Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar 23. maí 2025 07:32 Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur. Samkvæmt greiningunni munu 141 sjávarútvegsfyrirtæki verða fyrir verulegum áhrifum. Þar af eru 127 þeirra staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og mörg í viðkvæmum byggðum. Fyrirtækin sjálf lýsa yfir miklum áhyggjum; sum þeirra segja hækkunina setja reksturinn í uppnám og draga úr getu til að fjárfesta, endurnýja búnað og halda úti atvinnu. Í mörgum tilvikum mun veiðigjaldið nema meira en 80% af meðalhagnaði síðustu þriggja ára. Það er einfaldlega ekki sjálfbært. Fyrirtæki hafa einnig bent á að þessi hækkun skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum keppinautum, þar sem álögur eru lægri og fyrirsjáanleiki meiri. Hætta er á því að nýliðun í greininni stöðvist, sem hefur áhrif langt út fyrir sjávarútveginn sjálfan – til sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja og íbúa. Það er áhyggjuefni að þessar niðurstöður stangast á við yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra, sem segir áhrifin óveruleg án þess að leggja fram gögn því til stuðnings. Gögn sem sveitarfélögin eru enn að kalla eftir. Lang stærsti hluti veiðigjaldsins kemur af landsbyggðinni og því skora ég á alla landsbyggðaþingmenn að skottast í sína heimabyggð tala beint við sjávarútvegsfyrirtækin í sínum kjördæmum og meta þeirra sjónarmið af sanngirni. Við skuldum þeim og samfélögum landsbyggðarinnar það að hlusta áður en við stígum óafturkræf skref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Ólafur Adolfsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur. Samkvæmt greiningunni munu 141 sjávarútvegsfyrirtæki verða fyrir verulegum áhrifum. Þar af eru 127 þeirra staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og mörg í viðkvæmum byggðum. Fyrirtækin sjálf lýsa yfir miklum áhyggjum; sum þeirra segja hækkunina setja reksturinn í uppnám og draga úr getu til að fjárfesta, endurnýja búnað og halda úti atvinnu. Í mörgum tilvikum mun veiðigjaldið nema meira en 80% af meðalhagnaði síðustu þriggja ára. Það er einfaldlega ekki sjálfbært. Fyrirtæki hafa einnig bent á að þessi hækkun skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum keppinautum, þar sem álögur eru lægri og fyrirsjáanleiki meiri. Hætta er á því að nýliðun í greininni stöðvist, sem hefur áhrif langt út fyrir sjávarútveginn sjálfan – til sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja og íbúa. Það er áhyggjuefni að þessar niðurstöður stangast á við yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra, sem segir áhrifin óveruleg án þess að leggja fram gögn því til stuðnings. Gögn sem sveitarfélögin eru enn að kalla eftir. Lang stærsti hluti veiðigjaldsins kemur af landsbyggðinni og því skora ég á alla landsbyggðaþingmenn að skottast í sína heimabyggð tala beint við sjávarútvegsfyrirtækin í sínum kjördæmum og meta þeirra sjónarmið af sanngirni. Við skuldum þeim og samfélögum landsbyggðarinnar það að hlusta áður en við stígum óafturkræf skref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun