, læknað fólkið sem er dómhart og lokað. Læknað ykkur sjálf.“
Fangelsismál Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira