Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 00:04 Rannsóknin miðar að því að dýpka skilning á áhrifum ólíks vinnufyrirkomulags á líðan starfsfólks. Háskóli Íslands Fólk í staðbundinni vinnu finnur fyrir meiri streitu en fólk í fjarvinnu en hvert vinnufyrirkomulag fyrir sig hefur sína kosti og galla. Þetta er meðal frumniðurstaðna rannsóknar prófessors við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Thamar Melanie Heijstra prófessor stendur að rannsókninni sem náði til 620 einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði og laut að því að kanna upplifun starfsfólks af ólíku vinnufyrirkomulagi, sér í lagi fjarvinnu annars vegar og staðbundinni vinnu hins vegar. Rannsóknin byggist á spurningalista sem sendur var út sumarið 2024 til stofnana og fyrirtækja þar sem talið var líklegt að fjarvinna væri hluti af daglegu vinnufyrirkomulagi. Auk Thamar koma að rannsókninni Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ýr Örlygsdóttir félagsfræðinemi. Aukin tíðni haus- og bakverkja og áhyggja Thamar segir niðurstöðurnar sýna að fólk á vinnumarkaði hér á landi sé almennt ánægt með sínar vinnuaðstæður hvort sem þær eru í formi fjarvinnu eða staðbundinnar. „Fólk sem er í fjarvinnu er mjög ánægt en sérstaklega fólk sem er bæði í fjarvinnu og á staðnum. Því finnst þau vera með frelsi til að vinna eftir því sem hentar þeim best,“ segir Thamar í viðtali í Reykjavík síðdegis um rannsóknina. Hún segir það hafa komið fram í svörum þátttakenda að fólk í staðbundinni vinnu finni oftar fyrir streitutengdum kvillum á borð við hausverkjum, bakverkjum og upplifi almennt meiri streitu en kollegar sínir í fjarvinnu. „Fólki finnst það vera að gera meira, og vera meira skilvirk heldur en ef þau væru að vinna á staðnum. Á móti kemur að fólk segir að aðrir horfi á fólk sem er í fjarvinnu eins og það sé bara í fríi. Þau finna fyrir því að fólk er með þá hugmynd að ef þú ert í fjarvinnu ertu í raun ekki að vinna mikið,“ segir Thamar. Fjarvinnan rjúfi tengsl Hún segir það þó koma skýrt fram að starfsfólk í fjarvinnu upplifi sig oft utanveltu og að þau missi tengsl við vinnustaðinn og félagslegu hlið vinnunnar. „En við sjáum að það hefur ekki marktæk áhrif á líðan þeirra. Jú, þau eru klárlega að nefna þetta en við sjáum ekki í tölunum að þetta hafi neikvæð áhrif,“ segir hún. Thamar segist telja að fjarvinna sé komin til að vera á Íslandi. Blandað fyrirkomulag hafi gefið bestu raunina samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en þó beri að hafa sig hægan í þessu sem öllu. „Maður myndi halda að það væri líklega best að hafa þetta blandað því þá fær maður það besta úr báðu. En þar þarf fólk líka að passa sig, það finnur fyrir erfiðleikum með að blanda þessu saman, því þá er maður í rauninni á tveimur vinnustöðum: á heima og á staðnum, og í því er ákveðin togstreita. Við sjáum það,“ segir Thamar Heijstra. Fjarvinna Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Thamar Melanie Heijstra prófessor stendur að rannsókninni sem náði til 620 einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði og laut að því að kanna upplifun starfsfólks af ólíku vinnufyrirkomulagi, sér í lagi fjarvinnu annars vegar og staðbundinni vinnu hins vegar. Rannsóknin byggist á spurningalista sem sendur var út sumarið 2024 til stofnana og fyrirtækja þar sem talið var líklegt að fjarvinna væri hluti af daglegu vinnufyrirkomulagi. Auk Thamar koma að rannsókninni Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ýr Örlygsdóttir félagsfræðinemi. Aukin tíðni haus- og bakverkja og áhyggja Thamar segir niðurstöðurnar sýna að fólk á vinnumarkaði hér á landi sé almennt ánægt með sínar vinnuaðstæður hvort sem þær eru í formi fjarvinnu eða staðbundinnar. „Fólk sem er í fjarvinnu er mjög ánægt en sérstaklega fólk sem er bæði í fjarvinnu og á staðnum. Því finnst þau vera með frelsi til að vinna eftir því sem hentar þeim best,“ segir Thamar í viðtali í Reykjavík síðdegis um rannsóknina. Hún segir það hafa komið fram í svörum þátttakenda að fólk í staðbundinni vinnu finni oftar fyrir streitutengdum kvillum á borð við hausverkjum, bakverkjum og upplifi almennt meiri streitu en kollegar sínir í fjarvinnu. „Fólki finnst það vera að gera meira, og vera meira skilvirk heldur en ef þau væru að vinna á staðnum. Á móti kemur að fólk segir að aðrir horfi á fólk sem er í fjarvinnu eins og það sé bara í fríi. Þau finna fyrir því að fólk er með þá hugmynd að ef þú ert í fjarvinnu ertu í raun ekki að vinna mikið,“ segir Thamar. Fjarvinnan rjúfi tengsl Hún segir það þó koma skýrt fram að starfsfólk í fjarvinnu upplifi sig oft utanveltu og að þau missi tengsl við vinnustaðinn og félagslegu hlið vinnunnar. „En við sjáum að það hefur ekki marktæk áhrif á líðan þeirra. Jú, þau eru klárlega að nefna þetta en við sjáum ekki í tölunum að þetta hafi neikvæð áhrif,“ segir hún. Thamar segist telja að fjarvinna sé komin til að vera á Íslandi. Blandað fyrirkomulag hafi gefið bestu raunina samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en þó beri að hafa sig hægan í þessu sem öllu. „Maður myndi halda að það væri líklega best að hafa þetta blandað því þá fær maður það besta úr báðu. En þar þarf fólk líka að passa sig, það finnur fyrir erfiðleikum með að blanda þessu saman, því þá er maður í rauninni á tveimur vinnustöðum: á heima og á staðnum, og í því er ákveðin togstreita. Við sjáum það,“ segir Thamar Heijstra.
Fjarvinna Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira