Ekkert kerfi lifir af pólitískan geðþótta Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 5. júní 2025 08:17 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti. Þær snúast um traust. Traust á kerfinu. Traust á stjórnmálunum. Og traust á því að við förum eftir leikreglum, sama hver á í hlut. Þess vegna fagna ég því að níu þjóðarleiðtogar Evrópu hafi nýverið stigið fram og kallað eftir nýrri umræðu um hvernig túlkun alþjóðlegra mannréttindareglna samræmist þeim veruleika sem ríki Evrópu glíma nú við. Þar á meðal eru Danmörk, Ítalía, Austurríki og Pólland. Ríki sem, hvert á sinn hátt, hafa þurft að takast á við erfið mál og sýnt vilja til að standa vörð um lýðræðið og innra öryggi sitt. Það er ekki kallað eftir því að afnema mannréttindasamninga, heldur eftir því að stjórnmálamenn fái svigrúm til að axla sína ábyrgð. Því miður var Ísland ekki með í þessari sameiginlegu yfirlýsingu, og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna. Af hverju kýs íslensk ríkisstjórn að sitja hjá þegar Evrópa ræðir hvernig megi byggja upp kerfi sem stendur vörð um mannréttindi án þess að gefa eftir í framkvæmd. Við megum ekki vanmeta þessa umræðu. Festan skiptir máli. Þegar reglur eru óskýrar, þegar kerfið er veikt, þá þrífst óréttlæti. Bæði gagnvart þeim sem þurfa vernd og þeim sem bera ábyrgð á að veita hana. Stjórnmálamenn eiga að leiða þessa umræðu. Ekki hlaupa undan henni og ekki reyna að leysa flókin mál með popúlískum undantekningum. Þegar þingmenn grípa inn í réttmætt stjórnsýsluferli með vísan í sínar persónulegu skoðanir og tilfinningar, þá fer allt kerfið að halla. Það skiptir ekki máli hversu velmeinandi inngripið er, kerfið má ekki ráðast af því hver hringir. Það verður að byggjast á lögum, ramma og faglegum grunni. Kerfið verður að halda. Þess vegna er það grafalvarlegt þegar einstakir þingmenn reyna að hafa áhrif á niðurstöður stjórnvalda með óformlegum hætti. Í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem ég mætti Víði Reynissyni þingmanni Samfylkingarinnar, kom þetta berlega í ljós. Þar viðurkenndi Víðir að hann hefði einn tekið ákvörðun um að leka trúnaðarupplýsingum um meðferð máls hjá allsherjar- og menntamálanefnd til Útlendingastofnunar með það að markmiði að hafa áhrif á ákvörðun stofnunarinnar.. Þetta var ekki ákvörðun nefndarinnar, þó svo að Víðir hafi látið í veðri vaka í samskiptum sínum við Útlendingastofnun að svo væri. Þetta var ákvörðun þingmannsins – gegn vilja annarra nefndarmanna og með þessari ákvörðun rauf hann þagnarskyldu sem á honum hvílir. Við verðum að vera skýr í þessari umræðu. Við þurfum að standa vörð um mannréttindi án þess að gefa afslátt af framkvæmdinni. Það er ekki mannúð að hafa óljósar reglur. Það eru ekki mannréttindi að leyfa pólitískum afskiptum að móta stjórnvaldsákvarðanir. Og það er ekki ábyrgð að forðast að tala skýrt um nauðsyn breytinga. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt það um árabil: Við verndum þá sem verndar þurfa. En við verndum líka réttarríkið, því án þess er enginn öruggur. Hvorki þeir sem hér fæðast né þeir sem hingað koma. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti. Þær snúast um traust. Traust á kerfinu. Traust á stjórnmálunum. Og traust á því að við förum eftir leikreglum, sama hver á í hlut. Þess vegna fagna ég því að níu þjóðarleiðtogar Evrópu hafi nýverið stigið fram og kallað eftir nýrri umræðu um hvernig túlkun alþjóðlegra mannréttindareglna samræmist þeim veruleika sem ríki Evrópu glíma nú við. Þar á meðal eru Danmörk, Ítalía, Austurríki og Pólland. Ríki sem, hvert á sinn hátt, hafa þurft að takast á við erfið mál og sýnt vilja til að standa vörð um lýðræðið og innra öryggi sitt. Það er ekki kallað eftir því að afnema mannréttindasamninga, heldur eftir því að stjórnmálamenn fái svigrúm til að axla sína ábyrgð. Því miður var Ísland ekki með í þessari sameiginlegu yfirlýsingu, og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna. Af hverju kýs íslensk ríkisstjórn að sitja hjá þegar Evrópa ræðir hvernig megi byggja upp kerfi sem stendur vörð um mannréttindi án þess að gefa eftir í framkvæmd. Við megum ekki vanmeta þessa umræðu. Festan skiptir máli. Þegar reglur eru óskýrar, þegar kerfið er veikt, þá þrífst óréttlæti. Bæði gagnvart þeim sem þurfa vernd og þeim sem bera ábyrgð á að veita hana. Stjórnmálamenn eiga að leiða þessa umræðu. Ekki hlaupa undan henni og ekki reyna að leysa flókin mál með popúlískum undantekningum. Þegar þingmenn grípa inn í réttmætt stjórnsýsluferli með vísan í sínar persónulegu skoðanir og tilfinningar, þá fer allt kerfið að halla. Það skiptir ekki máli hversu velmeinandi inngripið er, kerfið má ekki ráðast af því hver hringir. Það verður að byggjast á lögum, ramma og faglegum grunni. Kerfið verður að halda. Þess vegna er það grafalvarlegt þegar einstakir þingmenn reyna að hafa áhrif á niðurstöður stjórnvalda með óformlegum hætti. Í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem ég mætti Víði Reynissyni þingmanni Samfylkingarinnar, kom þetta berlega í ljós. Þar viðurkenndi Víðir að hann hefði einn tekið ákvörðun um að leka trúnaðarupplýsingum um meðferð máls hjá allsherjar- og menntamálanefnd til Útlendingastofnunar með það að markmiði að hafa áhrif á ákvörðun stofnunarinnar.. Þetta var ekki ákvörðun nefndarinnar, þó svo að Víðir hafi látið í veðri vaka í samskiptum sínum við Útlendingastofnun að svo væri. Þetta var ákvörðun þingmannsins – gegn vilja annarra nefndarmanna og með þessari ákvörðun rauf hann þagnarskyldu sem á honum hvílir. Við verðum að vera skýr í þessari umræðu. Við þurfum að standa vörð um mannréttindi án þess að gefa afslátt af framkvæmdinni. Það er ekki mannúð að hafa óljósar reglur. Það eru ekki mannréttindi að leyfa pólitískum afskiptum að móta stjórnvaldsákvarðanir. Og það er ekki ábyrgð að forðast að tala skýrt um nauðsyn breytinga. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt það um árabil: Við verndum þá sem verndar þurfa. En við verndum líka réttarríkið, því án þess er enginn öruggur. Hvorki þeir sem hér fæðast né þeir sem hingað koma. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun