Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. maí 2025 09:32 Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Hagsmunasamtök þeirra lýstu sig alfarið andvíg breytingunum og töldu þær leiða til lakari þjónustu og draga úr öryggi, bæði fyrir farþega og ökumenn. Það er mitt mat að síðan lögin tóku gildi hafi komið fram verulegir ágallar. Afnám gjaldmælaskyldu við fyrirfram samið verð hefur gert það að verkum að dæmi eru um ósanngjarna og óhóflega verðlagningu, einkum gagnvart ferðamönnum. Þá hefur skortur á eftirliti og möguleikinn á að starfa án tengsla við stöð skapað öryggisáhættu fyrir farþega. Leigubifreiðastjórar hafa sjálfir lýst yfir þungum áhyggjum af versnandi starfsumhverfi og afkomu. Forsenda traustrar þjónustu er að leigubifreiðastjórar geti haft lifibrauð af atvinnu sinni. Ég taldi því nauðsynlegt að bregðast við ástandinu á leigubifreiðamarkaði strax á vorþingi og mælti í vikunni fyrir frumvarpi um fyrstu heildarendurskoðun laganna. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án sérstaks starfsleyfis fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Í einföldu máli þýðir það að leigubifreiðastjórar þurfa að vera skráðir hjá viðurkenndri leigubifreiðastöð sem veitir starfseminni aðhald. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi farþega, eðlilega verðlagningu og skilvirkt eftirlit með þjónustunni. Leitast er við að gæta meðalhófs og beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum. Leigubifreiðastöðvar munu einnig safna og geyma upplýsingar úr rafrænni skrá um allar ferðir, þar með talið um upphafs- og endastöð og staðsetningu bifreiðarinnar meðan á ferð stendur. Skylda til varðveislu gagna í 60 daga flyst alfarið til stöðvarinnar. Auk þess verður kveðið á um árlega úttekt stafrænna kerfa til að tryggja öryggi og gæði gagna. Þá verður stöðvunum gert að bjóða farveg fyrir kvartanir farþega. Leyfishöfum ber jafnframt að upplýsa og leiðbeina farþegum um rétt sinn til að kvarta til stöðvar og annarra viðeigandi stjórnvalda. Leigubifreiðastöð ber einnig að tilkynna stjórnvöldum hafi hún grun um að leyfishafi fari ekki að lögum. Breytingarnar munu styrkja rétt farþega, tryggja sanngjarna verðlagningu og stuðla að auknu öryggi. Jafnframt verður auðveldara fyrir stjórnvöld og lögreglu að hafa skilvirkt eftirlit með þjónustunni og rannsaka mál sem koma upp. Um er að ræða fyrsta áfanga í þeirri vegferð að endurheimta traust almennings til leigubifreiðaþjónustu og bæta starfsumhverfi leigubifreiðastjóra. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Leigubílar Alþingi Samgöngur Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Hagsmunasamtök þeirra lýstu sig alfarið andvíg breytingunum og töldu þær leiða til lakari þjónustu og draga úr öryggi, bæði fyrir farþega og ökumenn. Það er mitt mat að síðan lögin tóku gildi hafi komið fram verulegir ágallar. Afnám gjaldmælaskyldu við fyrirfram samið verð hefur gert það að verkum að dæmi eru um ósanngjarna og óhóflega verðlagningu, einkum gagnvart ferðamönnum. Þá hefur skortur á eftirliti og möguleikinn á að starfa án tengsla við stöð skapað öryggisáhættu fyrir farþega. Leigubifreiðastjórar hafa sjálfir lýst yfir þungum áhyggjum af versnandi starfsumhverfi og afkomu. Forsenda traustrar þjónustu er að leigubifreiðastjórar geti haft lifibrauð af atvinnu sinni. Ég taldi því nauðsynlegt að bregðast við ástandinu á leigubifreiðamarkaði strax á vorþingi og mælti í vikunni fyrir frumvarpi um fyrstu heildarendurskoðun laganna. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án sérstaks starfsleyfis fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Í einföldu máli þýðir það að leigubifreiðastjórar þurfa að vera skráðir hjá viðurkenndri leigubifreiðastöð sem veitir starfseminni aðhald. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi farþega, eðlilega verðlagningu og skilvirkt eftirlit með þjónustunni. Leitast er við að gæta meðalhófs og beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum. Leigubifreiðastöðvar munu einnig safna og geyma upplýsingar úr rafrænni skrá um allar ferðir, þar með talið um upphafs- og endastöð og staðsetningu bifreiðarinnar meðan á ferð stendur. Skylda til varðveislu gagna í 60 daga flyst alfarið til stöðvarinnar. Auk þess verður kveðið á um árlega úttekt stafrænna kerfa til að tryggja öryggi og gæði gagna. Þá verður stöðvunum gert að bjóða farveg fyrir kvartanir farþega. Leyfishöfum ber jafnframt að upplýsa og leiðbeina farþegum um rétt sinn til að kvarta til stöðvar og annarra viðeigandi stjórnvalda. Leigubifreiðastöð ber einnig að tilkynna stjórnvöldum hafi hún grun um að leyfishafi fari ekki að lögum. Breytingarnar munu styrkja rétt farþega, tryggja sanngjarna verðlagningu og stuðla að auknu öryggi. Jafnframt verður auðveldara fyrir stjórnvöld og lögreglu að hafa skilvirkt eftirlit með þjónustunni og rannsaka mál sem koma upp. Um er að ræða fyrsta áfanga í þeirri vegferð að endurheimta traust almennings til leigubifreiðaþjónustu og bæta starfsumhverfi leigubifreiðastjóra. Höfundur er innviðaráðherra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun