Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar 17. maí 2025 14:01 Í dag fögnum við Degi íslenskra lækna og fæðingardegi Bjarna Pálssonar (f. 17. maí 1719) fyrsta Íslendingsins sem lauk læknanámi. Á þessum degi er vert að staldra við og leiða hugann að framlagi lækna til íslensks samfélags, framlagi sem seint verður fullmetið að verðleikum. Ónefndur sænskur yfirlæknir var með ráðningu íslensks læknis til umfjöllunar og sendi af því tilefni tölvupóst með titlinum „Dåliga isländska läkare“ (lélegir íslenskir læknar). Þegar pósturinn var opnaður kom framhaldið í ljós, sem var „finns inte“ (eru ekki til). Eftir að hafa kynnst íslenskum læknum um allt land í starfi mínu sem formaður Læknafélags Íslands s.l. 3 ár verð ég að vera sammála þessum sænska félaga mínum. Á þessum tíma hef ég orðið vitni að óþrjótandi baráttuvilja lækna fyrir betra kerfi, betri og öruggari þjónustu við fólkið í landinu og betra aðgengi að þeim sjálfum. Rauði þráðurinn er ávallt að læknar vilja veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag. Læknar vilja líka fá svigrúm til að sinna forvörnum og koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma. Því miður er raunveruleikinn hvað síðastnefnda atriðið varðar töluvert annar og af ýmsum ástæðum fer stór hluti tíma lækna í að slökkva elda, í stað þess að koma í veg fyrir að þeir kvikni til að byrja með. Sjálf ákvað ég um daginn að gera tilraun og panta tíma á minni heilsugæslustöð til að ræða vandamál sem ekki er brátt, en þarf þó að sinna. Þeir möguleikar á tímabókunum á Heilsuveru sem mér buðust voru allir í leghálsskimun eða getnaðarvarnaráðgjöf, víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Síðan birtist líka nafn á einum lækni. Það lyftist heldur betur á mér brúnin, en þegar smellt var á nafn læknisins var enginn tími laus hjá honum. Aldrei. Þarna gæti vandamál sem ekki er aðkallandi orðið brátt með tímanum þar sem enginn virðist vera til að sinna því. Nú er ég sjálf læknir og get líklega bjargað mér eftir einhverjum krókaleiðum, en það er að sjálfsögðu ekki ásættanlegt. Langlundargeð og þolgæði íslensku þjóðarinnar í þessum aðgengismálum heilbrigðiskerfisins eru með ólíkindum og það að vera seinþreyttur til vandræða nær engan veginn að lýsa úthaldi þjóðarsálarinnar hvað þetta varðar. Það væri stórkostlegt ef almenningur í landinu teldi loksins að nú væri „komið gott“ og tæki höndum saman við okkur lækna og vonandi einnig stjórnvöld í að setja úrbætur á þessu ástandi í algjöran forgang. Við læknar eigum langan óskalista yfir úrbætur sem við teljum lykilatriði að ráðast í og gætu skipt sköpum varðandi framhaldið. Það væri virkilega ánægjulegt ef a.m.k. einhver af þessum úrbótum hlyti snarlega brautargengi í kjölfar Dags lækna og væri það mjög viðeigandi leið til að fagna deginum. Hér á eftir fara nokkur atriði af listanum: 1)Hefja stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma, en einnig í fjölbreyttum úrræðum í öldrunarþjónustu sem miða að því að viðhalda heilsu, virkni og sjálfsbjargargetu, auka lífsgæði og draga úr einangrun og einmanaleika. 2)Leggja áherslu á uppbyggingu nýs og batamiðaðs húsnæðis legudeilda geðþjónustunnar, auk þess að auka aðgengi að þjónustunni almennt, m.a. með því að efla mannauðinn sem í henni starfar. 3)Horfa kerfisbundið til úrræða sem hægt er að beita til að tryggja stöðuga mönnun lækna í öllum héruðum landsins og á sama tíma verja læknana fyrir óhóflegri bindingu og vinnuálagi. 4)Fara strax í löng tímabærar úrbætur á rafrænum lausnum í heilbrigðiskerfinu og nútímavæða þær svo þær styðji við lækna í daglegum störfum þeirra, dragi úr sóun og auki öryggi sjúklinga. 5)Tryggja að ákvarðanir sem teknar eru á pólitíska sviðinu styðji við heilsu þjóðarinnar og að hagsmunir heildarinnar séu teknir fram yfir sérhagsmuni. 6)Veita fræðslu, heilsulæsi og forvörnum mun veglegri sess í samfélaginu. 7)Kortleggja allar sérgreinar lækna og þörf á mönnun í þeim til framtíðar til að koma í veg fyrir að skortur skapist innan ákveðinna sérgreina. 8)Draga úr því álagi sem þungt og flókið skrifræði hérlendis veldur læknum, m.a. til að meiri tími skapist til raunverulegra læknisstarfa. 9)Hífa vísindastarf í heilbrigðisgreinum hérlendis aftur upp í þær hæðir sem það var í fyrir hrun, en þá var það á heimsmælikvarða. Hver króna sem sett er í vísindi skilar sér margfalt til baka. 10)Tryggja að við séum ekki eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar kemur að skimun fyrir krabbameinum, ekki hvað síst krabbameinum í ristli og endaþarmi. Listinn gæti verið miklu lengri, enda þekkja læknar kerfið inn og út og vita nákvæmlega hvar skórinn kreppir. Ég vil hvetja stjórnvöld til að nýta sér þessa þekkingu á komandi misserum og efla samstarf og samráð við lækna og annað fagfólk þjóðinni til heilla. Svíarnir vita hvaða mannauður býr í íslenskum læknum. Vonandi gera íslensk stjórnvöld sér grein fyrir því líka. Innilega til hamingju með daginn kæru læknar – baráttan lifir! Höfundur er formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við Degi íslenskra lækna og fæðingardegi Bjarna Pálssonar (f. 17. maí 1719) fyrsta Íslendingsins sem lauk læknanámi. Á þessum degi er vert að staldra við og leiða hugann að framlagi lækna til íslensks samfélags, framlagi sem seint verður fullmetið að verðleikum. Ónefndur sænskur yfirlæknir var með ráðningu íslensks læknis til umfjöllunar og sendi af því tilefni tölvupóst með titlinum „Dåliga isländska läkare“ (lélegir íslenskir læknar). Þegar pósturinn var opnaður kom framhaldið í ljós, sem var „finns inte“ (eru ekki til). Eftir að hafa kynnst íslenskum læknum um allt land í starfi mínu sem formaður Læknafélags Íslands s.l. 3 ár verð ég að vera sammála þessum sænska félaga mínum. Á þessum tíma hef ég orðið vitni að óþrjótandi baráttuvilja lækna fyrir betra kerfi, betri og öruggari þjónustu við fólkið í landinu og betra aðgengi að þeim sjálfum. Rauði þráðurinn er ávallt að læknar vilja veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag. Læknar vilja líka fá svigrúm til að sinna forvörnum og koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma. Því miður er raunveruleikinn hvað síðastnefnda atriðið varðar töluvert annar og af ýmsum ástæðum fer stór hluti tíma lækna í að slökkva elda, í stað þess að koma í veg fyrir að þeir kvikni til að byrja með. Sjálf ákvað ég um daginn að gera tilraun og panta tíma á minni heilsugæslustöð til að ræða vandamál sem ekki er brátt, en þarf þó að sinna. Þeir möguleikar á tímabókunum á Heilsuveru sem mér buðust voru allir í leghálsskimun eða getnaðarvarnaráðgjöf, víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Síðan birtist líka nafn á einum lækni. Það lyftist heldur betur á mér brúnin, en þegar smellt var á nafn læknisins var enginn tími laus hjá honum. Aldrei. Þarna gæti vandamál sem ekki er aðkallandi orðið brátt með tímanum þar sem enginn virðist vera til að sinna því. Nú er ég sjálf læknir og get líklega bjargað mér eftir einhverjum krókaleiðum, en það er að sjálfsögðu ekki ásættanlegt. Langlundargeð og þolgæði íslensku þjóðarinnar í þessum aðgengismálum heilbrigðiskerfisins eru með ólíkindum og það að vera seinþreyttur til vandræða nær engan veginn að lýsa úthaldi þjóðarsálarinnar hvað þetta varðar. Það væri stórkostlegt ef almenningur í landinu teldi loksins að nú væri „komið gott“ og tæki höndum saman við okkur lækna og vonandi einnig stjórnvöld í að setja úrbætur á þessu ástandi í algjöran forgang. Við læknar eigum langan óskalista yfir úrbætur sem við teljum lykilatriði að ráðast í og gætu skipt sköpum varðandi framhaldið. Það væri virkilega ánægjulegt ef a.m.k. einhver af þessum úrbótum hlyti snarlega brautargengi í kjölfar Dags lækna og væri það mjög viðeigandi leið til að fagna deginum. Hér á eftir fara nokkur atriði af listanum: 1)Hefja stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma, en einnig í fjölbreyttum úrræðum í öldrunarþjónustu sem miða að því að viðhalda heilsu, virkni og sjálfsbjargargetu, auka lífsgæði og draga úr einangrun og einmanaleika. 2)Leggja áherslu á uppbyggingu nýs og batamiðaðs húsnæðis legudeilda geðþjónustunnar, auk þess að auka aðgengi að þjónustunni almennt, m.a. með því að efla mannauðinn sem í henni starfar. 3)Horfa kerfisbundið til úrræða sem hægt er að beita til að tryggja stöðuga mönnun lækna í öllum héruðum landsins og á sama tíma verja læknana fyrir óhóflegri bindingu og vinnuálagi. 4)Fara strax í löng tímabærar úrbætur á rafrænum lausnum í heilbrigðiskerfinu og nútímavæða þær svo þær styðji við lækna í daglegum störfum þeirra, dragi úr sóun og auki öryggi sjúklinga. 5)Tryggja að ákvarðanir sem teknar eru á pólitíska sviðinu styðji við heilsu þjóðarinnar og að hagsmunir heildarinnar séu teknir fram yfir sérhagsmuni. 6)Veita fræðslu, heilsulæsi og forvörnum mun veglegri sess í samfélaginu. 7)Kortleggja allar sérgreinar lækna og þörf á mönnun í þeim til framtíðar til að koma í veg fyrir að skortur skapist innan ákveðinna sérgreina. 8)Draga úr því álagi sem þungt og flókið skrifræði hérlendis veldur læknum, m.a. til að meiri tími skapist til raunverulegra læknisstarfa. 9)Hífa vísindastarf í heilbrigðisgreinum hérlendis aftur upp í þær hæðir sem það var í fyrir hrun, en þá var það á heimsmælikvarða. Hver króna sem sett er í vísindi skilar sér margfalt til baka. 10)Tryggja að við séum ekki eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar kemur að skimun fyrir krabbameinum, ekki hvað síst krabbameinum í ristli og endaþarmi. Listinn gæti verið miklu lengri, enda þekkja læknar kerfið inn og út og vita nákvæmlega hvar skórinn kreppir. Ég vil hvetja stjórnvöld til að nýta sér þessa þekkingu á komandi misserum og efla samstarf og samráð við lækna og annað fagfólk þjóðinni til heilla. Svíarnir vita hvaða mannauður býr í íslenskum læknum. Vonandi gera íslensk stjórnvöld sér grein fyrir því líka. Innilega til hamingju með daginn kæru læknar – baráttan lifir! Höfundur er formaður Læknafélags Íslands
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar