Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. maí 2025 07:03 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Um þetta er einfaldlega hægt að fræðast á vef sambandsins. Þetta yrði sætið okkar við borðið. Fullyrðingar um að staðan innan Evrópusambandsins sé sambærileg við til dæmis NATO eða EFTA í þessum efnum, eins og fram komu í grein á Vísi á dögunum eftir Grím Grímsson, þingmann Viðreisnar, standast enga skoðun. Þannig eru ákvarðanir bæði á vettvangi NATO og EFTA teknar með einróma samþykki sem heyrir hins vegar í dag til algerra undantekninga innan sambandsins en var eitt sinn reglan. Allajafna er það svo að ríki sitja við sama borð þegar alþjóða- og milliríkjasamstarf er annars vegar. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð stærð. Sú er hins vegar almennt ekki raunin innan Evrópusambandsins. Mörg dæmi eru enda um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum í ráðherraráði Evrópusambandsins og það jafnvel þegar mikilvæg hagsmunamál þeirra hafa verið annars vegar. Mjög lýsandi dæmi er þegar sambandið ákvað um árið að beita Færeyjar, hluta danska konungdæmisins, refsiaðgerðum vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og Danir neyddust til þess að taka þátt í þeim. Eða þegar Írar, ein mesta makrílveiðiþjóð Evrópusambandsins, beittu sér gegn samþykkt samnings við Færeyjar um makrílveiðar sem fór í bága við hagsmuni þeirra en urðu undir í ráðinu. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við dagblaðið Irish Examiner í kjölfar undirritunar samningsins. Írar eru um 5,4 milljónir. Meira en 13 sinnum fleiri en við Íslendingar. Hversu lítill fiskur yrðum við innan sambandsins? Hér er ekki um metnaðarleysi fyrir hönd okkar Íslendinga að ræða sem er stundum viðkvæðið í röðum Evrópusambandssinna í rökþrotinu sem þeir lenda í þegar einfaldlega er bent á það hvernig kaupin gerast á eyrinni innan Evrópusambandsins og þær reglur sem gilda þar á bæ um möguleika einstakra ríkja til þess að hafa áhrif þegar ákvarðanir eru teknar. Nokkuð sem þeir ættu að vera ágætlega meðvitaðir um. Ólíkt þeim tel ég okkur þvert á móti fullfær um það að stjórna okkar eigin málum áfram utan sambandsins en rök þeirra fyrir inngöngu í það eru einmitt gjarnan þau að við séum of lítil og fámenn til þess. Hitt er annað mál að um er að ræða mjög eðlilega þróun innan Evrópusambandsins í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan þess allt frá upphafi. Grímur minntist í grein sinni á Schuman-ávarpið frá 1950 sem markar upphaf samrunans innan sambandsins en gat þess ekki að þar kemur einmitt fram að lokamarkmiðið sé evrópskt sambandsríki. Innan sambandsríkja er jú velþekkt að íbúafjöldi ráði vægi einstakra ríkja eins og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikilvægur hluti umræðunnar um Evrópusambandið er vitanlega ekki sízt hver þróunin hefur verið innan sambandsins til þessa og hvert hún stefnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Um þetta er einfaldlega hægt að fræðast á vef sambandsins. Þetta yrði sætið okkar við borðið. Fullyrðingar um að staðan innan Evrópusambandsins sé sambærileg við til dæmis NATO eða EFTA í þessum efnum, eins og fram komu í grein á Vísi á dögunum eftir Grím Grímsson, þingmann Viðreisnar, standast enga skoðun. Þannig eru ákvarðanir bæði á vettvangi NATO og EFTA teknar með einróma samþykki sem heyrir hins vegar í dag til algerra undantekninga innan sambandsins en var eitt sinn reglan. Allajafna er það svo að ríki sitja við sama borð þegar alþjóða- og milliríkjasamstarf er annars vegar. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð stærð. Sú er hins vegar almennt ekki raunin innan Evrópusambandsins. Mörg dæmi eru enda um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum í ráðherraráði Evrópusambandsins og það jafnvel þegar mikilvæg hagsmunamál þeirra hafa verið annars vegar. Mjög lýsandi dæmi er þegar sambandið ákvað um árið að beita Færeyjar, hluta danska konungdæmisins, refsiaðgerðum vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og Danir neyddust til þess að taka þátt í þeim. Eða þegar Írar, ein mesta makrílveiðiþjóð Evrópusambandsins, beittu sér gegn samþykkt samnings við Færeyjar um makrílveiðar sem fór í bága við hagsmuni þeirra en urðu undir í ráðinu. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við dagblaðið Irish Examiner í kjölfar undirritunar samningsins. Írar eru um 5,4 milljónir. Meira en 13 sinnum fleiri en við Íslendingar. Hversu lítill fiskur yrðum við innan sambandsins? Hér er ekki um metnaðarleysi fyrir hönd okkar Íslendinga að ræða sem er stundum viðkvæðið í röðum Evrópusambandssinna í rökþrotinu sem þeir lenda í þegar einfaldlega er bent á það hvernig kaupin gerast á eyrinni innan Evrópusambandsins og þær reglur sem gilda þar á bæ um möguleika einstakra ríkja til þess að hafa áhrif þegar ákvarðanir eru teknar. Nokkuð sem þeir ættu að vera ágætlega meðvitaðir um. Ólíkt þeim tel ég okkur þvert á móti fullfær um það að stjórna okkar eigin málum áfram utan sambandsins en rök þeirra fyrir inngöngu í það eru einmitt gjarnan þau að við séum of lítil og fámenn til þess. Hitt er annað mál að um er að ræða mjög eðlilega þróun innan Evrópusambandsins í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan þess allt frá upphafi. Grímur minntist í grein sinni á Schuman-ávarpið frá 1950 sem markar upphaf samrunans innan sambandsins en gat þess ekki að þar kemur einmitt fram að lokamarkmiðið sé evrópskt sambandsríki. Innan sambandsríkja er jú velþekkt að íbúafjöldi ráði vægi einstakra ríkja eins og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikilvægur hluti umræðunnar um Evrópusambandið er vitanlega ekki sízt hver þróunin hefur verið innan sambandsins til þessa og hvert hún stefnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun