Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 18. maí 2025 11:30 Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni? Það er rétt að taka fram að ég hef ekkert á móti gyðingum og fordæmi öll hryðjuverk, þar með talin hryðjuverk Hamas fyrir hálfu ári síðan. En þó að hryðjuverk séu hryllileg þá er þjóðarmorð margfalt verra, samkvæmt skilgreiningu. Markmið hryðjuverka er að valda ótta og skelfingu (e. terror) en markmið þjóðarmorðs er að útrýma. Það er ekkert sem réttlætir þjóðarmorð, ekki hryðjuverk, ekkert. Trúarbrögð veita heldur engum tilkall til landsvæðis annarra. Mannfallstölurnar tala sínu máli: Rúmlega 1.700 Ísraelar eru látnir og 53.250 Palestínubúar, þar af 80% óbreyttir borgarar og 30% börn. Þrjátíu Palestínubúar eru drepnir fyrir hvern Ísraela. Valdaójafnvægið er gífurlegt, enda veita Bandaríkin Ísrael mikla hernaðaraðstoð. Hvernig getur Ísrael hlotið svona góða kosningu í söngvakeppni sem ætti að vera um ást, ást, frið, frið, eins og Svíar orðuðu það árið 2016? Fjármagn hlýtur að spila inn í, til dæmis er stærsti bakhjarl keppninnar, Moroccanoil, ísraelskt fyrirtæki. Sá sem styður Ísrael í blindni hikar varla við að kjósa Ísrael 20 sinnum á meðan þau sem fordæma þjóðarmorðið sniðganga keppnina. Þá hef ég heyrt að Ísrael hafi auglýst lagið sitt í öðrum löndum. Auðvitað hefði átt að víkja Ísrael úr keppninni en fyrst það gekk ekki, hvað er þá til bragðs að taka? Hvað getur Ísland gert til að styðja Palestínu annað en að fordæma þessi þjóðarmorð? Gætum við hjálpað Palestínu að ganga í Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og boðist til að fjármagna og skipuleggja þátttöku þeirra í Eurovision? Eitt er víst að með þátttöku sinni í Eurovision hvítþvær Ísrael sig af þjóðarmorðinu á Gaza og það sárvantar mótvægi við því. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Eurovision 2025 Palestína Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni? Það er rétt að taka fram að ég hef ekkert á móti gyðingum og fordæmi öll hryðjuverk, þar með talin hryðjuverk Hamas fyrir hálfu ári síðan. En þó að hryðjuverk séu hryllileg þá er þjóðarmorð margfalt verra, samkvæmt skilgreiningu. Markmið hryðjuverka er að valda ótta og skelfingu (e. terror) en markmið þjóðarmorðs er að útrýma. Það er ekkert sem réttlætir þjóðarmorð, ekki hryðjuverk, ekkert. Trúarbrögð veita heldur engum tilkall til landsvæðis annarra. Mannfallstölurnar tala sínu máli: Rúmlega 1.700 Ísraelar eru látnir og 53.250 Palestínubúar, þar af 80% óbreyttir borgarar og 30% börn. Þrjátíu Palestínubúar eru drepnir fyrir hvern Ísraela. Valdaójafnvægið er gífurlegt, enda veita Bandaríkin Ísrael mikla hernaðaraðstoð. Hvernig getur Ísrael hlotið svona góða kosningu í söngvakeppni sem ætti að vera um ást, ást, frið, frið, eins og Svíar orðuðu það árið 2016? Fjármagn hlýtur að spila inn í, til dæmis er stærsti bakhjarl keppninnar, Moroccanoil, ísraelskt fyrirtæki. Sá sem styður Ísrael í blindni hikar varla við að kjósa Ísrael 20 sinnum á meðan þau sem fordæma þjóðarmorðið sniðganga keppnina. Þá hef ég heyrt að Ísrael hafi auglýst lagið sitt í öðrum löndum. Auðvitað hefði átt að víkja Ísrael úr keppninni en fyrst það gekk ekki, hvað er þá til bragðs að taka? Hvað getur Ísland gert til að styðja Palestínu annað en að fordæma þessi þjóðarmorð? Gætum við hjálpað Palestínu að ganga í Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og boðist til að fjármagna og skipuleggja þátttöku þeirra í Eurovision? Eitt er víst að með þátttöku sinni í Eurovision hvítþvær Ísrael sig af þjóðarmorðinu á Gaza og það sárvantar mótvægi við því. Höfundur er umhverfisverkfræðingur
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun