Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Jónas Sen skrifar 19. maí 2025 07:00 Carmina Burana var flutt í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 16. maí. Jónas Sen Það er eitthvað skrýtið við íslenska kórmenningu. Kannski er það hve kórtónleikar eru gamaldags - a.m.k. fyrir yngri kynslóðina - kannski endalausi tenóraskorturinn, eða kannski sú staðreynd að hér hefur þróast sérkennilegur menningarheimur þar sem fólk mætir í náttfötum úr Joe Boxer til að syngja með útöndun eins og gamalt gufuskip. Meira um það hér rétt á eftir. Í kór er öllum velkomið að taka þátt — nema ef þú syngur of hátt, of lágt eða hefur tilhneigingu til að syngja „með hjartanu“ í stað þess að halda tón. Þá færðu bros og bæn um að „hlusta vel á röddina við hliðina á þér“. Það þýðir: „þegiðu.“ Mikilvægt að forgangsraða! Kórinn er eini staðurinn þar sem miðaldra einstaklingar stíga fram og láta eins og þeir séu listamenn, án þess að fá greitt eða hljóta nokkra viðurkenningu. Þetta er líka eini staðurinn þar sem fólk getur tamið sér sektarkennd yfir því að hafa misst af æfingu vegna þess að það stakk af frá sjúkum ættingja. „Ég komst ekki á síðustu æfingu því pabbi fékk hjartaáfall.“ – „Já, en við æfðum nýja útsetningu á miðhlutanum í Á Sprengisandi. Forgangsröðun! Guðrún.“ Svo eru það kórferðalögin. Ódauðleg hefð þar sem hópur fullorðins fólks sefur á svefnpokadýnum í íþróttahúsum, drekkur vín í plastglösum og fær sér „einn lítinn“ sem verður að djúpum persónulegum harmleik um þrjúleytið. Alltaf hendir einhver í afsökunar-ræðu daginn eftir. Og ávallt verður einhver hrókur alls fagnaðar sem aðrir kórfélagar forðast næstu fjögur árin. Flutningurinn orkaði tvímælis Kórtónleikar voru haldnir í Norðurljósum í Hörpu á föstudagskvöldið. Á dagskránni var Carmina Burana eftir Carl Orff, kórverk með misveigamiklum einsöng. Textinn er úr hluta af handritum frá þrettándu öld sem uppgötvuðust fyrir um tvö hundruð árum síðan í munkaklaustri í Benedikt-Beuren í Bæjaralandi. Þetta er samansafn ljóða fyrrverandi munka sem höfðu fengið nóg af klausturlífinu og fóru út í heim að njóta lífsins og klípa í afturendann á hinu kyninu. Ljóðin fjalla um ást, áfengi, gæfu og ógæfu lífsins. Andrúmsloftið í tónlistinni er þó yfirleitt hressilegt og þrungið lífsgleði. Í flutningnum var hins vegar ýmislegt sem orkaði tvímælis. Sönggleðin var áberandi á tónleikunum, en ónefndi kórfélaginn sem átti að þegja hefði kannski átt að gera það. Og þessi með ranga forgangsröðun hefði sennilega átt að mæta oftar á æfingu. Tæknilega séð var söngurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir. Drafandi kórsöngur Almennt talað var kórinn, sem samanstóð af Söngfjelaginu og Kór Akraneskirkju, dálítið drafandi. Hið svokallaða staccato, þ.e. stuttar, slitnar nótur, var fremur loðið. Hin einkennandi snerpa í frægasta hluta verksins, O Fortuna, þar sem sungið er um fallvaltleika gæfunnar, var bara ekki til staðar. Það er ekki nóg að þruma eins hátt og mögulegt er, og vona að ærandi slagverk dugi til að lappa upp á það sem á vantar. Ég set líka spurningamerki við kórstjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Hún var býsna ónákvæm. Bendingarnar hans minntu á geimfara sem er í mesta basli við að ráða við þyngdarleysi úti í geimi. Fyrir vikið var samspil píanistanna tveggja ekki alltaf nákvæmt. Og samspil kórs og hljómsveitar hefði mátt vera meitlaðra. Af einhverjum ástæðum tók Kári Þormar við stjórninni í litlum hluta verksins. Hann var miklu hnitmiðaðri, sló taktinn af öryggi og fyrir vikið varð söngurinn flottari, en bara á þeim tímapunkti. Metnaður sem dugði ekki til Töluverður metnaður var lagður í sviðsetningu, aðallega með tilkomu danshópsins Forward, sem samanstendur af nokkrum ungum konum. Það mátti rökstyðja það með því að sumt í Carmina Burana er um drykkju og fyllerí, og þá er dans upp á borðum aldrei langt undan. Mér fannst þó dansinn, sem var saminn af Ásrúnu Magnúsdóttur, full hversdagslegur, eins og einkaflipp vinkvenna í næturklúbbi. Það má ekki gleyma því að textinn er úr gömlum handritum, og það vantaði einhverja tilvísun í forna tíma – annað en að vera um stund í munkakuflum. Í það heila virkuðu konurnar full meðvitaðar, og maður hafði á tilfinningunni að þær væru uppteknari af sjálfum sér fremur en að þær reyndu að láta dansinn lyfta undir stemninguna í tónlistinni. Þær virtust a.m.k. aldrei týna sér í verkinu. Ósannfærandi einsöngur Og þá loksins að einsöngvaranum sem var eins og gamalt gufuskip. Hrólfur Sæmundsson baritón var í veigamesta einsöngshlutverkinu, og hann var óttalega þunglamalegur. Það sem vakti þó mesta furðu var að hann var í óhrjálegum bol og einhverju sem maður gat ekki betur séð en að væru náttbuxur úr Joe Boxer. Hvað var það eiginlega? Svo hélt hann á nótnabók, um leið og hann söng – og lék líka. Fyrir vikið var frammistaða hans alls ekki sannfærandi. Gat hann ekki lært rulluna sína utan að? Hinir einsöngvararnir voru ágætir, Benedikt Kristjánsson tenór og Herdís Anna Jónasdóttir voru bæði með sitt á hreinu, en þau voru í afar smáum hlutverkum og höfðu lítil áhrif á heildarmyndina. Barnakór kom við sögu á stöku stað og söng með miklum ágætum, auk þess sem hann var afskaplega sjarmerandi. Kannski má segja að hann hafi verið það besta við þessa annars misjöfnu tónleika. Sönggleðin er ekki nóg Almennt talað var – eins og ég hef áður sagt – mikil sönggleði á tónleikunum. Hún var greinilega smitandi, þótt hún hafi ekki hrifið undirritaðan. Sönggleðin ein og sér er heldur ekki nóg. Carmina Burana er eitt áhrifamesta og þekktasta kórverk 20. aldar. Það einkennist af óheftum krafti, magnaðri hrynjandi og einföldum en safaríkum hljómum sem byggja á hinum gamla kaþólska sléttsöng og miðaldaljóðum. Verkið sameinar ótrúlega dramatík og dýrslega orku, einkum í opnunarlaginu O Fortuna, sem hefur orðið táknrænt fyrir sjálft verkið. Tónmálið er bæði hrátt og háleitt, og áhrifin eiga að vera djúpstæð og margbrotin. Það voru þau því miður ekki hér, nema að litlu leyti. Niðurstaða Þrátt fyrir sýnilegan metnað og smitandi sönggleði, var flutningur á Carmina Burana í þetta sinn fremur máttlaus. Tæknilegir brestir í kórsöng og stjórn, þunglamalegur einsöngur og misheppnuð sviðsetning drógu úr áhrifamætti þessa stórbrotna verks. Eða með öðrum orðum: þegar gufuskip mætir stormi í Joe Boxer náttbuxum, er kannski kominn tími til að endurskoða siglingaráætlunina. Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Harpa Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Í kór er öllum velkomið að taka þátt — nema ef þú syngur of hátt, of lágt eða hefur tilhneigingu til að syngja „með hjartanu“ í stað þess að halda tón. Þá færðu bros og bæn um að „hlusta vel á röddina við hliðina á þér“. Það þýðir: „þegiðu.“ Mikilvægt að forgangsraða! Kórinn er eini staðurinn þar sem miðaldra einstaklingar stíga fram og láta eins og þeir séu listamenn, án þess að fá greitt eða hljóta nokkra viðurkenningu. Þetta er líka eini staðurinn þar sem fólk getur tamið sér sektarkennd yfir því að hafa misst af æfingu vegna þess að það stakk af frá sjúkum ættingja. „Ég komst ekki á síðustu æfingu því pabbi fékk hjartaáfall.“ – „Já, en við æfðum nýja útsetningu á miðhlutanum í Á Sprengisandi. Forgangsröðun! Guðrún.“ Svo eru það kórferðalögin. Ódauðleg hefð þar sem hópur fullorðins fólks sefur á svefnpokadýnum í íþróttahúsum, drekkur vín í plastglösum og fær sér „einn lítinn“ sem verður að djúpum persónulegum harmleik um þrjúleytið. Alltaf hendir einhver í afsökunar-ræðu daginn eftir. Og ávallt verður einhver hrókur alls fagnaðar sem aðrir kórfélagar forðast næstu fjögur árin. Flutningurinn orkaði tvímælis Kórtónleikar voru haldnir í Norðurljósum í Hörpu á föstudagskvöldið. Á dagskránni var Carmina Burana eftir Carl Orff, kórverk með misveigamiklum einsöng. Textinn er úr hluta af handritum frá þrettándu öld sem uppgötvuðust fyrir um tvö hundruð árum síðan í munkaklaustri í Benedikt-Beuren í Bæjaralandi. Þetta er samansafn ljóða fyrrverandi munka sem höfðu fengið nóg af klausturlífinu og fóru út í heim að njóta lífsins og klípa í afturendann á hinu kyninu. Ljóðin fjalla um ást, áfengi, gæfu og ógæfu lífsins. Andrúmsloftið í tónlistinni er þó yfirleitt hressilegt og þrungið lífsgleði. Í flutningnum var hins vegar ýmislegt sem orkaði tvímælis. Sönggleðin var áberandi á tónleikunum, en ónefndi kórfélaginn sem átti að þegja hefði kannski átt að gera það. Og þessi með ranga forgangsröðun hefði sennilega átt að mæta oftar á æfingu. Tæknilega séð var söngurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir. Drafandi kórsöngur Almennt talað var kórinn, sem samanstóð af Söngfjelaginu og Kór Akraneskirkju, dálítið drafandi. Hið svokallaða staccato, þ.e. stuttar, slitnar nótur, var fremur loðið. Hin einkennandi snerpa í frægasta hluta verksins, O Fortuna, þar sem sungið er um fallvaltleika gæfunnar, var bara ekki til staðar. Það er ekki nóg að þruma eins hátt og mögulegt er, og vona að ærandi slagverk dugi til að lappa upp á það sem á vantar. Ég set líka spurningamerki við kórstjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Hún var býsna ónákvæm. Bendingarnar hans minntu á geimfara sem er í mesta basli við að ráða við þyngdarleysi úti í geimi. Fyrir vikið var samspil píanistanna tveggja ekki alltaf nákvæmt. Og samspil kórs og hljómsveitar hefði mátt vera meitlaðra. Af einhverjum ástæðum tók Kári Þormar við stjórninni í litlum hluta verksins. Hann var miklu hnitmiðaðri, sló taktinn af öryggi og fyrir vikið varð söngurinn flottari, en bara á þeim tímapunkti. Metnaður sem dugði ekki til Töluverður metnaður var lagður í sviðsetningu, aðallega með tilkomu danshópsins Forward, sem samanstendur af nokkrum ungum konum. Það mátti rökstyðja það með því að sumt í Carmina Burana er um drykkju og fyllerí, og þá er dans upp á borðum aldrei langt undan. Mér fannst þó dansinn, sem var saminn af Ásrúnu Magnúsdóttur, full hversdagslegur, eins og einkaflipp vinkvenna í næturklúbbi. Það má ekki gleyma því að textinn er úr gömlum handritum, og það vantaði einhverja tilvísun í forna tíma – annað en að vera um stund í munkakuflum. Í það heila virkuðu konurnar full meðvitaðar, og maður hafði á tilfinningunni að þær væru uppteknari af sjálfum sér fremur en að þær reyndu að láta dansinn lyfta undir stemninguna í tónlistinni. Þær virtust a.m.k. aldrei týna sér í verkinu. Ósannfærandi einsöngur Og þá loksins að einsöngvaranum sem var eins og gamalt gufuskip. Hrólfur Sæmundsson baritón var í veigamesta einsöngshlutverkinu, og hann var óttalega þunglamalegur. Það sem vakti þó mesta furðu var að hann var í óhrjálegum bol og einhverju sem maður gat ekki betur séð en að væru náttbuxur úr Joe Boxer. Hvað var það eiginlega? Svo hélt hann á nótnabók, um leið og hann söng – og lék líka. Fyrir vikið var frammistaða hans alls ekki sannfærandi. Gat hann ekki lært rulluna sína utan að? Hinir einsöngvararnir voru ágætir, Benedikt Kristjánsson tenór og Herdís Anna Jónasdóttir voru bæði með sitt á hreinu, en þau voru í afar smáum hlutverkum og höfðu lítil áhrif á heildarmyndina. Barnakór kom við sögu á stöku stað og söng með miklum ágætum, auk þess sem hann var afskaplega sjarmerandi. Kannski má segja að hann hafi verið það besta við þessa annars misjöfnu tónleika. Sönggleðin er ekki nóg Almennt talað var – eins og ég hef áður sagt – mikil sönggleði á tónleikunum. Hún var greinilega smitandi, þótt hún hafi ekki hrifið undirritaðan. Sönggleðin ein og sér er heldur ekki nóg. Carmina Burana er eitt áhrifamesta og þekktasta kórverk 20. aldar. Það einkennist af óheftum krafti, magnaðri hrynjandi og einföldum en safaríkum hljómum sem byggja á hinum gamla kaþólska sléttsöng og miðaldaljóðum. Verkið sameinar ótrúlega dramatík og dýrslega orku, einkum í opnunarlaginu O Fortuna, sem hefur orðið táknrænt fyrir sjálft verkið. Tónmálið er bæði hrátt og háleitt, og áhrifin eiga að vera djúpstæð og margbrotin. Það voru þau því miður ekki hér, nema að litlu leyti. Niðurstaða Þrátt fyrir sýnilegan metnað og smitandi sönggleði, var flutningur á Carmina Burana í þetta sinn fremur máttlaus. Tæknilegir brestir í kórsöng og stjórn, þunglamalegur einsöngur og misheppnuð sviðsetning drógu úr áhrifamætti þessa stórbrotna verks. Eða með öðrum orðum: þegar gufuskip mætir stormi í Joe Boxer náttbuxum, er kannski kominn tími til að endurskoða siglingaráætlunina.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Harpa Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira