Faglegt mat eða lukka? II. Viðurkenning og höfnun Bogi Ragnarsson skrifar 7. júní 2025 08:02 Ég stofnaði fyrirtækið Stafbók slf., námsbókaútgáfa, í desember 2024 og bjóst ég ekki við mikilli útbreiðslu námsefnisins strax. Vorið 2025 kenndu fjórir framhaldsskólar efni frá Stafbók – án sérstakrar markaðssetningar. Þetta var mér mikil hvatning og staðfesting á því að verkið hefði gildi fyrir fleiri en mig sjálfan. Í kjölfarið sótti ég um styrk úr Þróunarsjóði námsgagna, að fjárhæð 2.250.000 krónur. Markmiðið var að þróa efnið enn frekar og auka þannig stuðning við kennara og vinna að nánari aðlögun námsefnis að fjölbreyttum hópi nemenda. Til að tryggja að umsóknin væri eins fagleg og vönduð og hægt var, fékk ég einn virtasta menntavísindamann landsins til að lesa hana yfir. Hann taldi að umsóknin stæðist allar helstu kröfur sjóðsins. Ég hafði lagt fram skýra verkáætlun, vel skilgreind markmið og rökstuðning fyrir mikilvægi þess að veita sjálfstæðum höfundum stuðning við þróun eigin námsefnis. Á sama tíma leitaði ég leiða til að kynna verkefnið fyrir kennurum um land allt. Þegar þetta er ritað hafa þrír nýir skólar staðfest að þeir ætli að taka efnið upp á haustönn 2025 og fleiri hafa sýnt áhuga. Af hverju skiptir þessi saga máli?: Framtíð íslensks námsefnis Haustið 2024 sendi ég umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um námsgögn. Frumvarpið var þá í vinnslu og hafði það markmið að efla útgáfu og dreifingu námsgagna á Íslandi. Ég taldi brýnt að mín rödd, sem sjálfstæðs höfundar og kennara, kæmist að. Í umsögninni lagði ég áherslu á að slíkt frumvarp mætti ekki aðeins snúast um stærstu útgáfurnar og kerfin, heldur einnig um grasrótina, nýsköpun og sjálfstæða höfunda, fólk sem þróar efni í beinum tengslum við kennslu, nemendur og samfélag. Stuttu síðar féll ríkisstjórnin. Ég lét þó ekki deigan síga. Vorið 2025, þegar frumvarpið var tekið upp að nýju, sendi ég inn nýja og uppfærða umsögn með sömu megináherslum. Ég lagði áherslu á að verkefni á borð við stafbókina ættu heima í framtíðarsýn stjórnvalda um menntun – sem dæmi um það hvernig frumkvæði, reynsla og fagþekking gætu skapað raunveruleg og aðgengileg úrræði fyrir fjölbreyttan nemendahóp samhliða því að ég lagði til breytt fyrirkomulag Þróunarsjóðs námgagna. Að þessu sinni náði ég eyrum nefndarinnar. Mér var boðið að koma á fund með allsherjar- og menntamálanefnd þann 27. maí 2025. Þar ræddi ég við nefndarmenn um stafbókarverkefnið, þróun þess, markmið og framtíðarmöguleika. Fundurinn var áhugaverður og skemmtilegur að mínu mati og mín upplifun að það sama hefði átt við um nefndarmenn. Spurningar nefndarmanna voru bæði vandaðar og mikilvægar og ég fann að ég hafði svör við þeim öllum. Það var í fyrsta sinn sem ég upplifði að þetta margra ára starf fengi þá faglegu viðurkenningu sem það á skilið. Vonbrigði eftir fundinn Daginn eftir fundinn með allsherjar- og menntamálanefnd – þann 28. maí 2025 – fékk ég loks svar frá Þróunarsjóði námsgagna. Ég gerði mér von um að umsóknin færi í gegn og fundurinn daginn áður styrkti þá trú mína. En svarið kom og var bæði stuttort og órökstutt. Umsókn minni var hafnað. Það sem stakk mest var ekki bara höfnunin sjálf – heldur hvernig hún var útfærð. Enginn rökstuðningur fylgdi. Engin skýring á því hvers vegna verkefni sem uppfyllti skilyrði sjóðsins hlaut ekki brautargengi. Ég upplifði að eftir að hafa eytt þúsundum klukkustunda í þetta verkefni, án þess að fá greitt fyrir eina einustu klukkustund, án fastra tekna eða öruggs stuðnings – væri niðurstaðan sú að stjórn þróunarsjóðsins hefði ekki áhuga á að styðja við nýsköpun sem kemur frá sjálfstæðum höfundum. Þrátt fyrir að markmiðin væru samhljóma því sem stjórnvöld stefna að, það er að efla aðgengi, nýsköpun og faglegt námsefni fyrir breiðan hóp nemenda, virðist eitthvað annað skipta meira máli í matsferlinu. Í næstu grein, sem birtist á morgun, fjalla ég um mikilvægi þess að úthlutanir opinberra styrkja séu byggðar á faglegum grunni og hvernig skortur á gagnsæi getur grafið undan nýsköpun í námsgagnagerð. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég stofnaði fyrirtækið Stafbók slf., námsbókaútgáfa, í desember 2024 og bjóst ég ekki við mikilli útbreiðslu námsefnisins strax. Vorið 2025 kenndu fjórir framhaldsskólar efni frá Stafbók – án sérstakrar markaðssetningar. Þetta var mér mikil hvatning og staðfesting á því að verkið hefði gildi fyrir fleiri en mig sjálfan. Í kjölfarið sótti ég um styrk úr Þróunarsjóði námsgagna, að fjárhæð 2.250.000 krónur. Markmiðið var að þróa efnið enn frekar og auka þannig stuðning við kennara og vinna að nánari aðlögun námsefnis að fjölbreyttum hópi nemenda. Til að tryggja að umsóknin væri eins fagleg og vönduð og hægt var, fékk ég einn virtasta menntavísindamann landsins til að lesa hana yfir. Hann taldi að umsóknin stæðist allar helstu kröfur sjóðsins. Ég hafði lagt fram skýra verkáætlun, vel skilgreind markmið og rökstuðning fyrir mikilvægi þess að veita sjálfstæðum höfundum stuðning við þróun eigin námsefnis. Á sama tíma leitaði ég leiða til að kynna verkefnið fyrir kennurum um land allt. Þegar þetta er ritað hafa þrír nýir skólar staðfest að þeir ætli að taka efnið upp á haustönn 2025 og fleiri hafa sýnt áhuga. Af hverju skiptir þessi saga máli?: Framtíð íslensks námsefnis Haustið 2024 sendi ég umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um námsgögn. Frumvarpið var þá í vinnslu og hafði það markmið að efla útgáfu og dreifingu námsgagna á Íslandi. Ég taldi brýnt að mín rödd, sem sjálfstæðs höfundar og kennara, kæmist að. Í umsögninni lagði ég áherslu á að slíkt frumvarp mætti ekki aðeins snúast um stærstu útgáfurnar og kerfin, heldur einnig um grasrótina, nýsköpun og sjálfstæða höfunda, fólk sem þróar efni í beinum tengslum við kennslu, nemendur og samfélag. Stuttu síðar féll ríkisstjórnin. Ég lét þó ekki deigan síga. Vorið 2025, þegar frumvarpið var tekið upp að nýju, sendi ég inn nýja og uppfærða umsögn með sömu megináherslum. Ég lagði áherslu á að verkefni á borð við stafbókina ættu heima í framtíðarsýn stjórnvalda um menntun – sem dæmi um það hvernig frumkvæði, reynsla og fagþekking gætu skapað raunveruleg og aðgengileg úrræði fyrir fjölbreyttan nemendahóp samhliða því að ég lagði til breytt fyrirkomulag Þróunarsjóðs námgagna. Að þessu sinni náði ég eyrum nefndarinnar. Mér var boðið að koma á fund með allsherjar- og menntamálanefnd þann 27. maí 2025. Þar ræddi ég við nefndarmenn um stafbókarverkefnið, þróun þess, markmið og framtíðarmöguleika. Fundurinn var áhugaverður og skemmtilegur að mínu mati og mín upplifun að það sama hefði átt við um nefndarmenn. Spurningar nefndarmanna voru bæði vandaðar og mikilvægar og ég fann að ég hafði svör við þeim öllum. Það var í fyrsta sinn sem ég upplifði að þetta margra ára starf fengi þá faglegu viðurkenningu sem það á skilið. Vonbrigði eftir fundinn Daginn eftir fundinn með allsherjar- og menntamálanefnd – þann 28. maí 2025 – fékk ég loks svar frá Þróunarsjóði námsgagna. Ég gerði mér von um að umsóknin færi í gegn og fundurinn daginn áður styrkti þá trú mína. En svarið kom og var bæði stuttort og órökstutt. Umsókn minni var hafnað. Það sem stakk mest var ekki bara höfnunin sjálf – heldur hvernig hún var útfærð. Enginn rökstuðningur fylgdi. Engin skýring á því hvers vegna verkefni sem uppfyllti skilyrði sjóðsins hlaut ekki brautargengi. Ég upplifði að eftir að hafa eytt þúsundum klukkustunda í þetta verkefni, án þess að fá greitt fyrir eina einustu klukkustund, án fastra tekna eða öruggs stuðnings – væri niðurstaðan sú að stjórn þróunarsjóðsins hefði ekki áhuga á að styðja við nýsköpun sem kemur frá sjálfstæðum höfundum. Þrátt fyrir að markmiðin væru samhljóma því sem stjórnvöld stefna að, það er að efla aðgengi, nýsköpun og faglegt námsefni fyrir breiðan hóp nemenda, virðist eitthvað annað skipta meira máli í matsferlinu. Í næstu grein, sem birtist á morgun, fjalla ég um mikilvægi þess að úthlutanir opinberra styrkja séu byggðar á faglegum grunni og hvernig skortur á gagnsæi getur grafið undan nýsköpun í námsgagnagerð. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun