Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar 20. maí 2025 09:33 Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi. Sjálfstæðisflokkurinn – flokkurinn sem í tíð hrunsins var við völd og studdi áframhaldandi valdakerfi þar sem gagnsæi var fjarlæg hugsjón hjá þeim – vill nú allt í einu rannsaka hvort ákæruvaldið hafi farið að lögum? Þetta er eins og að horfa á eldspúandi dreka leggja fram tillögu um brunaeftirlit. Rannsóknarnefnd – til að rannsaka þá sem rannsökuðu? Við megum ekki gleyma því að þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir hrunið, þá voru það einmitt „þeir háttvirtu“ sem tóku í taumana. Nú á sem sagt að stofna rannsóknarnefnd til að rannsaka þá sem rannsökuðu þá sem komu okkur í þessa stöðu í fyrsta lagi – og vonandi ekki gleyma því að skoða hvort einhverjir í sjálfum Sjálfstæðisflokknum hafi sloppið með hégóma og ofbeldi í fötum valdsins. Ef þetta er ekki pólitískt gaslýsing.. þá veit ég ekki hvað er. Vald kallar á ábyrgð – ekki leikrit Þegar Guðrún, sem nú stendur fremst í flokki sem stundað hefur pólitíska afneitun svo lengi að það hefur nær orðið listform, talar um að „rannsaka traust ríkisins“ og „hvort réttindi borgaranna hafi verið virt“, þá er það í sjálfu sér þversögn sem ætti að fá Alþingi allt til að frjósa í hljóðlátum spyrnum. Hver var það sem hafði í hendi sér allt réttarkerfið þegar þetta átti sér stað? Hverjir voru það sem hlupu í felur með skýrslur, skipuðu vini og frændur í stöður og komu í veg fyrir að alvöru uppgjör ætti sér stað? Svar: Þeir sömu og nú vilja virðast sem hvítþveginn málsvari siðferðis. Hver ræður rannsókninni? Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rannsóknarnefnd, þá verður hún að vera skipuð af óháðum útlenskum, aðilum utan hins pólitíska leiks – ekki „þremur vel völdum“ einstaklingum sem fá kjötbein úr bakherbergjum. Annars er þetta bara dýr og innihaldslaus sýning – enn ein eyðslan með almannafé í nafni „lýðræðis“ sem enginn trúir á lengur. Að lokum... Kannski þurfum við ekki enn eina rannsóknarnefnd. Kannski þurfum við að hætta að láta þá sem sitja við valdaborðið stjórna því hvernig sagan er sögð – og hverjum er gefin rödd. En Guðrún fær prik fyrir leikræna tjáningu. Hún hefði verið frábær í Shakespeare – „Et tu, Brute?“ (og þú, Guðrún ? ) hefði hljómað vel úr hennar munni. Spurning bara hver stingur næst – og hvern Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Hrunið Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi. Sjálfstæðisflokkurinn – flokkurinn sem í tíð hrunsins var við völd og studdi áframhaldandi valdakerfi þar sem gagnsæi var fjarlæg hugsjón hjá þeim – vill nú allt í einu rannsaka hvort ákæruvaldið hafi farið að lögum? Þetta er eins og að horfa á eldspúandi dreka leggja fram tillögu um brunaeftirlit. Rannsóknarnefnd – til að rannsaka þá sem rannsökuðu? Við megum ekki gleyma því að þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir hrunið, þá voru það einmitt „þeir háttvirtu“ sem tóku í taumana. Nú á sem sagt að stofna rannsóknarnefnd til að rannsaka þá sem rannsökuðu þá sem komu okkur í þessa stöðu í fyrsta lagi – og vonandi ekki gleyma því að skoða hvort einhverjir í sjálfum Sjálfstæðisflokknum hafi sloppið með hégóma og ofbeldi í fötum valdsins. Ef þetta er ekki pólitískt gaslýsing.. þá veit ég ekki hvað er. Vald kallar á ábyrgð – ekki leikrit Þegar Guðrún, sem nú stendur fremst í flokki sem stundað hefur pólitíska afneitun svo lengi að það hefur nær orðið listform, talar um að „rannsaka traust ríkisins“ og „hvort réttindi borgaranna hafi verið virt“, þá er það í sjálfu sér þversögn sem ætti að fá Alþingi allt til að frjósa í hljóðlátum spyrnum. Hver var það sem hafði í hendi sér allt réttarkerfið þegar þetta átti sér stað? Hverjir voru það sem hlupu í felur með skýrslur, skipuðu vini og frændur í stöður og komu í veg fyrir að alvöru uppgjör ætti sér stað? Svar: Þeir sömu og nú vilja virðast sem hvítþveginn málsvari siðferðis. Hver ræður rannsókninni? Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rannsóknarnefnd, þá verður hún að vera skipuð af óháðum útlenskum, aðilum utan hins pólitíska leiks – ekki „þremur vel völdum“ einstaklingum sem fá kjötbein úr bakherbergjum. Annars er þetta bara dýr og innihaldslaus sýning – enn ein eyðslan með almannafé í nafni „lýðræðis“ sem enginn trúir á lengur. Að lokum... Kannski þurfum við ekki enn eina rannsóknarnefnd. Kannski þurfum við að hætta að láta þá sem sitja við valdaborðið stjórna því hvernig sagan er sögð – og hverjum er gefin rödd. En Guðrún fær prik fyrir leikræna tjáningu. Hún hefði verið frábær í Shakespeare – „Et tu, Brute?“ (og þú, Guðrún ? ) hefði hljómað vel úr hennar munni. Spurning bara hver stingur næst – og hvern Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun