KA fer beint í aðra umferð Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 14:32 KA tryggði sér þátttökurétt í undankeppni Sambansdeildarinnar með sigri í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Víkingi, sem þarf að spila fyrstu umferðina. Vísir / Anton Brink Bikarmeistarar KA græða á góðum árangri íslenskra liða í Evrópukeppnum undanfarin ár og sitja hjá í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Framkvæmdastjóri félagsins segir um stórtíðindi að ræða, KA sé búið að tryggja sér væna summu. Framkvæmdastjórinn Sævar Pétursson staðfesti tíðindin í viðtali við Fótbolta.net. KA tryggði sér þátttökurétt í undankeppni Sambandsdeildarinnar með því að vinna Mjólkurbikarinn í fyrra og fær að sleppa fyrstu umferð þökk sé góðum árangri íslenskra liða undanfarin ár. Ísland hefur hækkað á UEFA styrkleikalistanum. „Það er náttúrulega stórt fyrir okkur, félögin fá ákveðna upphæð eftir því hvenær þau detta út úr keppninni. Upphæðin er 150 þúsund evrur fyrir umferð eitt og 350 þúsund evrur fyrir umferð tvö. Við erum komnir í gegnum fyrstu umferðina og spörum okkur tvo leiki. Það eru góðar fréttir fyrir okkur” sagði Sævar og staðfesti einnig að KA stefndi á að spila á sínum heimavelli á Akureyri. Evrópusætið sem fæst fyrir að vinna bikarinn er verðmætara en sætin sem fást fyrir að enda í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar. Víkingur og Valur þurfa því að komast í gegnum fyrstu umferðina sem KA sleppir. Víkingur tapaði bæði úrslitaleik Mjólkurbikarsins og Bestu deildarinnar og þarf því að fara í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. vísir / anton brink Víkingar verða hins vegar í efri styrkleikaflokki en Valur í neðri styrkleikaflokki, vegna þess að Víkingur endaði ofar í deildinni. Komist Víkingur og Valur í gegnum fyrstu umferðina, sem fer fram 10. og 17. júlí, verða þrjú íslensk lið í annarri umferðinni, sem fer fram 24. og 31. júlí. Dregið verður í fyrstu og aðra umferðina þann 17. og 18. júní og þá kemur í ljós hvaða liðum KA, Víkingur og Valur munu mæta á leiðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru skráðir í undankeppni Meistaradeildarinnar en gætu dottið inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar ef liðið kemst ekki áfram þar eða í undankeppni Evrópudeildarinnar. Sambandsdeild Evrópu KA Íslenski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Framkvæmdastjórinn Sævar Pétursson staðfesti tíðindin í viðtali við Fótbolta.net. KA tryggði sér þátttökurétt í undankeppni Sambandsdeildarinnar með því að vinna Mjólkurbikarinn í fyrra og fær að sleppa fyrstu umferð þökk sé góðum árangri íslenskra liða undanfarin ár. Ísland hefur hækkað á UEFA styrkleikalistanum. „Það er náttúrulega stórt fyrir okkur, félögin fá ákveðna upphæð eftir því hvenær þau detta út úr keppninni. Upphæðin er 150 þúsund evrur fyrir umferð eitt og 350 þúsund evrur fyrir umferð tvö. Við erum komnir í gegnum fyrstu umferðina og spörum okkur tvo leiki. Það eru góðar fréttir fyrir okkur” sagði Sævar og staðfesti einnig að KA stefndi á að spila á sínum heimavelli á Akureyri. Evrópusætið sem fæst fyrir að vinna bikarinn er verðmætara en sætin sem fást fyrir að enda í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar. Víkingur og Valur þurfa því að komast í gegnum fyrstu umferðina sem KA sleppir. Víkingur tapaði bæði úrslitaleik Mjólkurbikarsins og Bestu deildarinnar og þarf því að fara í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. vísir / anton brink Víkingar verða hins vegar í efri styrkleikaflokki en Valur í neðri styrkleikaflokki, vegna þess að Víkingur endaði ofar í deildinni. Komist Víkingur og Valur í gegnum fyrstu umferðina, sem fer fram 10. og 17. júlí, verða þrjú íslensk lið í annarri umferðinni, sem fer fram 24. og 31. júlí. Dregið verður í fyrstu og aðra umferðina þann 17. og 18. júní og þá kemur í ljós hvaða liðum KA, Víkingur og Valur munu mæta á leiðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru skráðir í undankeppni Meistaradeildarinnar en gætu dottið inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar ef liðið kemst ekki áfram þar eða í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Sambandsdeild Evrópu KA Íslenski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn