Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. maí 2025 15:18 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir er ánægð með samstöðu lyfjafræðinga í kosningunni. Nú þurfi að ákveða næstu skref og ganga aftur að samingaborðinu. Lyfjafræðingar felldu innanhústillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Lyfjafræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins með níutíu prósentum atkvæða. Núverandi samningur er orðinn átján ára gamall en formaður félagsins segir félagsmenn hafa upplifað nýjan samning sem réttindaskerðingu. Samninganefndir SA og Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) samþykktu innanhústillögu sáttasemjara þann 6. maí síðastliðinn eftir rúmlega árs viðræður. Þar var um að ræða einn heildarsamning í stað tveggja. Tillagan var kynnt fyrir félagsmönnum 13. maí og var þá opnað fyrir kosningu sem lauk í dag. Greint var frá niðurstöðunni á vef LFÍ í dag. Kjörsókn var 76,41 prósent, 217 af 284 meðlimum félagsins tóku þátt í kosningunni. Af þeim 217 sem kusu sögðu 195 nei, eða 89,86 prósent, en 22 sögðu já, eða 10,14 prósent. Upplifi tillöguna sem verri en gamla samninginn „Illa felldur,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, um niðurstöður kosningar um nýjan kjarasamning. Núverandi samningur er að sögn Sigurbjargar orðinn átján ára gamall og þess vegna gjörólíkur þeim samningum sem aðrar stéttir hafa samþykkt á síðustu árum. „Af því samningurinn er svo gamall og svo öðruvísi þá hefur verið ákall eftir því að samræma okkur við aðrar háskólastéttir. En upplifun okkar í viðræðunum var að það ætti að samræma okkur við aðrar háskólastéttir og taka öll réttindi af okkur í leiðinni,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu. „Þá upplifir fólk að það standi uppi með samning sem er verri en gamli samningurinn.“ Veikindaréttur skertur, of lítil stytting og gremja út í vinnuveitendur „Það er verið að skerða veikindarétt verulega og svo er verið að bæta inn sex mánaða uppsagnarfresti fyrir lyfsöluleyfishafa,“ segir Sigurbjörg um þau réttindi sem skerðast í tillögunni. „Þetta fór mjög illa ofan í fólk vegna þess að þetta er fólk sem er ekki á himinháum launum. Af hverju þarf að festa það? Það er talað um að það sé svo mikill skortur á lyfjafræðingum að það þurfi að festa þá en við skiljum ekki af hverju það þarf að festa okkur frekar en aðra í samfélaginu,“ segir Sigurbjörg. Samninganefndir SA og LFÍ við samningaborðið. „Við erum að fá inn smá styttingu en fólki finnst styttingin alltof lítil. Við erum með langlengsta vinnutímann af öllum stéttum, við þurfum að vinna nítján dögum meira en aðrar heilbrigðisstéttir og aðrir háskólamenntaðir. Þessi stytting sem er verið að bjóða okkur, eins og í Apótekunum, fannst þeim ekki einu sinni vera viðleitni fyrir það að skerða þennan veikindarétt,“ segir hún. „Síðan höfum við verið með greiddan matartíma á kvöldin en við höfum ekki verið að fá réttan yfirvinnutaxta,“ segir Sigurbjörg og bætir við: „Ég held líka að það sé gremja í fólki yfir því að vinnuveitendur hafi ekki alveg verið að fara eftir kjarasamningum, ákveðnir vinnuveitendur,“ segir Sigurbjörg. Telja víst hægt að stytta vinnuvikuna Gremja yfir því hvað samningurinn er orðinn gamall sé ekki minni eða hvernig sé komið fram við lyfjafræðinga samanborið við aðrar stéttir. „Við erum að vinna meira því það er svo mikill skortur á lyfjafræðingum og fáum stundum að heyra ,Það er ekki hægt að stytta vinnuvikuna ykkar.' En ef það er hægt að stytta vinnuviku lækna, sem ég veit að er erfitt, þá er hægt að stytta vinnuvikuna okkar,“ segir Sigurbjörg. Lyfjafræðingafélag Íslands samdi við ríkið í desember og fékk þá fulla styttingu og þurfti ekki að skerða nein réttindi. Því hafi lyfjafræðingar ekki verið sáttir með tillöguna. Ánægð með samstöðuna „Það sem ég er ánægðust með er þessi samstaða,“ segir Sigurbjörg um niðurstöðuna. Ég hefði aldrei viljað sjá 50/50, það er mín versta martröð. Annað hvort er hann samþykktur með meirihluta eða felldur með meirihluta.“ Lyfjafræðingar hafi verið blóðheitir yfir tillögunni. „Það urðu rosalegar umræður, síminn minn stoppaði ekki og það var heilt yfir allt vitlaust,“ segir Sigurbjörg. Erfitt sé að semja með gamlan samning þegar breyta þurfi jafnmiklu. Þess vegna hafi verið gott að sjá hvern og einn taka afstöðu út frá eigin þörfum og láta niðurstöðuna tala sínu máli. Hvað tekur þá við núna? „Nú þurfa kjaranefnd, stjórn og samninganefnd að setjast niður og ákveða hvað eigi að gera,“ segir Sigurbjörg. „Við erum líka með samning hjá ríkinu og hjá Félagi atvinnurekanda. Við þurfum strategískt að ákveða hvað við ætlum að gera,“ segir hún. Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Samninganefndir SA og Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) samþykktu innanhústillögu sáttasemjara þann 6. maí síðastliðinn eftir rúmlega árs viðræður. Þar var um að ræða einn heildarsamning í stað tveggja. Tillagan var kynnt fyrir félagsmönnum 13. maí og var þá opnað fyrir kosningu sem lauk í dag. Greint var frá niðurstöðunni á vef LFÍ í dag. Kjörsókn var 76,41 prósent, 217 af 284 meðlimum félagsins tóku þátt í kosningunni. Af þeim 217 sem kusu sögðu 195 nei, eða 89,86 prósent, en 22 sögðu já, eða 10,14 prósent. Upplifi tillöguna sem verri en gamla samninginn „Illa felldur,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, um niðurstöður kosningar um nýjan kjarasamning. Núverandi samningur er að sögn Sigurbjargar orðinn átján ára gamall og þess vegna gjörólíkur þeim samningum sem aðrar stéttir hafa samþykkt á síðustu árum. „Af því samningurinn er svo gamall og svo öðruvísi þá hefur verið ákall eftir því að samræma okkur við aðrar háskólastéttir. En upplifun okkar í viðræðunum var að það ætti að samræma okkur við aðrar háskólastéttir og taka öll réttindi af okkur í leiðinni,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu. „Þá upplifir fólk að það standi uppi með samning sem er verri en gamli samningurinn.“ Veikindaréttur skertur, of lítil stytting og gremja út í vinnuveitendur „Það er verið að skerða veikindarétt verulega og svo er verið að bæta inn sex mánaða uppsagnarfresti fyrir lyfsöluleyfishafa,“ segir Sigurbjörg um þau réttindi sem skerðast í tillögunni. „Þetta fór mjög illa ofan í fólk vegna þess að þetta er fólk sem er ekki á himinháum launum. Af hverju þarf að festa það? Það er talað um að það sé svo mikill skortur á lyfjafræðingum að það þurfi að festa þá en við skiljum ekki af hverju það þarf að festa okkur frekar en aðra í samfélaginu,“ segir Sigurbjörg. Samninganefndir SA og LFÍ við samningaborðið. „Við erum að fá inn smá styttingu en fólki finnst styttingin alltof lítil. Við erum með langlengsta vinnutímann af öllum stéttum, við þurfum að vinna nítján dögum meira en aðrar heilbrigðisstéttir og aðrir háskólamenntaðir. Þessi stytting sem er verið að bjóða okkur, eins og í Apótekunum, fannst þeim ekki einu sinni vera viðleitni fyrir það að skerða þennan veikindarétt,“ segir hún. „Síðan höfum við verið með greiddan matartíma á kvöldin en við höfum ekki verið að fá réttan yfirvinnutaxta,“ segir Sigurbjörg og bætir við: „Ég held líka að það sé gremja í fólki yfir því að vinnuveitendur hafi ekki alveg verið að fara eftir kjarasamningum, ákveðnir vinnuveitendur,“ segir Sigurbjörg. Telja víst hægt að stytta vinnuvikuna Gremja yfir því hvað samningurinn er orðinn gamall sé ekki minni eða hvernig sé komið fram við lyfjafræðinga samanborið við aðrar stéttir. „Við erum að vinna meira því það er svo mikill skortur á lyfjafræðingum og fáum stundum að heyra ,Það er ekki hægt að stytta vinnuvikuna ykkar.' En ef það er hægt að stytta vinnuviku lækna, sem ég veit að er erfitt, þá er hægt að stytta vinnuvikuna okkar,“ segir Sigurbjörg. Lyfjafræðingafélag Íslands samdi við ríkið í desember og fékk þá fulla styttingu og þurfti ekki að skerða nein réttindi. Því hafi lyfjafræðingar ekki verið sáttir með tillöguna. Ánægð með samstöðuna „Það sem ég er ánægðust með er þessi samstaða,“ segir Sigurbjörg um niðurstöðuna. Ég hefði aldrei viljað sjá 50/50, það er mín versta martröð. Annað hvort er hann samþykktur með meirihluta eða felldur með meirihluta.“ Lyfjafræðingar hafi verið blóðheitir yfir tillögunni. „Það urðu rosalegar umræður, síminn minn stoppaði ekki og það var heilt yfir allt vitlaust,“ segir Sigurbjörg. Erfitt sé að semja með gamlan samning þegar breyta þurfi jafnmiklu. Þess vegna hafi verið gott að sjá hvern og einn taka afstöðu út frá eigin þörfum og láta niðurstöðuna tala sínu máli. Hvað tekur þá við núna? „Nú þurfa kjaranefnd, stjórn og samninganefnd að setjast niður og ákveða hvað eigi að gera,“ segir Sigurbjörg. „Við erum líka með samning hjá ríkinu og hjá Félagi atvinnurekanda. Við þurfum strategískt að ákveða hvað við ætlum að gera,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira