„Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2025 07:02 Amorim veit að sama hvað gerist í kvöld þá verður næsta tímabil enginn dans á rósum. EPA-EFE/GARY OAKLEY Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og situr liðið í 16. sæti, eitthvað sem þekktist ekki hér á árum áður. Þó gengið hafi oft á tíðum verið lélegt á undanförnum árum hefur það aldrei verið svona slakt. Það var meðal þess sem Amorim ræddi á blaðamannafundi sínum. „Við þurfum að vera spenntir og fullir sjálfstraust en við vitum af vandamálunum. Það er mikið af hlutum sem þarf að laga í félaginu okkar. Hvernig við gerum hlutina viku frá viku á Carrington-æfingasvæðinu, leikmannakaup, akademían, það er margt sem ég tel að þurfi að laga.“ „Það er erfitt að benda á einn hlut og að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál.“ „Það eru stærri hlutir sem þarf að díla við ætli þetta félag sér aftur á toppinn. Á morgun er mikilvægur dagur fyrir okkur, fyrir stuðningsfólk okkar. Sigurtilfinningin getur hjálpað okkur að framkvæmda alla þá vinnu sem við þurfum að framkvæmda. Við þurfum að gera margt í okkar félagi, að vinna úrslitaleikinn er ekki nóg.“ „Ég veit að fyrir fólki er þetta skrítið þar sem þjálfarar hér hafa tapað leikjum og verið reknir, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Amorim og átti þar við að hann væri enn í starfi eftir slakan árangur síðan hann tók við fyrr á leiktíðinni. „Ég tel að fólk sjái hvað við erum að reyna gera. Ég tel að fólk sjái að ég er frekar að hugsa um félagið heldur en sjálfan mig. Stjórnin sérstaklega skilur að við erum að glíma við mörg vandamál sem gerir okkur erfitt fyrir.“ „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra það. Ég mun reyna að sýna mig og sanna fyrir stuðningsfólkinu og fyrir stjórninni en sem stendur á ég enga útskýringu fyrir ykkur. Á endanum mun koma sá tími þar sem við þurfum að vinna sama hvað.“ Úrslitaleikur Man United og Tottenham Hotspur hefst klukkan 19.00 í dag og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira
Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og situr liðið í 16. sæti, eitthvað sem þekktist ekki hér á árum áður. Þó gengið hafi oft á tíðum verið lélegt á undanförnum árum hefur það aldrei verið svona slakt. Það var meðal þess sem Amorim ræddi á blaðamannafundi sínum. „Við þurfum að vera spenntir og fullir sjálfstraust en við vitum af vandamálunum. Það er mikið af hlutum sem þarf að laga í félaginu okkar. Hvernig við gerum hlutina viku frá viku á Carrington-æfingasvæðinu, leikmannakaup, akademían, það er margt sem ég tel að þurfi að laga.“ „Það er erfitt að benda á einn hlut og að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál.“ „Það eru stærri hlutir sem þarf að díla við ætli þetta félag sér aftur á toppinn. Á morgun er mikilvægur dagur fyrir okkur, fyrir stuðningsfólk okkar. Sigurtilfinningin getur hjálpað okkur að framkvæmda alla þá vinnu sem við þurfum að framkvæmda. Við þurfum að gera margt í okkar félagi, að vinna úrslitaleikinn er ekki nóg.“ „Ég veit að fyrir fólki er þetta skrítið þar sem þjálfarar hér hafa tapað leikjum og verið reknir, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Amorim og átti þar við að hann væri enn í starfi eftir slakan árangur síðan hann tók við fyrr á leiktíðinni. „Ég tel að fólk sjái hvað við erum að reyna gera. Ég tel að fólk sjái að ég er frekar að hugsa um félagið heldur en sjálfan mig. Stjórnin sérstaklega skilur að við erum að glíma við mörg vandamál sem gerir okkur erfitt fyrir.“ „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra það. Ég mun reyna að sýna mig og sanna fyrir stuðningsfólkinu og fyrir stjórninni en sem stendur á ég enga útskýringu fyrir ykkur. Á endanum mun koma sá tími þar sem við þurfum að vinna sama hvað.“ Úrslitaleikur Man United og Tottenham Hotspur hefst klukkan 19.00 í dag og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira