Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 08:01 Heimir Hallgrímsson sló á létta strengi á blaðamannafundi. Getty/Ben McShane Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. Delap, sem virðist vera á förum frá Ipswich til Chelsea í sumar, er í nýjasta U21-landsliðshópi Englands. Hann mætti hins vegar allt eins spila fyrir Írland rétt eins og pabbi hans, Rory Delap, gerði. Rory spilaði ellefu A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1998-2004, til að mynda með John O‘Shea núverandi aðstoðarþjálfara Heimis. „Við höfum sest niður með honum, já. Sögðum honum bara að við myndum elska það að hafa hann í okkar hópi. En fókusinn hjá honum núna er á U21 [Englands],“ sagði Heimir sem var þá spurður hvort að nokkur einasti áhugi væri hjá Delap á að spila fyrir Írland: „Tja, hann sagði ekki farið til fjandans [e. „fuck off],“ svaraði þá Eyjamaðurinn kankvís og uppskar skellihlátur samkvæmt Irish News. ‘Well, he didn’t say f**k off!’ - Heimir Hallgrimsson on chat with Ireland-eligible star Liam Delap https://t.co/RXiay6PsK5— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) May 30, 2025 Í grein miðilsins segir að nú þegar tæpt ár sé liðið frá því að Heimir var ráðinn til Írlands sé hann vel liðinn hjá írskum fjölmiðlum, með sinn norræna húmor sem sé ekki svo ólíkur þeim írska. Hann leggi sig fram við að skapa gott samband og virðist hafa tekist það vel. Undir stjórn Heimis hafa Írar unnið fjóra leiki en tapað fjórum. Írar héldu sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars með sigri á Búlgaríu í umspili, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Írland á nú fyrir höndum tvo vináttulandsleiki, gegn Senegal á heimavelli 6. júní og Lúxemborg á útivelli 10. júní, áður en undankeppni HM tekur svo við í haust þar sem Írar eru í riðli með Ungverjalandi, Armeníu og Portúgal. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Delap, sem virðist vera á förum frá Ipswich til Chelsea í sumar, er í nýjasta U21-landsliðshópi Englands. Hann mætti hins vegar allt eins spila fyrir Írland rétt eins og pabbi hans, Rory Delap, gerði. Rory spilaði ellefu A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1998-2004, til að mynda með John O‘Shea núverandi aðstoðarþjálfara Heimis. „Við höfum sest niður með honum, já. Sögðum honum bara að við myndum elska það að hafa hann í okkar hópi. En fókusinn hjá honum núna er á U21 [Englands],“ sagði Heimir sem var þá spurður hvort að nokkur einasti áhugi væri hjá Delap á að spila fyrir Írland: „Tja, hann sagði ekki farið til fjandans [e. „fuck off],“ svaraði þá Eyjamaðurinn kankvís og uppskar skellihlátur samkvæmt Irish News. ‘Well, he didn’t say f**k off!’ - Heimir Hallgrimsson on chat with Ireland-eligible star Liam Delap https://t.co/RXiay6PsK5— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) May 30, 2025 Í grein miðilsins segir að nú þegar tæpt ár sé liðið frá því að Heimir var ráðinn til Írlands sé hann vel liðinn hjá írskum fjölmiðlum, með sinn norræna húmor sem sé ekki svo ólíkur þeim írska. Hann leggi sig fram við að skapa gott samband og virðist hafa tekist það vel. Undir stjórn Heimis hafa Írar unnið fjóra leiki en tapað fjórum. Írar héldu sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars með sigri á Búlgaríu í umspili, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Írland á nú fyrir höndum tvo vináttulandsleiki, gegn Senegal á heimavelli 6. júní og Lúxemborg á útivelli 10. júní, áður en undankeppni HM tekur svo við í haust þar sem Írar eru í riðli með Ungverjalandi, Armeníu og Portúgal.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira