Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. maí 2025 06:04 27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar, hver afstaða manna væri til þess, að samningaumleitunum við ESB, um mögulega aðild, væri framhaldið, og, hins vegar, til þess, hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi, en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki, hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á, og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar. Þessi nýlega könnunn sýnir, að 72% landsmanna eru fylgjandi því, að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá, sem afstöðu tóku. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027, er fyrir hann virðingarleysi og út í hött. Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag (14. maí). Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður“. Var þetta haft eftir Kristrúnu. Þegar forsætisráðherra segir svo, að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, skv. skýrum vilja þessa mikla meirihluta þjóðarinnar, er hún í raun að segja, það það sé ekki á dagskrá, að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða. Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu, sem mótuð var í desmeber í fyrra, við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir endanlega endurkomu Trumps og þess uppnáms, sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður. Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta! Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt, og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það, hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust, ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrirfram skuldbindingar, en atkvæði um aðild, eða aðild ekki, er auðvitað allt annað og miklu stærra mál. Auðvitað þarf að ná fram bezt mögulegum aðildarskilmálum, með samningum, fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar. Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli. Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Ég hef stungið upp á sunnudeginum 28. september. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026. Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028. Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngusamninga og ljúka þeim á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Fyrirsláttur um, að Flokkur fólksins standi í vegi fyrir kosningu um framhaldsvirðræður, stenzt ekki. Í nefndri skoðanakönnun Gallups, voru 92% þeirra fylgjenda Flokks fólksins, sem afstöðu tóku, hlynnt þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar, hver afstaða manna væri til þess, að samningaumleitunum við ESB, um mögulega aðild, væri framhaldið, og, hins vegar, til þess, hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi, en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki, hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á, og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar. Þessi nýlega könnunn sýnir, að 72% landsmanna eru fylgjandi því, að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá, sem afstöðu tóku. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027, er fyrir hann virðingarleysi og út í hött. Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag (14. maí). Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður“. Var þetta haft eftir Kristrúnu. Þegar forsætisráðherra segir svo, að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, skv. skýrum vilja þessa mikla meirihluta þjóðarinnar, er hún í raun að segja, það það sé ekki á dagskrá, að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða. Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu, sem mótuð var í desmeber í fyrra, við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir endanlega endurkomu Trumps og þess uppnáms, sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður. Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta! Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt, og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það, hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust, ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrirfram skuldbindingar, en atkvæði um aðild, eða aðild ekki, er auðvitað allt annað og miklu stærra mál. Auðvitað þarf að ná fram bezt mögulegum aðildarskilmálum, með samningum, fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar. Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli. Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Ég hef stungið upp á sunnudeginum 28. september. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026. Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028. Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngusamninga og ljúka þeim á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Fyrirsláttur um, að Flokkur fólksins standi í vegi fyrir kosningu um framhaldsvirðræður, stenzt ekki. Í nefndri skoðanakönnun Gallups, voru 92% þeirra fylgjenda Flokks fólksins, sem afstöðu tóku, hlynnt þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður. Höfundur er samfélagsrýnir
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun